Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

14. desember 2022 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 908

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
 • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2111345 – Linnetsstígur 3, reyndarteikningar

   Reyndarteikningar fyrir allt húsið vegna eignaskiptayfirlýsingar lagðar fram.

   Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212100 – Hrauntunga 5, reyndarteikning

   G.S.Hús ehf leggur inn reyndarteikningu dags. 05.12.2022 við útsetningu fluttist hús 5e um 120 cm til austurs skv. teikningum Sveins Ívarssonar.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2210286 – Óseyrarbraut 31a, breyting

   Vélsmiðja Orms og Víglund ehf. sækja 17.10.2022 um breytingu á áður samþykktum teikningum, óskað er eftir að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 10.10.2022.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212196 – Eskivellir 11, svalalokun, íbúð 506

   Kristinn A Jóhannesson sækir 12.12.2022 um lokun á svölum á íbúð 506.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2207367 – Norðurbraut 11, stækkun

   Freyr Þórðarson sækir 25.07.2022 um byggingarleyfi fyrir stækkun húss og lóðarstækkun á Norðurbraut 11 samkvæmt teikningum Ólöfu Flygenring dagsettum 25.júlí 2022.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2209150 – Áshamar 12, mhl.03, byggingarleyfi

   Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja 20 íbúða fjölbýlishús, mhl. 03, á 4 hæðum.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2209151 – Áshamar 12, mhl.04, byggingarleyfi

   Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja 20 íbúða fjölbýlishús, mhl. 04, á 4 hæðum.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212260 – Áshamar 12, mhl.05, byggingarleyfi

   Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa leggur 13.12.2022 inn byggingarleyfisumsókn fyrir mhl. 05.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212259 – Áshamar 12, mhl.06, byggingarleyfi

   Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa leggur 13.12.2022 inn byggingarleyfisumsókn fyrir mhl. 06.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212258 – Áshamar 12, mhl.08, djúpgámar, byggingarleyfi

   Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa leggur 13.12.2022 inn byggingarleyfisumsókn fyrir djúpgámum, mhl. 08.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2212183 – Gjáhella 2-4, MHL.02, breyting á deiliskipulagi

   Helgi Már Halldórsson f.h. lóðarhafa leggur 8.12.2022 fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem gerður er nýr byggingarreitur nr. 5.

   Erindið samþykkt með vísan til við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

  • 2211109 – Straumhella 6, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun innkeyrslna á lóð.
   Umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar lögð fram.

   Synjað með vísan í umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2212106 – Mjósund 10 , flutningur á skúr, fyrirspurn

   Ástþór Reynir Guðmundsson leggur 6.12.2022 fram fyrirspurn um að færa væntanlegan bílskúr við Mjósund 10, 1 metra frá lóðarmörkum, að Mjósundi 8. Bílskúr við Mjósund 8 og Mjósund 10 eru þá jafn langt frá lóðarmörkum í hvora átt.

   Tekið er jákvætt í fyrirspurnina að uppfylltum skilyrðum.

  • 2212261 – Breiðvangur 9-13, fyrirspurn, bílastæði

   Þann 13.12.2022 er lögð inn fyrirspurn varðandi bílastæði innan lóðar.

   Búið var að taka jákvætt í fyrirspurn sem lögð var inn þann 18.10.2022. Húsfélagið getur ráðist í framkvæmdir án aðkomu Hafnarfjarðarbæjar. En huga þarf að innkeyrslu á lóðina og sjónlínum við bílastæði.

  E-hluti frestað

  • 2212210 – Selhella 9, breyting

   Gunnlaugur Jónasson f.h. lóðarhafa sækir 12.12.2022 um að byggja 185 fermetra viðbyggingu við húsið og hætta við áður samþykkta viðbyggingu við anddyri.

   Frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 2212211 – Steinholt 7, byggingarleyfi

   Ólafur Þór Ágústsson f.h. lóðarhafa sækir 12.12.2022 um leyfi til að byggja vélageymslu undir vélar og tæki Golfklúbbsins Keilis. Steyptir veggir á plötu í 90 cm og stálgrind reist ofaná.

   Frestað, gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2212149 – Ásvellir 3, vinnuaðstaða

   Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. óskar eftir leyfi til aðstöðusköpunar við suðurenda bílastæðis við Ásvallalaug gegnt lóðar við Ásvelli 3-19 á meðan byggingarframkvæmdum stendur.

   Samþykkt að veita byggingaraðila aðstöðusvæði við suðurenda bílastæðis við Ásvallalaug.

Ábendingagátt