Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

18. janúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 912

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2301302 – Suðurvangur 2-6, klæðning

      Reynir Kristjánsson sækir f.h. lóðarhafa um leyfi til að klæða hluta suðurhliðar hússins (á stigagangi nr. 2) með sléttri 2 mm þykkri álklæðningu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301488 – Gjáhella 9, breyting

      Vigfús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 17.1.2023 um breytingu á áður samþykktu erindi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301467 – Völuskarð 34 A og B, reyndarteikningar

      Jóhann Ögri Elvarsson f.h. lóðarhafa leggur 16.1.2023 reyndarteikningar af Völuskarð 34 A og B unnar af Andra Andréssyni dagsettar 11.1.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209171 – Langeyrarvegur 15, stækkun

      Lárus Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 5.9.2022 um leyfi til að stækka húsið til suðurs.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2301436 – Mjósund 10, breyting á deiliskipulagi

      Ástþór Reynir Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 16.1.2023 um breytingu á deiliskipulagi.

      Erindið verður sett í grenndarkynningu.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2301421 – Selvogsgata 7, breyting, fyrirspurn

      Róbert Leó Sigurðarson og Sigurður Þorvaldsson leggja 15.1.2023 fram fyrirspurn þess efnis að skipta Selvogsgötu 7 í tvær sér eignir, efsta hæðin sér og miðhæð ásamt kjallara sér.

      Sjá umsögn skipulagsfulltrúa.

    E-hluti frestað

    • 2301162 – Völuskarð 12, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarharfa sækir þann 6.1.2023 um leyfi til að byggja parhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúrum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2301257 – Óseyrarbraut 25, breyting

      Þann 10.01.2023 sækir Guðmundur Gunnlaugsson fyrir hönd eigenda um breytingu á þegar samþykktum teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2301553 – Lónsbraut, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda

      Þann 2. nóvember sl. var eigendum bátaskýla við Lónsbraut send bréf þar sem því var beint til þeirra að gera úrbætur vegna óleyfisframkvæmda, búsetu og/eða lausafjármuna. Erindið var ítrekað 16. desember auk þess sem fulltrúi byggingarfulltrúa fór í eftirlitsferð á svæðið þann 4. janúar sl.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, á eigendur bátaskýla við Lónsbraut sem ekki hafa brugðist við frá og með 1. febrúar nk. í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt