Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

25. janúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 913

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2301651 – Ásvellir 1, MHL.06, byggingarleyfi

      Helgi Már Halldórsson f.h. lóðarhafa leggur 23.1.2023 inn að nýju umsókn og teikningar vegna byggingar knatthúss á Ásvöllum. Lögð fram uppfærð samantekt byggingarfulltrúa vegna afgreiðslu á byggingarleyfisumsókn og umsögn Umhverfisstofnunar um drög byggingarleyfis.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301632 – Álhella 14, MHL.02, byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 23.1.2023 um byggingarleyfi fyrir MHL.02, ca. 1216 fm hús, byggt á byggingarleyfi nr. 2101116 þar sem sótt var um byggingu 5 húsa á lóð.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301633 – Álhella 14, MHL.03, byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 23.1.2023 um byggingarleyfi fyrir MHL.03, ca. 1109 fm hús, byggt á byggingarleyfi nr. 2101116 þar sem sótt var um byggingu 5 húsa á lóð.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301634 – Álhella 14, MHL.04, byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 23.1.2023 um byggingarleyfi fyrir MHL.04, ca. 1109 fm hús, byggt á byggingarleyfi nr. 2101116 þar sem sótt var um byggingu 5 húsa á lóð.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301530 – Búðahella 2, reyndarteikningar

      Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa leggur 18.1.2023 inn reyndarteikningar, breyting á brunavarnalýsingu á aðaluppdrætti.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2211322 – Öldugata 29, viðbygging

      Bygging & Viðhald ehf. f.h. lóðarhafa sækja 8.11.2022 um viðbyggingu/ris og að klæða hús að utan með bárujárni.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2301185 – Kjarrberg 3, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju erindi íbúa á Kjarrbergi 3. Lögð fram tillaga af breytingum á Holtabergi sem skipulagsfulltrúa var falið að skoða í samvinnu við framkvæmda- og rekstrardeild.

      Erindinu vísað til úrvinnslu framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Á svæði sem áður var endastöð og hringakstur Strætó við Hvannavelli er gert ráð fyrir lóð fyrir parhús á einni hæð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2301595 – Hjallahraun 2, framkvæmdaleyfi

      Þingvangur ehf. sækir 18.1.2023 f.h. lóðarhafa um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskiptum vegna 1. áfanga byggingar fjölbýlishúss að Hjallahrauni 2.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

    • 2301148 – Fornubúðir 14, lóðamál

      Hafnarstjórn hefur samþykkt að skipta lóðinni nr. 14 við Fornubúðir í tvær lóðir, Fornubúðir 14 og Fornubúðir 14a. Trébryggja er hluti lóðar og við hana er tengd flotbryggja með olíudælu fyrir smábáta. Hálf niðurgrafinn olíu tankur er í norðvestur horni lóðar. Mörkuð er 53.2 fm sér lóð fyrir olíutankinn, Fornubúðir 14a. Lóðin Fornubúðir 14 minnkar sem því nemur. Lóðarhafi Fornubúða 14a hafi aðgengi að stiga og flotbryggju um lóðina. Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir grein fyrir skiptingu lóðarinnar.

      Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með vísan til 3.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2301666 – Skógarás 5, breyting á deiliskipulagi

      Valdís Bjarnadóttir f.h. lóðarhafa sækir 23.1.2023 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall lóðar er breytt úr N=0,45 í N=0,50.

      Erindið verður sett í grenndarkynningu.

    • 2201563 – Bláfjallasvæðið, framkvæmdaleyfi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 26. janúar 2022 var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna borunar á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatnsmælinga á Bláfjallasvæðinu. Framkvæmdaleyfi var útgefið 8.2.2022. Framkvæmdir eru ekki hafnar. Þann 17.1.2023 er óskað eftir að framkvæmdaleyfi verði endurútgefið.

      Skipulagsfulltrúa falið að endurnýja framkvæmdaleyfið.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2301627 – Næfurholt 1, fyrirspurn um glugga

      Ingibjörg Ólafsdóttir leggur 20.1.2023 inn fyrirspurn varðandi að fjarlægja glugga á vesturhlið hússins.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2301420 – Borgahella 7, breyting, mhl. 01 og 02, milliloft

      Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 13.1.2023 um leyfi fyrir breytingar, bæta við milliloftum í mhl. 01 (í einingum 0101 og 0102) og í mhl. 02 (í einingum 0101 og 0107).

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2301631 – Hvaleyrarvatn, stöðuleyfi

      Þann 23.01.2023 sækir Natur ehf. um stöðuleyfi fyrir gám við Hvaleyrarvatn.

      Erindinu synjað.

    • 2301531 – Sólvangsvegur 7, stöðuleyfi vegna vinnubúða

      Bogi Örn Jónsson f.h. Gleipnir Verktaka sækir 18.1.2023 um stöðuleyfi vegna vinnubúða við verkefnið Kaplakriki-Lækjargata.

      Erindið er samþykkt.

Ábendingagátt