Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

15. febrúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 916

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 22111050 – Dofrahella 3, breyting á U-gildum

      1540 ehf. sækja 11.11.2022 um að breyta U-gildum útveggja samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 25.10.2022. Nýjar teikningar bárust 31.1.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302350 – Borgahella 6A, dæluhús

      Guðmundur Elíasson sækir 13.2.2023 f.h. fráveitu Hafnarfjarðar um að byggja dælustöð.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301785 – Selhella 1, breyting, rými 0110

      Eldís ehf. f.h. lóðarhafa sækir 24.1.2023 um breytingar á rými í norðaustur hluta hússins. Nýjar teikningar bárust 13.02.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301901 – Hafnargata 1, breyting

      Guðmundur Hjaltason f.h. KAT ehf. sækir 27.1.2023 um leyfi fyrir breytingu, hleðslurými tekið út.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301105 – Steinhella 17A, reyndarteikningar

      Steinhella 17 ehf. leggur 5.1.2023 inn reyndarteikningar af Steinhellu 17A unnar af Sigurbjarti Halldórssyni, dagsettar 28.12.2022. Skýrsla frá Securitas og Öryggismiðstöð barst með erindinu. Leiðréttar teikningar bárust 12.1.2023. Nýjar teikningar bárust 23.1.2023. Nýjar teikningar bárust 27.1.2023. Nýjar teikningar bárust 9.2.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2301666 – Skógarás 5, breyting á deiliskipulagi

      Valdís Bjarnadóttir f.h. lóðarhafa sækir 23.1.2023 um breytingu á deiliskipulagi.

      Erindið er samþykkt með vísan til 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 2302242 – Dofrahella 10-12, sameina lóð, fyrirspurn

      AVR ehf. leggur 8.2.2023 fram fyrirspurn þess efnis að sameina lóðirnar Dofrahella 10 og Dofrahella 12 í eina lóð. Sameina byggingarreiti og fella niður eina innkeyrslu.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2302237 – Víkurgata 11A, byggingarleyfi

      Verktæki ehf. sækir 8.2.2023 um leyfi fyrir vinnubúðir, um er að ræða húsnæði sem er þegar byggt.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2206442 – Krosseyrarvegur 4, byggingarleyfi, viðbygging

      Þann 22.06.22 leggur Friðrik Hrannar Ólafsson inn fyrir hönd eigenda, umsókn um að byggja viðbyggingu á bakvið húsið.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302250 – Hlíðarbraut 14, byggingarleyfi

      Jón Hrafn Hlöðversson f.h. lóðarhafa sækir 8.2.2023 um byggingarleyfi fyrir parhúsi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2302388 – Ásvellir 1, framkvæmdaleyfi

      Knattspyrnufélagið Haukar óska 13.2.2023 eftir uppfærslu á framkvæmdaleyfi vegna fyllingar undir grasvelli. Óskað er eftir að burðarhæft efni verði nýtt innan svæðis.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

Ábendingagátt