Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

1. mars 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 918

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2302640 – Völuskarð 14b, breyting

      Fernando Andrés C. de Mendonca sækir 24.2.2023 f.h. lóðarhafa um heimild til að staðsetja arinn/eldstæði ásamt tilheyrandi reykháf við Völuskarð 14b. Teikningar eru uppfærðar í samræmi við það, einnig er breyting á texta um brunavarnir. Annað er óbreytt.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302619 – Búðahella 8, breyting

      Orri Árnason sækir 20.2.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á flóttaleiða- og útljósum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2301814 – Íshella 5a og 5b, breyting á deiliskipulagi

      Lárus Kristinn Ragnarsson sækir 25.1.2023 f.h. Blendi ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Byggingareitir fyrir Íshellu 5a og 5b eru stækkaðir og færðir til norðurs.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    • 2303008 – Hringhamar 9, breyting á deiliskipulagi

      Haraldur Ingvarsson sækir 28.2.2023 um breytingu á deiliskipulagi reitar 21.B, Hringhamar 9. Breytingin felst í að bygging C er lækkuð úr 7 hæðum í 6 og 4. hæða hluti, næst Hringhamri, er hækkaður í 5. hæðir.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    • 2212327 – Tinnuskarð 4, deiliskipulagsbreyting

      Þann 16.12.2022, sækir Kristinn Ragnarsson um deiliskipulagsbreytingu fyrir hönd eigenda. Íbúðum og bílastæðum er fjölgað úr fjórum í fimm og lögun byggingarreitar breytt lítillega. Erindið var grenndarkynnt engar athugasemdir bárust.

      Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2303013 – Krýsuvíkurvegur 200, deiliskipulagsbreyting

      Magnús Óskarsson sækir 1. mars 2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi vegna hljóðmana.

      Samþykkt að málsmeðferð fari skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2302569 – Hamarsbraut 5a og 5b, fyrirspurn

      Jóhann Harðarson og Margrét Harðardóttir leggja 21.2.2023 fram fyrirspurn þess efnis að byggja geymslur undir svölum framan við húsið. Einnig eru breytingar á lóðarmörkum á milli Hamarsbrautar 5a og 5b.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2302691 – Stapahraun 8, fyrirspurn, stöðutjald

      Stál og Suða ehf óska eftir að fá að setja stöðutjaldi bak við iðnaðarhús að Stapahrauni 8, stærð ca 5m x 12m.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2302606 – Cuxhavengata 1, rými 0113, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Milliloft er sett inn í rými 0113 ásamt salerni undir milliloft.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302607 – Cuxhavengata 1, rými 0115, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Teknir eru 4 fermetrar af rými 0115 fyrir salerni í rými 0116.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302608 – Cuxhavengata 1, rými 0116, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Rými 0116 er stækkað um 4 fermetrar á kostnað rýmis 0115 sem minnkar þá um 4 fermetrar.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302558 – Öldutún 16, íbúð 0001, tilkynningarskyld framkvæmd

      Davíð Árnason sækir 20.2.2023 f.h. lóðarhafa um heimild fyrir útlitsbreytingu. Tveir gluggar fjarlægðir, steypt fyrir gat annars þeirra, hinum breytt í svalahurð. Tilkynnt um sérafnotaflöt vegna gerðar eignarskiptayfirlýsingar. Einnig er tilkynnt um þegar gerðar breytingar.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302629 – Suðurhella 12-20, MHL.02, byggingarleyfi

      Pétur Ingi Hilmarsson sækir 23.2.2023 fyrir hönd eiganda um byggingarleyfi fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi við Suðurhellu 12-20 MHL.02.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302626 – Álhella 14, MHL.01, stækkun

      Kristján Sigurður Sverrisson sækir 23.2.2023 f.h. lóðarhafa um stækkun á MHL.01. Geymslufjöldi aukinn um 19 einingar og verður alls 38 einingar.

      Erindi frestað. Ekki er hægt að samþykkja framlagðar teikningar þar sem bílastæði uppfylla ekki kröfur sem skildi.

    F-hluti önnur mál

    • 2303009 – Hraunavík, undirgöng, framkvæmdaleyfi

      Vegagerðin sækir 28.2.2023 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýrra undirganga við Hraunavík auk vegar um undirgöngin í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2302581 – Álhella 3, stöðuleyfi, tjald

      Jarðboranir hf. sækja 21.2.2023 um stöðuleyfi vegna tjalds á lóð.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum, samanber minnisblað. Vakin er athygli á að stöðuleyfi eru veitt til eins árs í senn.

Ábendingagátt