Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2
Ólöf Flygenring sækir 3.3.2023 f.h. lóðarhafa um breytingar á þegar samþykktum teikningum. Breytingarnar fela í sér tilfærslu á gluggum og að setja lítinn kvist á suðurhlið. Breyting á skipulagi á efri hæð.
Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Össur Imsland sækir 14.2.2023 f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Heiðar Þór Karlsson sækir 20.2.2023 um stækkun á útbyggingu við Fálkahraun 16. Sótt var áður um stækkun á útbyggingu og lóðarstækkun. Samþykki nágranna fylgir umsókninni.
Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Rými 0116 er stækkað um 4 fermetrar á kostnað rýmis 0115 sem minnkar þá um 4 fermetrar.
Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Teknir eru 4 fermetrar af rými 0115 fyrir salerni í rými 0116.
Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Milliloft er sett inn í rými 0113 ásamt salerni undir milliloft.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhellu 12-20. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum.
Erindið samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga.
Valur Þór Sigurðsson f.h. lóðarhafa óskar eftir áliti við fyrirhuguðum byggingaráformum við Hverfisgötu 49B. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja einbýlishús á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr.
Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.
Luigi Bartolozzi leggur 1.3.2023 fram fyrirspurn fyrir hönd eigenda þess efnis að loka báðum svölum Blikaáss 14-16. Lokanir á svölum (13.7 fermetrar hver) verða með framlengt þaks hússins. Gluggar verða í formi og í lit í samræmi við núverandi glugga hússins.
Tekið er jákvætt í erindið, en uppfylla þarf löglega flóttaleið frá efri hæð hússins.
Þann 2.3.2023 leggur Garðar Snæbjörnsson fram fyrirspurn f.h. eiganda. Óskar eftir áliti skipulagsfulltrúa á tillögu sem gerir ráð fyrir að húsið sé stækkað á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi er þaki yfir bílskúr lyft til jafns við þak yfir meginhluta hússins. Í öðru lagi er húsið lengt til suðvesturs til jafns við núverandi garðskála (3,17 metrar).
Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Þann 2.3.2023 leggur Páll V Bjarnason fram fryrispurn fyrir hönd eiganda. Fyrirhugað er að færa inngang og setja trétröppur og pall á NV gafl hússins og byggja herbergi (geymslu) í stað núverandi útitrappa með þaksvölum yfir. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa.
Tekið er jákvætt í erindið.
Gunnþóra Guðmundsdóttir f.h. lóðarhafa leggur 6.3.2023 fram fyrirspurn vegna viðbyggingar á austurhlið hússins. Óskað er eftir afstöðu embættisins vegna frávika frá gildandi deiliskipulagi.
Friðgeir Magni Baldursson f.h. Frímúrastúkunnar Hamar lagði 3.3.2023 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar.
Sigríður Ólafsdóttir leggur fram 7.3.2023 fyrirspurn f.h. KB verks ehf. Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni sem felur í sér stækkun á byggingareit og möguleika á annarri innkeyrslu. Engar breytingar verða á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli. Óskað er eftir breytingunni þannig að unnt verði að reisa fleiri en eina byggingu á lóðinni.
Jón Hrafn Hlöðversson sækir 6.3.2023 f.h. lóðarhafa um byggingu parhúss á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Þóra Kristín Þorkelsdóttir sækir f.h. Veitur ohf. um stöðuleyfi fyrir nýja bráðabirgðar dælustöð hitaveitna við Ásvallabraut í Hafnarfirði. Um er að ræða stöð sem er í 10 feta gámi og tengd við hitaveitu lagnir Veitna. Dælustöð á að standa á steypuhnalli 2x3m.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir bráðabirgðarstöð hitaveitna við Ásvallabraut.