Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

8. mars 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 919

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2303134 – Norðurbraut 11, breyting

      Ólöf Flygenring sækir 3.3.2023 f.h. lóðarhafa um breytingar á þegar samþykktum teikningum. Breytingarnar fela í sér tilfærslu á gluggum og að setja lítinn kvist á suðurhlið. Breyting á skipulagi á efri hæð.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302405 – Stálhella 14, MHL.01, byggingarleyfi

      Össur Imsland sækir 14.2.2023 f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302511 – Fálkahraun 16, breyting

      Heiðar Þór Karlsson sækir 20.2.2023 um stækkun á útbyggingu við Fálkahraun 16. Sótt var áður um stækkun á útbyggingu og lóðarstækkun. Samþykki nágranna fylgir umsókninni.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302608 – Cuxhavengata 1, rými 0116, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Rými 0116 er stækkað um 4 fermetrar á kostnað rýmis 0115 sem minnkar þá um 4 fermetrar.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302607 – Cuxhavengata 1, rými 0115, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Teknir eru 4 fermetrar af rými 0115 fyrir salerni í rými 0116.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302606 – Cuxhavengata 1, rými 0113, breyting

      Stálvík ehf. sækir 22.2.2023 um breytingu inni. Milliloft er sett inn í rými 0113 ásamt salerni undir milliloft.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2303312 – Suðurhella 12-20, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhellu 12-20. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum.

      Erindið samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2302692 – Hverfisgata 49b, fyrirspurn

      Valur Þór Sigurðsson f.h. lóðarhafa óskar eftir áliti við fyrirhuguðum byggingaráformum við Hverfisgötu 49B. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja einbýlishús á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    • 2303010 – Blikaás 14-16, lokun svala, fyrirspurn

      Luigi Bartolozzi leggur 1.3.2023 fram fyrirspurn fyrir hönd eigenda þess efnis að loka báðum svölum Blikaáss 14-16. Lokanir á svölum (13.7 fermetrar hver) verða með framlengt þaks hússins. Gluggar verða í formi og í lit í samræmi við núverandi glugga hússins.

      Tekið er jákvætt í erindið, en uppfylla þarf löglega flóttaleið frá efri hæð hússins.

    • 2303077 – Hraunbrún 26, fyrirspurn

      Þann 2.3.2023 leggur Garðar Snæbjörnsson fram fyrirspurn f.h. eiganda. Óskar eftir áliti skipulagsfulltrúa á tillögu sem gerir ráð fyrir að húsið sé stækkað á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi er þaki yfir bílskúr lyft til jafns við þak yfir meginhluta hússins. Í öðru lagi er húsið lengt til suðvesturs til jafns við núverandi garðskála (3,17 metrar).

      Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    • 2303069 – Hverfisgata 17, breyting, fyrirspurn

      Þann 2.3.2023 leggur Páll V Bjarnason fram fryrispurn fyrir hönd eiganda. Fyrirhugað er að færa inngang og setja trétröppur og pall á NV gafl hússins og byggja herbergi (geymslu) í stað núverandi útitrappa með þaksvölum yfir. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2303135 – Austurgata 41, fyrirspurn

      Gunnþóra Guðmundsdóttir f.h. lóðarhafa leggur 6.3.2023 fram fyrirspurn vegna viðbyggingar á austurhlið hússins. Óskað er eftir afstöðu embættisins vegna frávika frá gildandi deiliskipulagi.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2303171 – Ljósatröð 2, fyrirspurn

      Friðgeir Magni Baldursson f.h. Frímúrastúkunnar Hamar lagði 3.3.2023 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2303304 – Breiðhella 3, breyting á skipulagi, fyrirspurn

      Sigríður Ólafsdóttir leggur fram 7.3.2023 fyrirspurn f.h. KB verks ehf. Óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni sem felur í sér stækkun á byggingareit og möguleika á annarri innkeyrslu. Engar breytingar verða á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli. Óskað er eftir breytingunni þannig að unnt verði að reisa fleiri en eina byggingu á lóðinni.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2303136 – Hlíðarbraut 16, byggingarleyfi

      Jón Hrafn Hlöðversson sækir 6.3.2023 f.h. lóðarhafa um byggingu parhúss á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2303129 – Ásvallabraut, stöðuleyfi

      Þóra Kristín Þorkelsdóttir sækir f.h. Veitur ohf. um stöðuleyfi fyrir nýja bráðabirgðar dælustöð hitaveitna við Ásvallabraut í Hafnarfirði. Um er að ræða stöð sem er í 10 feta gámi og tengd við hitaveitu lagnir Veitna. Dælustöð á að standa á steypuhnalli 2x3m.

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir bráðabirgðarstöð hitaveitna við Ásvallabraut.

Ábendingagátt