Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

15. mars 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 920

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt
  • Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2301162 – Völuskarð 12, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarharfa sækir þann 6.1.2023 um leyfi til að byggja parhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúrum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302604 – Borgahella 9, byggingarleyfi

      Ívar Hauksson sækir 22.2.2023 f.h. lóðarhafa um leyfi fyrir byggingu atvinunnuhúsnæðis. Byggingin er skipt upp í 12 íðnaðarbil og eru á 2. hæðum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303390 – Þúfubarð 9, breyting

      Lárus Kristinn Ragnarsson sækir 13.3.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á þaki yfir bílskúr og sólskála. Þak er breytt í einhalla loftað timburþak klætt með tvöföldum þakpappa.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303136 – Hlíðarbraut 16, byggingarleyfi

      Jón Hrafn Hlöðversson sækir 6.3.2023 f.h. lóðarhafa um byggingu parhúss á lóðinni skv. meðfylgjandi uppdráttum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2303393 – Flatahraun 1, svalalokun, fyrirspurn

      Húsfélagið Flatahraun 1 leggur 13.3.2023 fram fyrirspurn þess efnis að loka göngusvölum með glerkápu.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2303433 – Axlarás 76-82, fyrirspurn

      HHV ehf. leggur 14.3.2023 fram fyrirspurn þess efnis að fjölga lóðum á reit um eina þ.e. fimm lóðir í stað fjögurra. Húsin eru á einni hæð og eru stærð þeirra allt að 176 fermetra.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2303301 – Óseyrarbraut 16, MHL.02, 18, 19, 20 og 21, byggingarleyfi

      Andri Martin Sigurðsson sækir 7.3.2023 f.h. lóðarhafa um uppbyggingu, nýbyggingu og breytingum tengt rekstri á athafnarsvæði Colas Ísland. Nýbyggingar þjónustuhús/áfyllingarpalls (Stöðvarhús II), nýbyggingu dæluhúss, uppsetningu tveggja lífolíugeyma, endurnýjun á bikgeymi BT1 og uppsetningu á nýjum stiga við bikgeymi BT2.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt