Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

6. september 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 943a

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt
  • Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Anne Steinbrenner starfsmaður
  • Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2308765 – Kríuás 1, Áslandsskóli, hjólageymsla

      Jakob Emil Líndal f.h. lóðarhafa sækir 23.08.2023 um leyfi fyrir hjólaskýli á skólalóð. Opið stálskýli á steyptri plötu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2309141 – Norðurbakki 17B, íbúð 203, svalalokun

      Inga Anna Lísa Bryde sækir 05.09.2023 um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 02 0203 samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar samþykktum 23.08.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2309179 – Norðurbakki 17C, íbúð 506, svalalokun

      Lúðvík Leósson sækir 06.09.2023 um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 02 0506 samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar samþykktum 23.08.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2309026 – Kaldakinn 26, breyting á deiliskipulagi

      María Theresa Halldórsdóttir sækir 01.09.2023 um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna, uppdráttur og uppfærðar mælingar liggja fyrir.

      Erindinu synjað, sjá umsögn.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 23081074 – Dalshraun 11, breyting

      Friðrik Friðriksson f.h. Heilsudalinn Eignarhalds ehf sækir 31.08.2023 um að breyta innra skipulagi norðurenda neðri hæðar. Salur minnkaður, tvö herbergi innréttuð fyrir sjúkraþjálfara. Snyrting stækkuð og starfsmannaaðstaða og skrifstofa minnkuð. Engar útlits- eða stærðar breytingar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 23081083 – Dofrahella 4, byggingarleyfi

      Hugrún Þorsteinsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 31.08.2023 um leyfi til þess að byggja framleiðsluhúsnæði (mhl.01), skrifstofu-og starfsmannahúsnæði (mhl.02) og skýli yfir útilager (mhl.03).

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 23081057 – Lækjarberg 15, viðbygging

      Eggert Bjarni Bjarnason sækir 30.08.2023 um leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið á neðri og efri hæð. Annað óbreytt frá áður samþykktum teikningum.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 23081085 – Reykjavíkurvegur 64, breyting

      Kristján Bjarnason f.h. Trapisa ehf. sækir 31.08.2023 um að fá samþykki fyrir veitingastað í flokki II, tegunð C í mhl. 04.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 2309058 – Skógarás 3, byggingarleyfi

      Atli Jóhann Guðbjörnsson f.h. lóðarhafa sækir 04.09.2023 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á tveimur hæðum, alls 336,5 fermetra. Staðsteypt hús, einangruð að utan með standandi álklæðningu í dökkum lit. Þak er einhalla með steyptri plötu.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 2305230 – Suðurhella 9, byggingarleyfi

      Reynir Kristjánsson f.h. lóðarhafa sækir 09.05.2023 um leyfi til að byggja límtréhús á steinsteyptum niðurstöðum klætt með vegg- og þakeiningum.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2308547 – Tunguhella 1, 3, 5 og 7, endurnýting jarðefnis, framkvæmdaleyfi

      Grafa og Grjót ehf. sækir 14.08.2023 um framkvæmdaleyfi að nýju til næstu 3 ára að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna frá framkvæmdum í Hafnarfirði.

      Erindinu synjað. Framkvæmdaleyfi á ekki við, samkvæmt skilgreiningu skipulagslaga.

    • 2309054 – Hellisgerði, brekkusöngur félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar

      Sara Pálmadóttir f.h. Félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar sækir 04.09.2023 um leyfi til að halda viðburð í Hellisgerði þann 08.09.2023, kl. 19:30-22:00.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar umbeðinn viðburð í Hellisgerði. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt