Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2
Jakob Emil Líndal f.h. lóðarhafa sækir 23.08.2023 um leyfi fyrir hjólaskýli á skólalóð. Opið stálskýli á steyptri plötu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Inga Anna Lísa Bryde sækir 05.09.2023 um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 02 0203 samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar samþykktum 23.08.2023.
Lúðvík Leósson sækir 06.09.2023 um leyfi fyrir svalalokun á íbúð 02 0506 samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar samþykktum 23.08.2023.
María Theresa Halldórsdóttir sækir 01.09.2023 um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna, uppdráttur og uppfærðar mælingar liggja fyrir.
Erindinu synjað, sjá umsögn.
Friðrik Friðriksson f.h. Heilsudalinn Eignarhalds ehf sækir 31.08.2023 um að breyta innra skipulagi norðurenda neðri hæðar. Salur minnkaður, tvö herbergi innréttuð fyrir sjúkraþjálfara. Snyrting stækkuð og starfsmannaaðstaða og skrifstofa minnkuð. Engar útlits- eða stærðar breytingar.
Hugrún Þorsteinsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 31.08.2023 um leyfi til þess að byggja framleiðsluhúsnæði (mhl.01), skrifstofu-og starfsmannahúsnæði (mhl.02) og skýli yfir útilager (mhl.03).
Frestað, gögn ófullnægjandi.
Eggert Bjarni Bjarnason sækir 30.08.2023 um leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið á neðri og efri hæð. Annað óbreytt frá áður samþykktum teikningum.
Kristján Bjarnason f.h. Trapisa ehf. sækir 31.08.2023 um að fá samþykki fyrir veitingastað í flokki II, tegunð C í mhl. 04.
Atli Jóhann Guðbjörnsson f.h. lóðarhafa sækir 04.09.2023 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á tveimur hæðum, alls 336,5 fermetra. Staðsteypt hús, einangruð að utan með standandi álklæðningu í dökkum lit. Þak er einhalla með steyptri plötu.
Reynir Kristjánsson f.h. lóðarhafa sækir 09.05.2023 um leyfi til að byggja límtréhús á steinsteyptum niðurstöðum klætt með vegg- og þakeiningum.
Grafa og Grjót ehf. sækir 14.08.2023 um framkvæmdaleyfi að nýju til næstu 3 ára að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna frá framkvæmdum í Hafnarfirði.
Erindinu synjað. Framkvæmdaleyfi á ekki við, samkvæmt skilgreiningu skipulagslaga.
Sara Pálmadóttir f.h. Félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar sækir 04.09.2023 um leyfi til að halda viðburð í Hellisgerði þann 08.09.2023, kl. 19:30-22:00.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar umbeðinn viðburð í Hellisgerði. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.