Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

13. september 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 943b

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt
  • Anne Steinbrenner starfsmaður
  • Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2309355 – Bergsskarð 3, breyting

      Orri Árnason f.h. lóðarhafa sækir 13.09.2023 um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Sameiginlegt þurrkherbergi breytt í þvottaherbergi við aðliggjandi íbúð, breyting á stofugluggum til suðurs, gluggum skipt upp.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2309209 – Dofraberg 7, breyting

      Sævar Þór Sævarsson sækir 08.09.2023 um að fá íbúð 01 0001 samþykkta.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, húsaskoðun áskilin.

    • 2309277 – Norðurbakki 17A, íbúð 202, svalalokun

      Anna Björg Stefánsdóttir sækir 11.09.2023 um leyfi fyrir svalalokun úr gleri á íbúð 02 0202 samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar samþykktum 23.08.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2305230 – Suðurhella 9, byggingarleyfi

      Reynir Kristjánsson f.h. lóðarhafa sækir 9.5.2023 um leyfi til að byggja límtréshús á steinsteyptum niðurstöðum klætt með vegg- og þakeiningum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2309300 – Hryggjarás 13H, tilkynningarskyld framkvæmd

      Kristján Örn Kristjánsson f.h. HS Veitur hf. leggur 11.09.2023 inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar veitna. Byggingin er tilbúin steypt eining sem keyrð er á staðinn.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2309301 – Reykjanesbraut v. Barböruveg, tilkynningarskyld framkvæmd

      Kristján Örn Kristjánsson f.h. HS Veitur hf. leggur 11.09.2023 inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar veitna. Byggingin er tilbúin steypt eining sem keyrð er á staðinn.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2308607 – Reykjavíkurvegur 54-58, fyrirspurn

      Nordic Office of Architecture f.h. lóðarhafa sendir þann 21.08.2023 fyrirspurn þess efnis að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurveg 54 til 58. Markmið nýs deiliskipulags er að þróa nýjan þéttingareit sem leggur áherslu á blandaða byggð, lifandi jarðhæð að Reykjavíkurvegi og góða tengingu við fyrirhugaða Borgarlínu.

      Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar að svo stöddu samanber umsögn.

    • 2308291 – Hverfisgata 35b, fyrirspurn

      Ólöf Flygenring f.h. Hrafnhildar Kvaran leggur 11.08.2023 fram fyrirspurn þess efnis hvort leyfi fengist til að byggja portvegg á rishæð, auka þakhalla og byggja kvist á bakhlið hússins.

      Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2309271 – Brattakinn 7, sameining fasteigna

      Sigríður Ólafsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 11.09.2023 um heimild til að breyta parhúsi í einbýlishús, þ.e. tvær aðskildar íbúðir eru sameinaðar í eina.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2309340 – Undirhlíðar, kvikmyndataka

      Andri Freyr Hlynsson óskar eftir f.h. Glassriver að fá að taka upp senu þann 30. nóvember nk. í Undirhlíðanámu við Bláfjallaveg í tengslum við tökur á Svörtu söndum. Uppsetning á leikmynd mun verða dagana á undan.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Náman er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd og verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á því að svæðið er á vatnsverndarsvæði og ekki skal stofna öryggi vatnsverndar í hættu. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að verða vegna þessarar kvikmyndagerðar. Skilyrt er að leikmynd og annar útbúnaður sem notast skal við tökurnar, verði fjarlægður að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur. Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness setur frekari skilyrði mengunarvarnir þar á meðal að tryggja að allir bílar hafi staðist lekaskoðun.

Ábendingagátt