Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. september 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 898

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2206288 – Fjarðargata 13-15, byggingarleyfi

      Guðrún Ragna Yngvadóttir f.h. lóðarhafa sækir 20.06.2022 um leyfi fyrir nýbyggingingu sem byggð verður við núverandi verslunarmiðstöð Fjarðar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209342 – Suðurvangur 19a, svalalokun, íbúð 202

      Hjördís Edda Ingvarsdóttir sækir 7.9.2022 um leyfi fyrir svalalokun samkvæmt teikningum Ólafs Þ. Hersirssonar dagsettar 1.9.2022
      Samþykki nágranna barst 19.9.2022.
      Nýjar teikningar bárust 19.9.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209192 – Brekkugata 20, breyting á eignarhaldi

      Damian Stanislaw Makowski leggur 6.9.2022 inn breytingu á aðaluppdráttum og skráningartöflu vegna breytinga á eignarhluta rýma í kjallara.

      Erindið samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208016 – Brekkuhvammur 10, sólskáli

      Guðmundur Kristinn Jóhannsson sækir þann 3.8.2022 um leyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 22. júlí 2022.
      Nýjar teikningar bárust 22.8.2022.
      Nýjar teikningar bárust 20.9.2022.
      Nýjar teikningar bárust 27.9.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208197 – Einhella 1, mhl. 01, breyting

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 9.8.2022 um að minnka bygginguna og breytingar á útliti og þaki hússins.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 22091075 – Ásvellir 3-5, framkvæmdaleyfi

      Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf. sækir 26.9.2022 um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvinnu á lóðinni.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2209580 – Baughamar 1, MHL01, fyrirspurn

      Hákon Barðason fh. lóðarhafa leggur 15.9.2022 inn fyrirspurn vegna stækkunar lóðar fyrir djúpgáma og jarðvegsmótun út fyrir lóðarmörk upp í bæjarland til norðurs og austurs.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina og ekki er gerð athugasemd við stækkun lóðar né við jarðvegsmótun utan lóðar til að koma í veg fyrir að jarðvegur skríði fram.

Ábendingagátt