Bæjarráð

24. maí 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3172

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0705180 – Sorpa bs, ársskýrsla 2006.

      Lögð fram.

    • 0705110 – Stofnun samvinnunefndar um svæðisskipulagsmál.

      Lagt fram bréf, dags. 9. maí sl., frá framkvæmdastjóra stjórnar SSH þar sem óskað er eftir að Hafnarfjörður tilnefni tvo fulltrúa til setu í nýstofnaðri samvinnunefnd.

      Tilnefningum vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    • 0705076 – Merkurgata 3 og framkvæmdir við Vesturgötu 10, 12a og 12b.

      Lagt fram bréf, dags. 3. maí sl., frá Valgarði Sigurðssyni hrl., f.h. Guðlaugar Karlsdóttur, eiganda fasteignarinnar nr. 3 við Merkurgötu vegna framkvæmda við Vesturgötu 10, 12a og 12b.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til frekari afgreiðslu.

    • 0703182 – Álfaskeið 57.

      Lagt fram kauptilboð, dags. 16. maí sl., í fasteignina nr. 57 við Álfaskeið. %0D%0D

      Bæjarráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti.

    • 0705195 – Álfhella 13, beiðni um nafnabreytingu.

      Lagt fram bréf, dags. 14. maí sl., frá Lerki ehf., kt. 631003-2220, þar sem óskað er eftir því að lóðin nr. 13 við Álfhellu verði færð yfir á einkahlutafélagið M16 ehf., kt. 550507-1290, sem er í eigu sömu aðila.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir erindið.

    • 0705198 – Ársreikningur Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagður fram til kynningar.

    • 0705197 – Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum.

      Lagt fram bréf, dags. 21. maí sl., frá Einari Ágústssyni f.h. BSH bifreiðastöðvar vegna aðgengis að leigubílastæðum í miðbæ Hafnarfjarðar. Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður, mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingaráði að skoða möguleika fyrir fleiri leigubílastæði á miðbæjarsvæðinu og bæjarlögmanni falið að svara erindinu.

    • 0705199 – Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

      Bæjarstjóra falið að auglýsa stöðuna til umsóknar.

    • 0704064 – Umboðsmaður Alþingis, greiðsla kostnaðar við tónlistarnám.

      Lögð fram umsögn bæjarlögmanns og sviðsstjóra fræðslusviðs ásamt fylgiskjölum.

      Bæjarráð tekur undir umsögn bæjarlögmanns og sviðsstjóra fræðslusviðs og felur þeim að kynna menntamálaráðuneytinu afstöðu Hafnarfjarðarbæjar og vinna málið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

    • 0702004 – Sundmiðstöð Ásvöllum.

      Erindi frá íþrótta- og tómstundanefnd lagt fram en nefndin lagði til við bæjaryfirvöld, á fundi sínum 15. maí sl., að efnt yrði til lokaðs samkeppnisútboðs um heilsuræktarhlutinn í sundmiðstöðinni á Völlum.

      Bæjarráð tekur undir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar og felur framkvæmdaráði útfærslu samkeppnisútboðsins.

    • 0705203 – Arnarhraun 50, útboð.

      Bæjarráð samþykkir að lóðin verði boðin út og bæjarstjóra falið að auglýsa útboðið.

    • 0705138 – Hämeenlinna Housing Fair 13.07.-12.08.2007, boðsbréf.

      Lagt fram til kynningar boðsbréf, dags. 9. maí sl., frá bæjarstjóra Hämeenlinna vegna hátíðarinnar Housing Fair dagana 13. júlí til 12. ágúst nk.

    • 0703185 – Húsnæðismál - fjölskyldusvið.

      Lögð fram drög að leigusamningi vegna Dalshrauns 10 sem framkvæmdaráð vísaði til staðfestingar í bæjarráði á fundi sínum 21. maí sl.

      Bæjarráð samþykkir leigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 0702033 – Hjallastefnan, grunnskóli.

      Vísað úr framkvæmdaráði til bæjaráðs með fyrirvara um afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun.%0DStaðsetning taki mið af umsögn Byggðasafn Hafnarfjarðar sem jafnframt er lögð fram.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu fyrir sitt leyti og vísar málinu til frekar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 0705215 – Ásland 3, lóðarúthlutun.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar við Fjóluás 2, 4 og 6 verði úthlutað til Ástaks, kt. 520400-4190, skv. nánari skilmálum skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 0705235 – 45. þing ÍBH, kynning.

      Formaður og framkvæmdastjóri mættu til fundarins og kynntu niðurstöður 45. þings ÍBH.

    • 0704211 – Samstarf um Daga byggingariðnaðarins í Hafnarfirði 2007

      Lagt fram erindi frá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði um samstarf vegna Daga byggingariðnaðarins í Hafnarfirði 2007.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari afgreiðslu hjá upplýsinga- og kynningarfulltrúa.

    • 0703261 – Námsleyfi og styrkir 2007.

      Lögð fram tillaga frá starfsmannahaldi vegna úthlutunar námsleyfa- og styrkja fyrir haust 2007.

      Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

    Fundargerðir

    • 0705162 – Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 273. fundur 3.05.2007.

      Lögð fram.

    • 0705129 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis frá 7. maí sl. 113. fundur.

      Lögð fram.

    • 0705114 – Svæðisskipulagsráð SSH 15. fundur, 4. maí 2007.

      Lögð fram.

    • 0705113 – Svæðisskipulagsráð SSH 14. fundur, 23. apríl 2007.

      Lögð fram.

    • 0705112 – Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, 305. fundur, 7. maí 2007.

      Lögð fram.

    • 0705109 – Flensborgarskóli, fundur í skólanefnd 27.04.2007.

      Lögð fram.

    Umsóknir

    • 0705093 – Strandgata 86, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Siglingaklúbbsins Þyts, dags. 5. maí sl., um lóðina að Strandgötu 86.%0D%0D

      Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0702296 – Rauðhella 6, lóðarumsókn.

      Lögð fram að nýju umsókn Öngla ehf., kt. 430399-2179, um lóðina nr. 6 við Rauðhellu ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16. maí sl sem er neikvæð.%0D%0D

      Bæjarráð synjar erindinu með vísan til umsagnarinnar.

    Styrkir

    • 0701114 – Lúðrasveit Hafnarfjarðar, styrkbeiðni.

      Lögð fram styrkbeiðni, dags. 14. maí sl., frá Stefáni Ómari Jakobssyni og Jóni Björgvinssyni f.h. Lúðrasveitar Tónlistarskólans vegna tónleikaferðar til þriggja landa í Evrópu í byrjun júní nk.

      Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrk, takist af lið 21-815.

    • 0702101 – Flensborgarskóli, styrkbeiðni vegna 125 ára afmælis.

      Lagt fram bréf, dags. 7. febrúar sl., frá Flensborgarskólanum þar sem óskað er eftir stuðningi bæjarins vegna 125 ára afmæli skólans.

      Bæjarráð samþykkir styrkveitingu í söguritun og mun bæjarstjóri gera grein fyrir því á 125 ára afmæli skólans.

Ábendingagátt