Bæjarráð

21. júní 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3174

Mætt til fundar

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 0706261 – GT Verktakar ehf, Undirhlíðar, umsókn um námaleyfi

      Lagt fram bréf dags. 12. júní 2007 frá GT verktökum ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að hefja vinnslu úr námu bæjarins í Undirhlíðum. %0DÍ gildi er samningur um afnot af umræddri námu. Erindinu er að öðru leyti vísað til yfirferðar hjá framkvæmdasviði bæjarins sem er að vinna samantekt á málinu fyrir framkvæmdaráð Hafnarfjarðar.

    • 0706201 – AÍH, mótorhjólaakstur í Hellnahverfi, umsókn um leyfi

      Lagt fram erindi frá Road Race deild AÍH þar sem sótt er um leyfi til aksturs á mótorhjólum á nýlögðu gatnakerfi í Hellnahrauni, laugardagana 30. júní og 11. ágúst nk. Allar umsagnir eru jákvæðar.

      Bæjarráð samþykkir leyfið fyrir sitt leyti og í samráði við lögreglu svo fremi sem þetta trufli ekki framkvæmdir. Lóðarhöfum verði sent upplýsingabréf um málið.

    • 0706131 – Ókeypis strætósamgöngur fyrir námsmenn

      Lagt fram bréf frá stúdentaráði og BÍSN dags. 4.júní sl. þar sem stjórn Strætó er hvött til að veita námsmönnum frítt í strætó á komandi skólaári. Bæjarráð vísar til fyrri samþykkta bæjarstjórnar varðandi þessi mál og þeirrar umræðu sem nú fer fram innan stjórnar Strætó og hjá stjórn SSH um samræmingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þessum efnum.

    • 0706065 – Lóðamál - útsend erindi

      : a) Vegna vanefnda á 6. gr. úthl.skilmála um skil á byggingarleyfisumsóknum; Lagt er til að bæjarráð veiti eftirtöldum lóðarhöfum lóða, frest til 1. október 2007 til að skila inn fullgildum byggingarleyfisumsóknum, ella falli lóðarveitingar niður: Glitvellir 17, Glitvellir 32, Glitvellir 37, Hafravellir 1, Hafravellir 4, Hnoðravellir 18, Hnoðravellir 28, Klukkuvellir 28-36, Brekkuás 9-11, Brekkuás 12, Dalsás 2-6, Norðurhella 19, Selhella 8 og 10, Íshella 1 og 3, Selhella 1, Selhella 4 og 6, Suðurhella 2, Suðurhella 9, Tjarnarvellir 1, og Tjarnarvellir 9. Þó þannig að fokheldisfrestur standi óbreyttur. %0D%0Db) Vegna vanskila á fokheldi skv. úthlutunarskilmálum: Lagt er til að bæjarráð veiti lóðarhöfum eftirtaldra lóða, frest til 1. september 2007 til að skila inn fokheldi, þ.e. að tekið sé út fokheldi og vottorð gefið út: Furuvellir 22, Fléttuvellir 5, 7, 11, 20, 21, 26, 27, 34, 43, 48,Fjóluvellir 11,12 og 13, Hrauntunga 1, Blómvellir 14 og Sörlaskeið 9. Lagt er til að bæjarráð muni fjalla aftur um erindin á sínum fyrsta fundi í september og fjalla þá um dagssektir kr. 50.000 eða hærra fyrir hvern byrjaðan mánuð sem fokheldi tefst.%0D%0D c) Lagt er til við bæjarráð að það veiti frest til 15. júlí 2007 til að ganga að fullu frá eða greiða skuldfærð gatnagerðargjöld ásamt áföllum vöxtum, vegna eftirtaldra lóða og ekki verði gefnir frekari frestir: Álfhella 5, Tjarnarvellir 13, Norðurhella 1 og 3 og Einhella 7.

      Bæjarráð samþykkir að farið verði í að veita ofangreinda fresti.

    • 0705329 – Breiðhella 1, afturköllun á lóðarveitingu

      Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Ó. Halldórssyni framkvæmdastjóra Aalborg Portland Ísland ehf. dag. 19. júní 2007 þar sem fram kemur að lóðin Breiðhella 1 er afþökkuð.

    • 0705203 – Arnarhraun 50, útboð.

      Lagt fram yfirlit yfir tilboð í lóðina Arnarhraun 50.

      Eftirfarandi tilboð bárust í lóðina:%0D1. Björn Arnar Magnússon kt.0409642589 kr. 8.150.000,-%0D2. Sævar Þór Sigurðsson kt. 150256-3139 kr. 10.200.000,-%0D3. Magnús Gehringer kt. 2804607889 kr. 9.200.000,-%0D4. Ráð og rekstur ehf kt. 580998-2089 kr. 2.000.000,-%0D5. Linda Ásgeirsdóttir kt. 010173-3029 kr. 17.551.000,-%0D6. Kristján R Þorsteinsson kt. 170374-3399 kr. 8.521.000,-%0D7. Einar Jónsson kt. 071262-4729 kr. 9.000.500,-%0D8. Ragnar Sveinsson kt. 270373-5779 kr. 5.500.000,-%0D9. Byggingarlist ehf kt. 511005-1240 kr. 15.100.000,-%0D%0DBæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda.

    • 0702100 – Hitaveita Suðurnesja - forkaupsréttur á hlutabréfum.

      Málið tekið til umræðu.

    • 0705197 – Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum.

      Lagt fram minnisblað frá Önnu Jörgensdóttur lögmanni á stjórnsýslusviði.

      Bæjarráð tekur undir umsögninga og felur lögmanni að kynna málsaðilum umsögnina, vakin er athygli á andmælarétti.

    • 0703029 – Lóðaleigusamningur fyrir Hlaðbæ-Colas í Kapelluhrauni.

      Lagt fram erindi frá Landslögum-lögfræðistofu fyrir hönd Hlaðbæjar-Colas þar sem óskað er eftir frekari yfirferð á drögum að lóðaleigusamningi fyrir fyrirtækið sem bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti þ. 8.febrúar sl.

      Bæjarráð sendir erindið til yfirferðar hjá fasteignaskráningu og skipulags- og byggingafulltrúa.

    • 0706304 – Lóðir á Kirkjuvöllum

      Lagt fram erindi Fjarðarmóta dags. 15.júní 2007 um breytingu á lóð sinni við Kirkjuvelli og samþættingu við lóðina við hliðina vegna þjónustu- og öryggisíbúða.

      Bæjarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar hjá sameiginlegum starfshópi fjölskylduráðs og skipulags- og byggingaráðs um uppbyggingu um íbúðir fyrir eldri borgara á Völlum.

    • 0705066 – Endurskoðun á reglum um byggingaréttargjöld og reglur um gatnagerðargjöld.

      Lagt fram afrit af bréfi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi ný lög um gatnagerðargjöld sem taka gildi 1.júlí nk.

    • 0706312 – Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkistjórnar Íslands og Alcan Holding Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.

      %0DGildistími viðaukasamningsins er 1.1.2005. Hafnarfjarðarbær hefur vakið athygli stjórnvalda á því að bæjarfélagið hefði gert ráð fyrir því að samið yrði frá 1. janúar 2004. Við upphaf samningsgerðar milli Alcan og ríkisins réðst Hafnarfjarðarbær í umfangsmikið mat á fasteignum á svæðinu til að mæta þeirri dagsetningu. Í nefndaráliti iðnaðarnefndar kemur fram að fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar sem komu fyrir iðnaðarnefndina greindu frá því að þeir mundu leita samninga við ríkið beint vegna greiðslna fyrir árið 2004.%0D%0D Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ganga til samninga við ríkið vegna uppgjörs á árinu 2004.%0D

    • 0701086 – Hesthúsalóðir.

      Tillaga að nýju deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem kynnt var í skipulags- og byggingaráði 19. júní sl.%0DBæjarráð samþykkir að senda umsækjendum um hesthúsalóðirnar tillöguna og vekja athygli á deiliskipulagstillögunni, kynningar- og athugasemdartíma.

    • 0706327 – Fyrirspurn Vinstri grænna, lögð fram í bæjarráði 21.júní 2007

      Fyrirspurn vegna mögulegrar stækkunar Alcan í Straumsvík á landfyllingu%0D%0D %0D%0DVegna fréttaflutnings af athugunum ráðafólks Alcan Primary Metal Group á mögulegri stækkun Alcan í Straumsvík á landfyllingu óskar áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna eftir greinargerð þar sem fram komi upplýsingar um samskipti bæjarstjóra Hafnarfjarðar, annarra kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðar og starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar við Alcan í Straumsvík vegna þessa máls.%0D%0D %0D%0DÓskað er eftir að eftirfarandi atriði komi sérstaklega fram:%0D%0D %0D%0D1) Hafa fulltrúar af hálfu Hafnarfjarðarbæjar komið að athugunum á mögulegri stækkun Alcan í Straumsvík eftir 31. mars 2007? Ef svo er, með hvaða hætti hefur sú aðkoma verið?%0D%0D %0D%0D2) Hafa fulltrúar af hálfu Hafnarfjarðarbæjar fundað með fulltrúum ríkisstjórnarinnar vegna fyrirætlana Alcan um stækkun fyrirtækisins eftir 31. mars 2007? Ef svo er hvaða niðurstöður voru af slíkum fundum?%0D%0D %0D%0D3) Hefur verið leitað eftir stefnu eða afstöðu ríkisstjórnarinnar hvað mögulega stækkun á landfyllingu varðar?%0D%0D %0D%0D4) Hver er stefna meirihluta Hafnarfjarðar gagnvart mögulegri stækkun Alcan í Straumsvík á landfyllingu við núverandi lóð fyrirtækisins?%0D%0D %0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)%0D%0D %0D%0DBókun%0D%0DÁheyrnarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á framgöngu bæjarstjóra hvað varðar þreifingar Alcan í Straumsvík um möguleika á stækkun fyrirtækisins á landfyllingu út frá núverandi lóð fyrirtækisins. %0D%0D %0D%0DHafnfirðingar og fyrirtækið tóku þátt í íbúakosningu um stækkun fyrirtækisins. Kjörseðillinn hljóðaði svo: %0D%0D%0D%0DFyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Tillagan hefur verið kynnt íbúum Hafnarfjarðar. %0D%0DErtu fylgjandi eða andvíg(ur) stækkun álversins samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu?%0D%0D%0D%0DInngangsorð og spurning kjörseðilsins var þannig að ljóst er að Hafnfirðingar voru að greiða atkvæði um stækkun fyrirtækisins, ekki aðeins um afmarkaða deiliskipulagstillögu eins og bæjarstjóri hefur haldið fram í fjölmiðlum eftir 31. mars 2007. %0D%0D %0D%0DSamþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að niðurstöður íbúakosningarinnar skyldi vera bindandi fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það er því furðulegt að bæjarstjóri skuli ítrekað leita leiða fyrir Hafnarfjarðarbæ og Alcan að komast hjá lýðræðislegri niðurstöðu íbúakosningar. Er það það íbúalýðræði sem Samfylkingin stendur fyrir? Eiga Hafnfirðingar að undirbúa sig undir það að fara aftur og aftur að kjörborðinu vegna þessa máls þar til niðurstaðan verður þóknanleg Samfylkinginni í Hafnarfirði?%0D%0D %0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)%0D%0DBæjarstjóri óskar bókað:%0D%0D Í tilefni af framkominni bókun bæjarfulltrúa Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur tel ég fulla ástæðu til að endurbirta og ítreka þá bókun sem ég lagi fram í bæjarráði þann 12. maí sl. svohljóðandi:%0D%0D%0DNiðurstaða íbúakosninganna þann 31. mars sl. um deiliskipulagstillögu Alcan vegna fyrirhugaðrar stækkunar Álversins í Straumsvík var bindandi og hefur sú niðurstaða þegar verið staðfest í bæjarstjórn. %0D%0DRétt er að hafa í hug að samkvæmt skipulagslögum hafa fyrirtæki fullan rétt til að kynna og leggja fram sínar tillögur að breytingum á skipulagi og enginn getur tekið þann rétt frá þeim. Það liggur ljóst fyrir að bæjarstjórn mun ekki á þessu kjörtímabili hafa forgöngu um að taka til afgreiðslu nýja deiliskipulagstillögu vegna stækkunaráforma Alcan í Straumsvík. Í samþykktum Hafnarfjaðarbæjar varðandi íbúalýðræði er það annars vegar í höndum bæjastjórnar að vísa tilteknum málum í dóm kjósenda eins og gert var þann 31. mars, og hins vegar er það beinn réttur íbúa að kalla eftir slíkum kosningum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. %0D%0DLúðvík Geirsson (sign). %0D%0D%0D%0D%0D Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar óska bókað:%0D%0D %0D%0D“Í bókun bæjarfulltrúa Vinstri grænna er lagt mat á það á hvaða forsendum íbúar bæjarins greiddu atkvæði í fjölmennestu íbúakosningum sem fram hafa farið hér á landi um tiltekið mál. Það er huglægt mat Vinstri grænna einna og verða þeir að eiga það við sig sjálfa hvernig þeir tjá sig um forsendur íbúa í Hafnarfirði.%0D%0DÞað er vissulega dapurlegt að VG hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig lýðræðisleg umræða getur farið fram og hvernig beri að nýta sér þann rétt sem allir íbúar hafa gagnvart 33. gr. samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar.%0D%0DBeinum aðdróttunum á hendur bæjarstjóra og Samfylkingunni í þessum efnum er vísað til föðurhúsanna og eru greinilega aðferð Vinstri grænna til að færa umræðuna frá stefnuvandamálum innan síns flokks. Vinstri grænir vilja ekki að íbúarnir hafi möguleika á því að geta gengið að kjörborðinu á hvaða tíma sem er til að geta haft áhrif á þróun samfélagsins, nema um sé að ræða mál sem Vinstri grænum þykja þóknanleg.%0D%0DLýðræðisleg málefnaleg umræða á alltaf rétt á sér og ef það leiðir til þess beinar íbúakosningar eða skoðanakannanir séu viðhafðar, þá er það mat okkar að slíkt sé til að tryggja enn frekara lýðræðislegt samráð innan samfélagsins”.%0D%0D %0D%0DEllý Erlingsdóttir%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason%0D%0DGunnar Svavarsson%0D%0D Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir að bóka eftirfarandi%0D%0DÞað er sorglegt að Samfylkingin í Hafnarfirði skuli ekki standa með niðurstöðu íbúakosningar 31. mars 2007. %0D%0D %0D%0DFyrst gátu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ekki gefið upp afstöðu sína til stækkunar Alcan í Straumsvík vegna þess, að sögn Samfylkingarinnar, að ekki lágu allar upplýsingar fyrir.%0D%0D %0D%0DÞegar nær dróg að íbúakosningunni 31. mars 2007 fundu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar önnur rök fyrir afstöðuleysi sínu gagnvart bæjarbúum. Þau rök voru þau að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mættu ekki gefa upp afstöðu sína því þá gætu þeir haft áhrif á afstöðu bæjarbúa.%0D%0D %0D%0DNú, að afstöðnum kosningum leitar Alcan allra leiða til að geta stækkað fyrirtækið þrátt fyrir bindandi niðurstöðu íbúakosningar um mögulega stækkun. Kosningu sem endaði með því að stækkun Alcan í Straumsvík var hafnað. Enn er Samfylkingin við sama heygarðshornið og neitar að taka afstöðu í málinu. Einu svör bæjarstjóra, fyrir hönd Samfylkingarinnar í Hafnarfirði eru að vísa málinu til íbúa.%0D%0D %0D%0DÞað er alveg ljóst að ef niðurstaða kosningarinnar hefði verið með öðrum hætti væri vinna við stækkun Alcan þegar hafin og ekki stöðug umræða um að endurtaka kosningu um málið. %0D%0D %0D%0DHvar er ábyrgð bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar? Hvert nær Fagra Ísland? Styðja kannski allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar stækkun álbræðslunnar í Straumsvík?%0D%0D %0D%0DGuðrún Ágústa Guðmundsdóttir (Sign)%0D%0D %0DBæjarráðsmenn Samfylkingarinnar óska bókað:%0D%0D %0D%0D“Lesa má það út úr bókun áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna að ekki eigi að virða samþykktir Hafnarfjarðarkaupstaðar um íbúalýðræði. Íbúar hafa allan rétt, ef sá vilji er fyrir hendi, að óska eftir í samræmi við samþykktir að vinna málið með þeim hætti sem þar er lýst. Að öðru leiti liggur stefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir í þessu tiltekna máli, sem Vinstri grænir í Hafnarfirði vilja stöðugt fjalla um. Það er einnig með ólíkindum að Vinstri grænir í Hafnarfirði vilji kljúfa sig frá þeim grundvallaratriðum sem lúta að lýðræðisþróun hér á landi og forystumenn allra stjórnmálaflokka, forseti Íslands og stærstu fjölmiðlar landsins hafa í kjölfar íbúakosninganna tekið heilshugar undir. Þróun lýðræðismála í Evrópu og Bandaríkjunum er öll á þann vega að tryggja gott samráð innan upplýsts samfélags og horfa til framtíðar á þann veg eins og gert er með íbúakosningum eða skoðanakönnunum”.%0D%0D %0D%0DEllý Erlingsdóttir%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason%0D%0DGunnar Svavarsson%0D%0D %0D%0D%0D%0D%0D

    • 0706328 – Fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Rósu Guðbjartsdóttur, lögð fram í bæjarráði 21. júní 2007.

      Hver var heildarkostnaður Hafnarfjarðarbæjar við íbúakosninguna 31. mars sl.?

    Styrkir

    • 0706238 – CISV, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá CISV á Íslandi dags. 11. júní 2007 þar sem farið er fram á styrk vegna alþjóðlegra sumarbúða .

      Erindinu synjað.

    • 0706164 – Norðurlandameistarar M.R. verja titil í Svíþjóð

      Lagt fram bréf dags. 7. júní sl. frá skáksveit MH þar sem óskað er eftir stuðningi vegna þátttöku í norðurlandamóti framhaldsskóla í skák sem fram fer í Svíþjóð í sumar, en Helgi Egilsson nemi í MH úr Hafnarfirði teflir með sveitinni.

      Bæjarráð samþykkir að styrkja erindið um 40.000 kr. %0DTakist af lið 21-815.

    Fundargerðir

    • 0706194 – Strætó bs, 91. fundur

      Lögð fram

    • 0706141 – Stjórn SSH, 306. fundur

      Lögð fram

    • 0706296 – Stjórn SSH, 307. fundur

      Lögð fram

    Umsóknir

    • 0706297 – Sótt er um lóðina Grænakinn 25.

      Lagður fram tölvupóstur frá Jónasi Inga Ragnarssyni kt. 110172-4199 þar sem sótt er um lóðina Grænukinn 25

      Erindinu synjað, lóðin er ekki til úthlutunar að svo stöddu og verið er að vinna deiliskipulag á svæðinu.

    • 0706136 – Heilverk og Hugdís ehf, umsókn um iðnaðarlóð í Selhrauni

      Lagt fram bréf Heilverks kt. 021163- 3849 og Hugdísar ehf. kt. 44101-2460 þar sem óskað er eftir allt að 1500 fm. iðnaðarlóð í Selhrauni

      Erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingasviðs.

Ábendingagátt