Bæjarráð

29. júní 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3175

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0706391 – Varaformaður bæjarráðs, kosning

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 26.júní sl. voru eftirtaldir kosnir í bæjarráð Hafnarfjarðar:%0DEllý Erlingsdóttir, Lækjarbergi 3;%0DGuðm. R. Árnason, formaður, Eyrarholti 10; %0DMargrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38;%0DHaraldur Þór Ólason, Sævangur 52;%0DRósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7;%0DÁheyrnarf. Guðrún Á.Guðmundsdóttir, Heiðvangi 56.%0DVaramenn:%0DGunnar Svavarsson, Erluási 33;%0DGuðfinna Guðmundsdóttir, Birkihvammi 10;%0DGísli. Ó. Valdimarsson, Lóuhrauni 7;%0DAlmar Grímsson, Herjólfsgötu 38;%0DMaría Kristín Gylfadóttir, Brekkuhvammi 4;%0DÁheyrnarf. Jón Páll Hallgrímsson, Burknavellir 17a.%0D%0DLögð fram tillaga um að Ellý Erlingsdóttir verði varaformaður bæjarráðs.%0D

      Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

    • 0706352 – Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir.

      Lagt fram erindi frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur kt. 270939-2959 um endurheimt fuglalífs-engir lausir kettir.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá heilbrigðiseftirliti og umhverfisnefnd.

    • 0706328 – Fyrirspurn lögð fram í bæjarráði 21. júní 2007 - álverskosningar.

      Lagt fram svarbréf frá upplýsinga- og kynningarfulltrúa varðandi kostnað við framkvæmd álverskosningar.

    • 0706313 – Hraunvangur 7, Hrafnista Hafnarfirði, lóðarleiga

      Lagt fram bréf frá Sveini H. Skúlasyni forstjóra Hrafnistu, dags. 15. júní sl., þar sem farið er á leit við Hafnarfjarðarbæ að lóðarleigugjöld fyrir Hrafnistu í Hafnarfirði verði felld niður.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skoðunar hjá bæjarlögmanni.

    • 0705197 – Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum.

      Lögð fram tillaga um að BSH verði heimiluð sérafnot af leigubílarennu við verslunarmiðstöðina Fjörð til 3 mánaða. Á tímabilinu verði fundin framtíðarlausn í miðbænum fyrir almenn leigubifreiðaastæði sem nýtast öllum leigubifreiðastöðvum.

      Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kynna framlagða tillögu hlutaðeigandi aðilum. Jafnframt er málinu vísað til frekari meðferðar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0702100 – Hitaveita Suðurnesja - forkaupsréttur á hlutabréfum.

      Bæjarlögmaður og Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, mættu til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari afgreiðslu á aukafundi í bæjarráði eftir helgina.

    • 0703029 – Lóðarleigusamningur fyrir Hlaðbæ-Colas í Kapelluhrauni.

      Lagt fram að nýju erindi frá Landslögum-lögfræðistofu fyrir hönd Hlaðbæjar-Colas þar sem óskað er eftir frekari yfirferð á drögum að lóðaleigusamningi fyrir fyrirtækið sem bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti þ. 8.febrúar sl.%0D%0DLagt fram minnisblað frá Lilju Ólafsdóttir, fulltrúa fasteignaskráningar, með staðfestingu á útreikningi á lóðarleigugjöldum og varðandi almennra leigutíma.

      Bæjarráð telur ekki ástæðu til breytinga á drögum að lóðarleigusamningi með vísan til framlagðs minnisblaðs.

    • SB070031 – Glitvellir 13

      Lagt fram bréf frá lóðarhafa að Glitvöllum 13, Axel Heiðar Guðmundsson kt. 010769-3619, þar sem fram kemur beiðni um heimild til afsal eignar.

      Bæjarráð synjar erindinu með vísan til reglna í lóðarleigusamningi.

    • 0706385 – Lögð fram tillaga sem vísað var til bæjarráðs úr bæjarstjórn 26. júní sl.%0D

      Lögð fram tillaga sem vísað var til bæjarráðs úr bæjarstjórn 26. júní sl. varðandi álverið í Straumsvík.

    • 0706404 – Forsetanefnd.

      Bæjarráð felur forsetum bæjarstjórnar að yfirfara reglur um framkvæmd bæjarstjórnarfunda.

    • 0705293 – Félagsstofnun stúdenta, rekstrarstyrkir fyrir börn í leikskólum

      Lögð fram tillaga um rekstrarstyrki fyrir börn í leikskólum sem ekki eru reknir af Hafnarfjarðarbæ en fræðsluráð vísaði tillögunni til bæjarráðs á fundi sínum 25. júní sl.

      Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

    • 0706349 – Gjaldskrá Hafnarinnar 2007.

      Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

    Umsóknir

    • 0706367 – Fjarðargarðar ehf, umsókn um lóð í Selhrauns eða Hellnahraunssvæði

      Lögð fram lóðarumsókn Fjarðargarða ehf. kt. 450106-0700 um lóð undir atvinnuhúsnæði í Selhrauni eða Hellnahraunssvæði.

      Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0706178 – Hesthús, gerð B, við Kaplaskeið, lóðarumsókn

      Lögð fram lóðarumsókn Elínar Guðmundu Magnúsdóttur um hesthúsalóð v/Kaplaskeið.

      Bæjarráð vísar umsókninni frá þar sem umsóknarfrestur um lóðir á svæðinu er liðinn.

    • 0706006 – Vellir 7, lóðarumsókn fyrir 3 dreifistöðvar H.S.hf

      Lögð fram umsókn Hitaveitu Suðurnesja, kt. 680475-0169, um 3 lóðir fyrir dreifistöðvar á Völlum 7.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsvæði.

    Fundargerðir

    • 0706359 – Strætó bs., fundargerð stjórnar frá 22. júní sl., 92. fundur

      Lögð fram ásamt fylgigögnum

    • 0706379 – Flensborgarskóli, fundargerðir 11.05, 25.05 og 13.06 2007

      Lagðar fram.

Ábendingagátt