Bæjarráð

16. ágúst 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3179

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0708061 – ÍBH, ósk um endurskoðun 7. greinar samstarfssamnings

      Lagt fram bréf, dags. 9. ágúst sl., frá stjórn ÍBH þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um endurskoðun á ákvæði 7. gr. samstarfssamnings.

      Bæjarráð felur íþróttafulltrúa að taka saman gögn um málið og boðar hann til næsta fundar í bæjarráði.

    • 0708031 – Fráveituframkvæmdir, styrkur.

      Lagt fram bréf, dags. 8. ágúst sl., frá umhverfisráðuneytinu þar sem upplýst er um uppgjör á styrk til Hafnarfjarðarbæjar vegna fráveituframkvæmda.

    • 0707116 – Umhverfisnefnd MSÍ, kynning.

      Lagt fram bréf, ódags., frá umhverfisnefnd MSÍ, þar sem óskað er eftir samstarfi vegna vandamála sem koma upp vegna utanvegaaksturs vélhjólamanna.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari umfjöllunar í umhverfisnefnd.

    • 0707064 – Glitvellir 41, beiðni um sölu.

      Lagt fram bréf, dags. 6. júlí sl., frá Bárði Á. Gíslasyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að selja fasteignina við Glitvelli 41.

      Bæjarráð synjar erindinu með vísan til skilmála í lóðarleigusamningi.

    • 0706206 – Golfklúbburinn Keilir, akstursleið að æfingasvæði.

      Erindi vegna akstursleiðar að æfingasvæði Keilis vísað úr framkvæmdaráði til bæjarráðs til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar með fyrirvara um endanlega samþykkt deiliskipulag.%0D%0DBæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:%0D“Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að leysa þurfi aðkomuvandamál að æfingasvæði golfklúbbsins Keilis. Hins vegar hefði verið æskilegra að þessi framkvæmd hefði verið séð fyrir og kostnaður vegna hennar, þegar til kostnaðaruppgjörs vegna æfingasvæðisins kom til fyrr á árinu. Þá lagði Hafnarfjarðarbær til um 40 milljóna króna viðbótarframlag til Keilis vegna aukins kostnaðar við uppbyggingu æfingasvæðins frá því sem upphafleg fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Enn bætist við 12 milljóna króna kostnaður nú vegna vegaframkvæmda við æfingasvæðið, og hefði sú framkvæmd og kostnaður átt að liggja fyrir mun fyrr í framkvæmdaferlinu.“ %0D%0DÁheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:%0D“Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá afstöðu sem fram hefur komið í skipulags- og byggingarráði.“

    • 0706062 – Gatnagerðargjald, ný lög 1. júlí 2007

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gildistöku nýrra laga um gatnagerðargjald þann 1. júlí sl.

      Bæjarráð felur fjármála- og stjórnsýslusviði útfærslu á tillögum um lóðarverð og reglum um gjaldskrá.

    • 0708063 – Skipurit Hafnarfjarðarbæjar og breytingar á skipulagi fjármála- og stjórnsýslusviðs.

      Lagt fram til kynningar nýtt skipurit fyrir Hafnarfjarðarbæ sem sýnir fyrirkomulag stjórnsýslunnar, skiptingu hennar í 5 svið og helstu viðfangsefni hvers sviðs.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að vísa til seinni umræðu í bæjarstjórn svohljóðandi tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:%0D%0D“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 637, 2002, sbr. 804, 2004:%0D %0D65. gr.%0DLokamálsliður 65. gr. verður svohljóðandi: “Bæjarráð fer með upplýsinga- og markaðsmál og málefni miðbæjarins”.%0D%0D66. gr.%0DÍ 66. gr. fellur út “menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.%0D%0D71. gr.%0DVið lokamálslið 1. mgr. 71. gr. bætist við: “…og menningar- og ferðamál.”%0D%0D72. gr. %0DVið 72. gr. bætist: “Menningar- og ferðamálanefnd” og “stjórn Hafnarborgar”.”%0D%0DBæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:%0D“Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að hlutast til um að breytingar verði gerðar á erindisbréfum ráða og nefnda í samræmi við breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.”%0D%0DBæjarráð samþykkir vísa framlögðu skipuriti til afgreiðslu í bæjarstjórn. %0D%0D

    • 0706313 – Hraunvangur 7, Hrafnista Hafnarfirði, lóðarleiga

      Lagt fram að nýju erindi um niðurfellingu á lóðarleigu við Hraunvang 7 í Hafnarfirði. Bæjarlögmaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir áliti sínu á erindinu.

      Bæjarráð tekur undir álit bæjarlögmanns og synjar erindinu.

    • 0708069 – Strætó bs., verkefnið "frítt í strætó".

      Lagt fram minnisblað frá forstjóra Strætó bs., Reyni Jónssyni, vegna tilraunaverkefnisins „frítt í strætó“ fyrir framhalds- og háskólanema veturinn 2007-2008.

      Bæjarráð samþykkir þátttöku á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs forstjóra Strætó og vísar þeim hluta fjármögnunar sem fellur til á þessu ári til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

    • 0706158 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á akstursíþróttasvæði

      Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni sem skipulags- og byggingarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.%0D%0D%0D

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni til auglýsingar skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.%0D%0DFulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:%0D“Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja þessa tillögu en taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og bygggingarráði um að tímabært sé að raflínur á Völlum verði teknar fyrir í heild sinni varðandi lagnir í jörðu og tekið verði tillit til athugasemda Landsnets dags. 27.02.2007.%0D

    • 0706383 – Þrastarás 2, lokaúttekt.

      Lögð fram tillaga úr skipulags- og byggingarráði frá 14. ágúst sl. um að leggja á dagsektir vegna þess að lokaúttekt hefur ekki farið fram á fasteigninni nr. 2 við Þrastarás.%0D

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir að sæki byggingarstjóri ekki um lokaúttekt á húsinu Þrastarás 2 fyrir 31. ágúst verði beitt ákvæðum 1. mgr. 57. greinar skipulags- og byggingarlaga um dagsektir.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 18.07.07, 25.07.07, 01.08.07 og 08.08.07 en fundargerðunum var vísað úr skipulags- og byggingarráði 14. ágúst sl. til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagðar fundargerðir.

    • 0708051 – Vatnsútflutningur, fyrirspurn um kaup á vatni

      Lagt fram bréf, dags. 14. ágúst sl., frá Iceland Water International.

      Bæjarstjóra, hafnarstjóra og vatnsveitustjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Umsóknir

    • 0708047 – L 94 ehf, umsókn um lóð undir verslunarmiðstöð.

      Lagt fram bréf, dags. 9. ágúst sl., frá L 94 ehf., kt. 640205-1720, með ósk um lóð undir húsnæði sem mun hýsa verslunarmiðstöð, svokallaða „outlet-verslun“.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0708014 – Norðurflug ehf., umsókn um lóð.

      Lagt fram bréf, dags. 2. ágúst sl., frá Norðurflugi ehf., þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum Hafnarfjarðarbæjar vegna framtíðarstaðsetningar Norðurflugs ehf.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari vinnslu á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0708005 – Hitaveita Suðurnesja, lóðarumsókn fyrir dreifistöðvar í Hellnahrauni III.

      Lagt fram bréf, dags. 31. júlí sl., frá Hitaveitu Suðurnesja, kt. 680475-0169, þar sem óskað er eftir því að fá lóðunum nr. 3 við Dranghellu, 14, 20 og 38 við Straumhellu og 2 við Dverghellu úthlutað fyrir dreifistöðvar á vegum fyrirtækisins.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0707195 – Skeljungur hf, lóðarumsókn fyrir bensínstöð.

      Lögð fram umsókn frá Skeljungi hf., dags. 27. júlí sl., um lóð fyrir bensínstöð í Hafnarfjarðarbæ, sunnan Reykjanesbrautar.

      Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til frekari vinnslu á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0706180 – Lóðarumsókn fyrir aðveitustöð H.S. hf. við Risahellu 11, Hellnahraun III

      Lögð fram umsókn Hitaveitu Suðurnesja, kt. 680475-0169, um lóð nr. 11 við Risahellu.

      Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    Kynningar

    • 0708004 – Bandalag kvenna í Hafnarfirði, beiðni um styrk.

      Lagt fram bréf, dags. 1. ágúst sl., frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði með ósk um styrk vegna starfseminnar.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

    • 0707106 – Íslensk ættleiðing, styrkbeiðni.

      Lögð fram styrkbeiðni, dags. 28. júní sl., frá Íslenskri ættleiðingu vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu um ættleiðiningar í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.%0D%0DGuðmundur Rúnar Árnason, formaður bæjarráðs, vék af fundi við afgreiðslu málsins.

      Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000 kr., takist af lið 21-815.

    Styrkir

    • 0707121 – Söngur á elliheimilum, styrkbeiðni.

      Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. júlí sl., frá Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk vegna söngflutnings á elliheimilum í Hafnarfirði.

      Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 72.000, takist af lið 21-815.

    Fundargerðir

    • 0707001 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. júní 2007, 116. fundur

      Lögð fram.

Ábendingagátt