Bæjarráð

30. ágúst 2007 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3180

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0708185 – Furuás 1, 3 og 5, beiðni um nafnabreytingu á lóðum.

      Lagt fram bréf, dags. 23. ágúst sl., frá skiptastjóra vegna gjaldþrotaskipta bús Gosmúrs ehf., kt. 670201-2870, með beiðni um nafnabreytingu á lóðum nr. 1,3 og 5 við Furuás.

      Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna.

    • 0708163 – Öldugata 17, skúr.

      Lagt fram bréf, dags. 14. ágúst sl., frá eigendum skúrs við Öldugötu 17 með ósk um viðræður um kaup bæjarins á skúrnum.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari skoðunar hjá bæjarlögmanni.

    • 0708162 – Norðurhella 19, beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa

      Lagt fram bréf, dags. 20. ágúst sl., frá Lagnavirki ehf., kt. 510397-2589, með ósk um nafnabreytingu á lóðarhafa lóðarinnar. Núverandi lóðarhafi er Lagnavirki ehf. en óskað er eftir yfirfærslu á einkahlutafélagið Norðurhella ehf., kt. 490107-1500.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna.

    • 0708149 – Smáralundur, framkvæmdir.

      Málinu vísað úr framkvæmdaráði til afgreiðslu í bæjarráði vegna óskar um lausa kennslustofu tímabundið í leikskólanum Smáralundi.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

    • 0708063 – Skipurit Hafnarfjarðarbæjar og breytingar á skipulagi fjármála- og stjórnsýslusviðs.

      Bæjarráð vísar málinu til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 0708061 – ÍBH, ósk um endurskoðun 7. greinar samstarfssamnings

      Íþróttafulltrúi mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að fela íþróttafulltrúa ásamt stjórnsýslu- og fjármálasviði að vinna áfram að málinu.

    • 0705199 – Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagður fram listi yfir umsækjendur í stöðu fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirætlan sinni að ráða Gerði Guðjónsdóttur, löggiltan endurskoðanda, í starf fjármálastjóra. %0D%0D

      Bæjarráð veitir jákvæða umsögn. Bæjarráð býður Gerði Guðjónsdóttur velkomna í starf fjármálastjóra og óskar henni velfarnaðar í störfum. Þá þakkar bæjarráð Sveini Bragasyni, fráfarandi fjármálastjóra, gott samstarf og gifturík störf í þágu Hafnarfjarðarbæjar í tæpa tvo áratugi og óskar honum allra heilla á nýjum vettvangi.

    • 0701061 – Stuðningur við stjórnmálasamtök í Hafnarfirði.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir breyttu lagaumhverfi í tengslum við stuðning við stjórnmálasamtök.

      Málinu frestað milli funda.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Lögð fram drög að jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011 en drögunum var vísað úr lýðræðis- og jafnréttisnefnd til umsagnar bæjarráðs.

      Málinu frestað milli funda.

    • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

      Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til umsagnar og kynningar í bæjarráði.

      Bæjarráð felur skipulags- og byggingarráði að hefja vinnu við breytingar á aðalskipulagi í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og Hitaveitu Suðurnesja frá 30. mars 2006.

    • 0701267 – Félagslegar leiguíbúðir, sala.

      Erindinu var vísað úr fjölskylduráði til bæjarráðs með tillögu um sölu á félagslegri íbúð í eigu Hafnarfjarðarbæjar að Skúlaskeiði 40.

      Bæjarráð tekur undir tillögu fjölskylduráðs.

    Kynningar

    • 0708184 – Taflfélag Reykjavíkur, meistaradeild Evrópu 2007.

      Lögð fram styrkbeiðni, dags. 23. ágúst sl., frá Taflfélagi Reykjavíkur vegna Evrópumeistaramóts skákfélaga sem haldið verður í Tyrklandi í októberbyrjun 2007.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    Fundargerðir

    • 0708144 – Stjórn SSH, 309. fundur, 13. ágúst 2007.

      Lögð fram.

    • 0708107 – Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. ágúst sl., 93.fundur

      Lögð fram.

    • 0708208 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. ágúst sl., 117. fundur

      Lögð fram.

    • 0708209 – Fundargerð skólanefndar Iðnskólans í Hafnarfírði frá 24. ágúst sl., 3. fundur.

      Lögð fram.

    Umsóknir

    • 0708005 – Hitaveita Suðurnesja, lóðarumsókn fyrir dreifistöðvar í Hellnahrauni III.

      Lögð fram umsókn Hitaveitu Suðurnesja, kt. 680475-0169, um lóð fyrir dreifistöð við Tunguhellu 28, Hellnahrauni III.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0708079 – Hitaveita Suðurnesja, lóðarumsókn, miðsvæði Valla.

      Lögð fram umsókn frá Hitaveitu Suðurnesja, kt. 680475-0169, um lóð fyrir dreifistöð við Ásbraut 2, Miðsvæði Valla.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

    • 0708201 – Heklubyggð ehf, Hellnahraun 3. áfangi, lóðarumsókn.

      Lögð fram umsókn Heklubyggðar ehf., kt. 640603-2750, um lóð undir starfsemi sína í Hellnahrauni III.%0D%0D

      Bæjarráð samþykkir að vísa umsókninni til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.

Ábendingagátt