Bæjarráð

19. júní 2008 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3203

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0805288 – Friðriksstofa

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn Byggðasafns dags. 12.6.2008 og umsögn Fasteignafélags dags. 18.6.2008.

      Bæjarráð hafnar tilboðinu og bendir jafnframt á að fyrirhugað er að stækka Bókasafn Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu Friðriksstofu.

    • 0806076 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, þjónustusamningur

      Lagt fram erindi stjórnar skíðasvæða á höguðborgarsvæðinu dags. 12. júní 2008 varðandi nýjan þjónustusamning milli sveitarfélaga um rekstur og framkvæmdir á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

      Lagt fram.

    • 0706261 – GT Verktakar ehf, Undirhlíðar, umsókn um námaleyfi

      Lagt fram erindi Marteins Másson hrl fyrir hönd GT Verktaka ehf sent í tölvupósti 3. júní sl. varðandi vinnslu jarðefna í Undirhlíðum. Einnig fyrirspurn varðandi Hamranesnámu send í tölvupósti 4. júní sl.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

    • 0806030 – Hafnarborg, tillaga

      Tekið fyrir að nýju. $line$Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 9.júní sl. en í 4. lið fundargerðarinnar er afgreiðsla stjórnar á tillögunni.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með vísan til samþykktar stjórnar Hafnarborgar frá 9. júní sl.

    • 0806098 – Glacier World ehf, vatnskaup

      Lagt fram erindi Glacier World ehf dags. 11. 6 2008 þar sem sótt er um lóðir í Hellnahrauni 3. áfanga.$line$Lögð fram viljayfirlýsing milli Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins um viðskipti með vatn og minnispunktar bæjarlögmanns varðandi málið. $line$Einnig kynnt tillaga fyrirtækisins að samningi um vatnskaup milli fyrirtækisins og Hafnarfjarðarbæjar.$line$Magnús Magnússon framkvæmdastjóri mætti til fundarins vegna þessa máls og kynnti það. Jafnframt mætti Dagur Jónsson vatnsveitustjóri til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Glacier World ehf vilyrði fyrir lóðum í Hellnahrauni 3. áfanga í samræmi við umsókn fyrirtækisins. Frá formlegri lóðaveitingu verði gengið ef og þegar fyrir liggur endanlegur samningur um vatnskaup.”$line$$line$Jafnframt er bæjarstjóra í samvinnu við vatnsveitustjóra og hafnarstjóra ásamt lögfræðilegum ráðgjöfum falið að vinna drög að samningi.

    • 0805309 – Strætó bs, "Frítt í strætó"

      Lagt fram erindi Strætó bs. til aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins dags. 28. maí sl. varðandi áframhald á þátttöku þeirra í verkefninu “Frítt í strætó.”

      Bæjarráð samþykkir að halda áfram þátttöku í verkefninu.

    • 0806107 – Strætó bs, útboð á akstri 2008

      Lagt fram minnisblað Strætó bs dags. 9. maí sl. varðandi væntanlegt útboð.

      Bæjrráð samþykkir fyrir sitt leyti væntanlegt útboð.

    • 0804072 – Norðurberg, umsókn um stækkun 2008

      Lögð fram tillaga framkvæmdaráðs um að veitt verði heimild til að kaupa 2 færanleg hús fyrir leikskólann.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til enduskoðunar á framkvæmdaáætlun.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$Í ljósi þess að bæjarráð hyggst breyta framkvæmdaáætlun ársins 2008 vegna bráðabirgðastækkanna á leikskólum í Hafnarfirði sem ekki er gert ráð fyrir í áætlunum, fara bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram á að á næsta fundi bæjarráðs verði lagðar fram skýrslur sem gerðar hafa verið á þörfum á leikskólarýmum á síðastliðnum fimm árum og bornar saman við raunverulegar tölur um þróunina á sama tímabili.

    • 0803132 – Hvammur leikskóli, stækkun

      Lögð fram tillaga framkvæmdaráðs um að veitt verði heimild til að kaupa 2 færanleg hús fyrir leikskólann.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til enduskoðunar á framkvæmdaáætlun

    • 0705066 – Endurskoðun á reglum um byggingaréttargjöld og reglur um gatnagerðargjöld.

      Tekin til umræðu hugsanleg endurskoðun á samþykkt um gatnagerðargjöld í Hafnarfirði.$line$Lögð fram tillaga að breytingu á 5. gr. 2. tölulið samþykktanna.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að við 5. gr. 2. tölulið bætist:$line$Ef stækkunin nemur meira en 30 m2 skal greiða 50% gatnagerðargjald af því sem umfram er.

    • 0703293 – Aðalskipulag, breyting, háspennulínur

      Fulltrúar frá Almennu verkfræðistofunni mættu til fundarins og kynntu tillögur varðandi legu háspennalína. Þessi liður dagskrár var sameiginlegur með skipulags- og byggingarráði.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    Umsóknir

    • 0805088 – Vitastígur 6a, lóðamörk og lóðarleigusamningur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní sl.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Steingrími Ægissyni viðbót við lóðina Vitastígur 6A í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála sem skipulags- og byggingarfulltrúi setur.

    • 0805219 – H.S.hf, lóðarumsókn fyrir dreifistöð við Kvartmílubraut

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 8.júní sl.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Hitaveitu Suðurnesja lóð fyrir dreifistöð við KvarTmílubrautina í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála sem skipulags- og byggingarfulltrúi setur. $line$

    • 0804256 – Melabraut 20, lóð fyrir dreifistöð

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Hitaveitu Suðurnesja lóð fyrir dreifistöð við Melabraut 20 í samræmi við fyrirliggjandi umsögn og nánari skilmála sem skipulags- og byggingarfulltrúi setur. $line$

    • 0710119 – Atvinnulóðir, úthlutun nóvember 2007 og mars 2008

      Lögð fram afsöl lóða sem borist hafa.$line$Eftirtaldir hafa afsalað sér úthluðuðum lóðum:$line$Áflhella 10 Pólýhúðun ehf /Formaco$line$Tinhella 8 Stál í stál slf.$line$$line$Jafnframt var lögð fram umsókn Hrauns Bifreiðar-Tæki dags. 9. júní 2008 um lóðina Tinhella 8.$line$

      Bæjarráð staðfestir ofangreind afsöl lóða fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.$line$$line$Bæjarráð samþykkir jafnfarmt að leggja til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Hrauni Bifreiðum Tækjum lóðinni Tinhellu 8í samræmi við nánari skilmála sem skipulags- og byggingarfulltrúi setur. $line$$line$

    • 0712175 – Vellir 7. áfangi, úthlutun 2008

      Jafnframt gerð grein fyrir undirbúningi á úthlutun lóða sem lausar eru.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 0806084 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, 128. fundur 9.06.2008

      Lögð fram fundargerð frá 9. 6. sl.

      Lagt fram.

    • 0806078 – Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 11. fundur

      Lögð fram fundargerð frá 19. 5. sl.

      Lagt fram.

    • 0806077 – Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fundur 2.06.2008

      Lögð fram fundargerð frá 2. 6. sl.

      Lagt fram.

    • 0806059 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, 287. fundur 30.05.2008

      Lögð fram fundargerð frá 30.5. sl.

      Lagt fram.

    • 0806058 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, 286. fundur 28.04.2008

      Lögð fram fundargerð frá 28.4. sl.

      Lagt fram.

    • 0806057 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, 285. fundur 31.03.2008

      Lögð fram fundargerð frá 31. 3. sl.

      Lagt fram.

    • 0806056 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, 284. fundur 22.02.2008

      Lögð fram fundargerð frá 22.2. sl.

      Lagt fram.

    • 0806028 – Strætó bs, 104. fundur 30.05.2008

      Lögð fram fundargerð frá 30.5. sl.

      Lagt fram.

Ábendingagátt