Bæjarráð

12. febrúar 2009 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3219

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0902059 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXIII. landsþing

      Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. febrúar 2009 þar sem gerð er grein fyrir að XXIII. landsþing sambandsins verði haldið 13. mars nk. í Reykjavík. Jafnframt lögð fram skrá yfir landsþingsfulltrúana, óskað er eftir að breytingar, ef einhverjar eru, verði tilkynntar fyrir 1. mars nk.

      Lagt fram. Ekki er um að ræða breytingar á fulltrúum.

    • 0812057 – Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn fulltrúa frá 4. des. sl.

      Lagt fram svar við framkominni fyrirspurn varðandi útboð og innkaupareglur.

      Lagt fram.

    • 0901290 – Sjálfstæðisflokkurinn, tillaga og fyrirspurn fulltrúa 29.1.2009

      Lögð fram svör við framkomnum fyrirspurnum varðandi starfshópa og launahagræðingu.

      Lagt fram.

    • 0811061 – Atvinnu- og þróunarsetur

      Þjónustu- og þróunarstjóri kynnti stöðuna í atvinnusköpunar- og þróunarmálum. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysi í Hafnarfirð en það er nú 6% eða 1008 manns. Einnig lagt fram minnisblað þjónustu- og þróunarstjóra dags. 12. febrúar 2009 varðandi Frumkvöðlasetur.

      Bæjarráð felur þjónustu- og þróunarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað.

    • 0810128 – Þjónustumiðstöð, húsnæði Hringhellu

      Bæjarlögmaður gerði grein fyrir tilboði í Hringhellu 9.

      <DIV&gt;Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:<BR&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Hringhellu 9 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.”</DIV&gt;

    • 0812095 – Hverfisgata 41A, niðurrif

      Lagt fram erindi eigenda ofangreindrar lóðar dags. 8. febrúar 2009 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna frágangs lóðarinnar.

      Bæjarráð felur skipulags- og byggingarráði að vinna áfram að málinu.

    Umsóknir

    • 0901131 – Lóðaafsöl 2009

      Lögð fram eftirtalin afsöl:%0DErling Andersen kt. 200482-4339 og Sigríður Guðmundsdóttir kt. 061281-4609 afsala sér lóðinni Rósavellir 33,%0Dálögð lóðagjöld kr. 12.921.519 miðað við bygg.vísitölu 440,9%0D%0D%0DEðvarð Börgvinsson kt. 161251-2599 og Ásta Lunddal Friðriksdóttir kt. 160954-5669 afsala sér lóðinni Rósavellir 40,%0Dálögð lóðagjöld kr. 12.933.242 miðað við bygg. vísitölu 441,3. %0D

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afsöl fyrir sitt leyti með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs og leggur til við bæjarstjórn:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir afgreiðslu vegna afsala í 7. lið fundargerðar bæjarráðs frá 12. febrúar sl.”</DIV&gt;

    • 0902103 – Álfhella 7, úthlutun

      SE hús ehf sækir um með tölvupósti 5. 2. 2009 að skipta á lóðunum Dverghellu 6 og Álfhellu 7 og óska einnig eftir leyfi til að breyta byggingarreit Álfhellu 7 i 28x50m.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:<BR&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinnar Dverghellu 6 og jafnframt að úthluta SE húsum ehf lóðinni Álfhellu 7 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”<BR&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0901257 – Fiskhjallar við Krísuvíkurveg, lóð

      Lögð fram umsókn Svalþúfu ehf dags. 23. janúar 2009 þar sem óskað er eftir lóð fyrir fiskhjalla við Krísuvíkurveg.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til nánari úrvinnlsu hjá skipulags- og byggingarsviði.

    • 0902101 – Fluguskeið 6, skipti

      Geir Magnússon sækir f. sína hönd, Thelmu Víglundsdóttur, Kristins Þ. Geirssonar og Kristínar Björnsdóttur um leyfi til að skipta á lóðum, frá Fluguskeið 14 yfir á Fluguskeið 6.

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:<BR&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinnar Fluguskeið 14 og jafnframt að úthluta Geir Magnússyni, Thelmu Víglundsdóttur, Kristni Þ. Geirssyni og Kristínu Björnsdóttur lóðinni Flugusekið 16 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”<BR&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0902105 – Hamarsbraut 17, makaskipti á lóðum

      Lögð fram beiðni lóðarhafa ofangreindrar lóðar þar sem óskað er eftir viðræðum um makaskipti á lóðum.%0DSviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.

      Bæjarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 0902134 – Tjarnavellir, ósk um lóð fyrir pylsuvagn

      Lagt fram erindi Hannesar Ragnarsson dags. 27.1. 2009 þar sem óskað er eftir lóð fyrir pylsuvagn.

      Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á skipulags- og byggingarsvið þar sem umrædd lóð er ekki til sem slík.

    Fundargerðir

    • 0901030 – Sorpa bs, fundargerðir 2009

      Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 26.1.2009

      Lagt fram.

    • 0901031 – Strætó bs, fundargerðir 2009

      Lögð fram fundargerð Strætó bs frá 30.1.2009

      Lagt fram.

    • 0902167 – Sjálfstæðisflokkurinn, tillaga bæjarráðsfulltrúa 12.febrúar 2009

      Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.%0DFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja til að samstarfshópur bæjarráðs sem stofnað var til 9. október sl. verði lagður niður og verkefni hans tekin fyrir á fundum bæjarráðs líkt og kveðið er á um í 65.gr samþykktar Hafnarfjarðarkaupstaðar, um mál er varða fjármál sveitarfélagsins. Einnig er lagt til að á hverjum bæjarráðsfundi verði gefið yfirlit um störf aðgerðarhóps um almannaheill, framkvæmd Deiglunnar, verkefnis um atvinnu- og þróunarsetur og fyrirhugaðs Frumkvöðlaseturs.%0DEnnfremur að fjölskyldu- og fræðsluráð hafi aðkomu að tillögum starfsmanna um fjárútlát til einstakra verkefna úr svokölluðum Velferðarsjóði sem stofnaður var í byrjun árs. %0D%0D

      Lagt fram.

Ábendingagátt