Bæjarráð

8. apríl 2009 kl. 12:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3224

Mætt til fundar

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0901246 – Alþingiskosningar 2009

      Lagður fram kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninga 2009 sem fram fara þann 25. apríl nk. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 17.989 manns. %0DLögð fram tillaga að kjörstöðum og skiptingu í kjördeildir.%0DLagðar fram tillögur að undirkjörstjórnum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð staðfestir tillögu að kjörstöðum og skiptingu í kjördeildir sem hér segir:</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Kjörstaðir verða 4 og kjördeildir 15:</DIV&gt;<DIV&gt;Öldutúnsskóli ; kjördeildir 1 – 4</DIV&gt;<DIV&gt;Víðistaðaskóli; kjördeildir 5 – 8</DIV&gt;<DIV&gt;Setbergsskóli; kjödeildir 9 – 11</DIV&gt;<DIV&gt;Áslandsskóli; kjördeildir 12 – 15 </DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Jafnframt vísar bæjarráð kosningu undirkjörstjórna til bæjarstjórnar. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0810131 – Upplýsingastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun

      Bæjarlögmaður og upplýsingafulltrúi mættu á fundinn og kynntu drög að verklagsreglum um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0811061 – Atvinnu- og þróunarsetur

      Þjónustu- og þróunarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðu verkefni sem unnið verður að sem átaksverkefni með Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.%0DFramlag til verkefnisins kemur frá Atvinnuleysistryggingasjóði.

      <DIV&gt;Bæjarráð fagnar þessu verkefni og samþykkir&nbsp;það fyrir sitt leyti og að&nbsp;hlutur bæjarins að upphæð&nbsp;3.5 milljónir kr. takist úr velferðarsjóði.&nbsp;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins &nbsp;bendir á að hafa þarf samráð við Hestamannafélagið Sörli um lagningu göngustíga í upplandinu og gróðursetningu þeim samfara. </DIV&gt;

    • 0812129 – Frumkvöðlasetur Hafnarfjarðar

      Þjónustu- og þróunarstjóri mætti á fundinn og kynnti drög að samstarfssamningi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um uppbyggingu seturins sem verður staðsett á Standgötu 11.

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög. </DIV&gt;

    • 0904048 – Heilbrigðisefitlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársreikningur og árskýrsla 2008

      Lagður fram ársreikningur og ársskýrsla heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir árið 2008.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    • 0903127 – Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu

      Sviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindi skipulags- og byggingarráðs sem óskar eftir umsögn bæjarráðs varðandi tillögu Garðbæjar að breyttum bæjarmörkum við Hrafnistu og Molduhraun.

      <DIV&gt;Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. </DIV&gt;

    Umsóknir

    • 0901257 – Fiskhjallar við Krýsuvíkurveg, lóð

      Tekið fyrir að nýju.%0DSviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætti á fundinn og fór yfir málið.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Afgreiðslu frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0903268 – Breiðhella 14, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn DS lausna ehf dags. 26.3.2009 um ofangreinda lóð og ósk um viðræður vegna gatnagerðargjalda.%0DSviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs fór yfir málið.

      <DIV&gt;Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá skipulags- og byggingarsviði. </DIV&gt;

    • 0903163 – Gunnarssund 9, lóðarmörk og nýr lóðarleigusamningur

      Tekið fyrir að nýju.%0DLögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 3.4.2009 þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt.

      <DIV&gt;Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurskoða lóðarmörk Gunnarssunds 9 í samræmi við fyrirliggjandi gögn þannig að við lóðina bætast 25 m2.”</DIV&gt;

    Styrkir

    • 0901252 – Styrkir bæjarráðs 2009

      Lagt fram yfirlit yfir styrkbeiðnir sem borist hafa á árinu.

      <DIV&gt;Bæjarráð&nbsp;afgreiðir styrkveitingar svo sem fram kemur í fyrirliggjandi lista. Styrkveitingar vegna Víkingahátíðar og Eurovision voru samþykktar með 4 atkvæðum gegn 1. </DIV&gt;

    • 0904009 – Draumar 2009, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Draumasmiðjunnar leikhúss ódags. en móttekið 1.apríl 2009 þar sem óskað er eftir styrk vegna alþjóðlegrar leiklistarhátíðar heyrnarlausra sem haldin verður hér á landi 24. – 31. maí nk.

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga 21-815.</DIV&gt;

    • 0904017 – Víkingahátíð 2009, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Fjörukráarinnar ehf sent í tölvupósti 1. apríl 2009 þar sem óskað er eftir styrk vegna árlegrar Víkingahátíðar sem haldin verður 12. – 17. júní nk.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 styrk að upphæð kr.&nbsp;500.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga 21-815.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0903269 – Flensborgarskóli, styrkbeiðni vegna námsferðar

      Lagt fram erindi Flensborgarskóla dags. 23. mars 2009 þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar 9 nemenda í dönsku til vinaskóla Flensborgar í Frederiksberg.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr.&nbsp;60.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga 21-815.</DIV&gt;</DIV&gt;

    Fundargerðir

    • 0903263 – Reykjanesfólkvangur, fundargerðir 2009

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 29. janúar og 26. febrúar sl.

      <DIV&gt;Lagt fram. </DIV&gt;

    • 0904072 – Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn 080409

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: %0DFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði óska eftirfarandi upplýsinga um greiddan kostnað vegna aðkeyptra ráðgjafarverkefna árin 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008. Átt er við öll verk sem verkfræðistofur, ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklingar hafa innt af hendi.%0DTilgreind verði öll þau verkefni sem hvert einstakt fyrirtæki eða hver einstaklingur hefur unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ á umræddu tímabili og sú þóknun sem greidd hefur verið fyrir hvert þeirra.%0D%0D

      <DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt