Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Vatnsveitustjóri, Dagur Jónsson, mætti á fundinn og kynnti málið.
<DIV>Til kynningar.</DIV>
Afgreiðsla samstarfssamnings tekin fyrir að nýju.
<DIV>Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samstarfssamning. </DIV>
Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram til kynningar sameiginleg umsögn fjármálastjóra aðildarsveitarfélaga SSH.$line$Einnig umsögn bæjarstjóra varðandi íbúakosningar.
<DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV>
Fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti frávikagreiningu við ársreikninginn.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir að gögn sem sýna samskipti bæjarins við eftirlitsnefndina frá áramótum verði lögð fram, þeas. bréf, tölvupóstar eða fundargerðir um samskiptin.$line$Fjármálsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir samskiptum við eftirlitsnefndina.
<DIV></DIV><P>Hafnarfjarðarbær hefur kostað kapps um að upplýsa Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga reglulega um fjármál Hafnarfjarðar, framgang fjárhagsáætlunar og vinnu við endurfjármögnun. Upplýsingagjöfin hefur einkum farið fram í gegnum síma og tölvupóst milli fjármálastjóra og starfsmanns nefndarinnar. Eitt formlegt erindi hefur borist, dags. 9. Febrúar sl . Það var lagt fram í bæjarráði þ. 17. febrúar.</P>
Lögð fram áskorun húsfélagsins Skipalóni 27 dags. 16. maí 2011 varðandi frágang á nærliggjandi lóðum og umhverfi.$line$Einnig erindi Jóns Sigurgeirssonar f.h. íbúa við Skipalón 22 – 26 varðandi sama.$line$Sviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs mætti til fundarins og fór yfir málið. Upplýst var að viðkomandi lóðarhafa hafi fengið 4 vikna frest til að ganga frá lóðinni.
<DIV>Bæjarráð tekur undir að ástand lóðarinnar er óviðundandi og felur sviðstjóra skipulags- og byggignarsviðs að fylgja málinu eftir. </DIV>
Lagt fram samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis f.h. ríkissjóðs varðand eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun til tónlistarnáms.
Lögð fram beiðni Hjallastefnunar ehf dags. 25. maí 2011 um stækkun lóðarinnar Hjallabraut 55 vegna starfsemi skólans.$line$Sviðstjóri skipulags- og byggingarsviðs kynnti málið.
<DIV>Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarráðs.</DIV>
Sviðstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn, fór yfir málið sem lítur að ræstingu í skólum og lagði fram minnisblað þar að lútandi.
<DIV><DIV></DIV><P>Með vísan til fjárhagsáætlunar og framlagðs minnisblaðs fræðslustjóra, samþykkir bæjarráð að fela framkvæmdasviði og innkaupastjóra að bjóða út ræstingu í Öldutúnsskóla , Setbergsskóla og starfsstöð Víðistaðaskóla í Engidal. </P></DIV>
Lögð fram afgreiðsla afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20.5. þar sem þeim hluta erindisins sem lítur að lóðastækkun er vísað til bæjarráðs.
<DIV>Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:</DIV><DIV>“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila stækkun lóðarinnar Miðvangur 116 sem nemur 256m2 og lóðarinnar Miðvangi 118 sem nemur 114m2 og felur asteignaskráningu að frágang málsins.“</DIV>
Lagt fram ítrekað erindi orlofsnefndar húsnæðra dags. 12. maí 2011 varðandi greiðslu framlags.
<DIV>Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu sinnar. </DIV>
Lagt fram erindi Kiwanishreyfingarinnar sent í tölvupósti 13. maí 2011 þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið „Lykill að lífi“.
<DIV>Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu. </DIV>
Lagt fram erindi Írisar Ölmu Vilbergsdóttur dags. 18. maí 2011 þar sem óskar er eftir styrk vegna stofnunar fyrirtækis.
<DIV>Bæjarráð felur bæjarrstjóra að ræða við bréfritara. </DIV>
Lagt fram erindi Árna Björns Höskuldssonar sent í tölvupósti 23. maí 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í efnafræði í sumar.
<DIV>Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu forstöðumanns Vinnuskólans. </DIV>
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18. maí sl.
<DIV>Lagt fram. </DIV>
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 24. maí sl.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí sl.
<P> Lagt fram. </P>