Bæjarráð

9. júní 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3292

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.
Áður en gengið var til dagskrár bauð formaður nýjan sviðsstjóra velkominn til fundarins.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.
Áður en gengið var til dagskrár bauð formaður nýjan sviðsstjóra velkominn til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1106056 – Kjarasamningar 2011

   Starfsmannastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu kjarasamninga.

   Til kynningar.

  • 1105478 – InformNorden upplýsingatækniráðstefna

   Lagt fram erindi Strætó bs dags 23. maí 2011 þar sem vakin er athygli á upplýsingatækniráðstefnunni InformNorden í Malmö í Svíþjóð 7. – 9 sept. nk.

   Lagt fram til kynningar.

  • 10021070 – Vinnumiðlun, Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar

   Tilnefning 1 fulltrúa í stjórn.

   Bæjarráð tilnefnir Jónu Ósk Guðjónsdóttur í stjórnina.

  • 1105479 – Áhættumat almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins

   Lögð fram drög að áhættumati almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir Hafnarfjörð annars vegar og höfuborgarsvæðið í heild hins vegar.$line$Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri nefndarinnar mætti á fundinn og kynnti drögin.

   Bæjarráð þakkar góða kynningu.

  • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

   Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

   Bæjarráð samþykkir að leita úrskurðar dómstóla vegna ágreinings um málið.

  • 1103239 – Árshlutauppgjör 2011

   Lögð fram rekstrarniðurstaða janúar – apríl 2011.$line$Fjármálastjóri fór yfir niðurstöðuna.

  • 1104347 – Endurfjármögnun lána

   Lögð fram skýrsla Reitunar ehf frá 27. maí sl. varðandi lánshæfismat.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

   Farið yfir stöðuna varðandi eignarhald og umsýslu fasteigna sem falla undir málaflokkinn.$line$Einnig gerð grein fyrir rekstrarlegum þáttum málsins. $line$Fjármálastjóri og rekstrarstjóri Félagsþjónustunnar mættu til fundarns og fóru yfir málið.

   Bæjarráð samþykkir að fela starfshóp sem skipaður skal starfsmönnum fjölskylduþjónustu og framkvæmda að fara yfir fasteignamálin og skila bæjarráði tillögu varðandi eignarhald. $line$$line$

  • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

   Farið yfir lausar lóðir í þegar byggðum hverfum.

   Til kynningar.

  • 1106046 – Áslandsskóli íþróttahús, áskorun

   Lögð fram áskorun foreldrafélags Áslandsskóla ásamt undirskriftarlistum varðandi byggingu íþróttahúss við skólann.

   Lagt fram.

  Umsóknir

  • 1105242 – Skúlaskeið 42 fyrirspurn um lóðarstækkun.

   Lagt fram erindi Jóns Snorra Bergþórssonar dags. 1.6.2011 þar sem óskað er eftir lóðarstækkun við ofangreinda lóð.$line$Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 24. maí sl.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Jóni Snorra Bergþórssyni lóðarstækkun við ofangreinda lóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

  Fundargerðir

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó frá 10. des. 2010, 4.2., 25.3. og 29. apríl sl.

   Lagt fram.

  • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.5.2011 ásamt 4 mánaða uppgjöri og útkomuspá.

   Lagt fram.

  • 1106002F – Hafnarstjórn - 1393

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7. 6. sl.

   Lagt fram.

Ábendingagátt