Bæjarráð

23. júní 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3293

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1103138 – SSH, vinna framtíðarhóps

   Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH mætti á fundinn og kynnti vinnu við framtíðarsýn SSH.

   Til kynningar.

  • 1106196 – Strætó - Álftanes

   Lagt fram erindi SSH varðandi dags. 22. júní 2011 varðandi aukningu rekstrarútgjalda Strætó bs vegna tímabundinnar breytinga á þjónustu við sveitrfélagið Álftanes. $line$Framkvæmdastjóri SSH kynnti málið.

   Lagt fram.

  • 1104347 – Endurfjármögnun lána

   Fjármálastjóri og Arnar Guðmundsson frá Saga fjárfestingarbanka mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna.

   Til kynningar.

  • 0907045 – Viðbragsáætlun Hafnarfjarðar

   Upplýsinga- og kynningarfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir viðbragðsáætlun Hafnarfjarðarbæjar.

   Til kynningar.

  • 1011012 – Krýsuvík, orkurannsóknir,

   Lagt fram erindi HS Orku hf dags. 8. júní 2011 varðandi jarðhitarannsóknir og vinnslu í Krýsuvík.

   Lagt fram.

  • 1106161 – Ungmennaráð Hafnarfjarðar, tillögur.

   Lagðar fram tillögur ungmennaráðs sem kynntar voru 15. júní sl. og falla undir bæjarráð.

   Bæjarráð felur starfsmannastjóra að vinna úr tilögu varðandi jafna framkomu starfsmanna bæjarins við alla aldurshópa.$line$Jafnfram er formanni í samstarfi við starfsmannastjóra falið að vinna úr tillögu varðandi virðingu og kurteisi starfsmanna Strætó. $line$Bæjarráð vísar tillögu varðandi aðgengi að Bláfjöllum til íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram tillaga um að gengið verði til samninga við Jöfnunarsjóð varðandi húseignir ríkisins. $line$Einnig lögð fram tillaga um breytingu húsaleigu samkvæmt bráðabirgðarákvæði reglugerðar nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

   Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs um kaup á eftirtöldum eignum:$line$Bæjarhraun 2 hæfingarstöð$line$Hnotuberg 19 skammtímavistun$line$Berjahlíð 2 sambýli$line$Smárahvammur 3 sambýli$line$Blikaás 1 sambýli$line$$line$Jafnfram samþykkir bæjarráð breytingu á húsaleigu samkvæmt bráðabirgðarákvæði reglugerðar nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

  • 1008329 – Sókn í atvinnumálum, átakshópur

   Tekið fyrir að nýju. $line$Lagðar fram umbeðnar umsagnir við tillögur E, G og C2.

   Bæjarráð lítur svo á að tillögur E og C2 séu þegar komnar í viðunandi farveg annars vegar hjá hafnarstjórn (tillaga E) og hins vegar á skipulags- og byggingarsviði (tillaga C2).$line$Bæjarráð vísar tillögu G til bæjarstjóra.

  • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa útboðsskilmála og auglýsingu á lóðunum Arnarhraun 50, Hamarsbraut 16 og lóðum í Áslandi 3 fyrir einbýli, par- og raðhús og leggja fyrir bæjarráð.

  • 1106177 – Hämeenlinna vinabæjarmót 2013

   Lagt fram boð borgarstjóra Hämeenlinna dags. 25. maí 2011 þar sem boðað er til vinarbæjarmóts í Finnlandi vorið 2013.

   Lagt fram.

  Styrkir

  • 1106178 – Strætó, niðurgreiðsla á nemakortum

   Lagt fram erindi Stúdentaráðs Háskóla Íslands dags. 21. júní 2011 þar sem komið er á framfæri þeirri kröfu að áfram verði boðin stúdentakort með sama afslætti og verið hefur.

   Bæjarráð vísar til fyrirliggjandi stefnumörkunar í fjárhagsáætlun og getur ekki orðið við erindinu.

  Fundargerðir

  • 1102232 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2011

   Lagðar fram fundargerðir frá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, 159. og 160. fundur frá 28.2. og 24. 3. 2011

   Lagt fram.

  • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 30.05.2011

   Lagt fram.

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð frá Strætó bs frá 3.6.2011

   Lagt fram.

  • 1106013F – Hafnarstjórn - 1994

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.6. sl.

   Lagt fram.

  • 1106017F – Hafnarstjórn - 1395

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.júní sl.

   Lagt fram.

Ábendingagátt