Bæjarráð

7. júlí 2011 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3294

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Rúnar Árnason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnafjarðar 29. júní sl. hlutu eftirtaldir kosningu í bæjarráð:$line$Aðalmenn$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem jafnframt var kosin formaður.$line$Gunnar Axel Axelsson$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir$line$Valdimar Svavarsson$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$$line$Varamenn$line$Guðmundur Rúnar Árnason$line$Eyjólfur Sæmundsson$line$Jóhanna Marín Jónsdóttir$line$Kristinn Andersen$line$Geir Jónsson$line$$line$Kosning varaformanns.$line$$line$Tillaga kom fram um Gunnar Axel Axelsson sem varaformann.$line$

   Fleiri tillögur komu ekki fram og var hann kosinn með 5 atkvæðum.

  • 1106266 – Centra fyrirtækjaráðgjöf, kynning

   Lagt fram til kynningar erindi Centra Fyrirtækjaráðgjafar dags. 27.6.2011 þar sem kynnt er starfsemi fyrirtækisins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 0812095 – Hverfisgata 41A, frágangur

   Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 27.6. 2011 varðandi málið.$line$Hafnarfjarðarkaupstaður er sýknaður af kröfu stefnanda.

   Lagt fram til kynningar.

  • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

   Strfshópurinn mætti á fundinn og kynnti helstu niðurstöður starfshópsins.

   Til kynningar.

  • 1011012 – Krýsuvík, orkurannsóknir

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð samþykkir að Gunnar Axel Axelsson, Sigurbergur Árnason og Valdimar Svavarsson skipi viðræðuhóp við HS Orku.

  • 1103239 – Árshlutauppgjör 2011

   Lögð fram rekstrarniðurstaða janúar – maí 2011.$line$Fjármálastjóri mætti til fundarins og fór yfir niðurstöuna.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1011202 – Strætó bs, fjárhagsáætlun og rekstur 2011

   Lagt fram rekstraryfirlit Strætó bs. janúar – mars 2011 og greinargerð um stöðu og horfur.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1003470 – Strætó, innanbæjarakstur

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram umbeðnar umsagnir.

   Bæjarráð vísar málinu til frekari stefnumótunar og úrvinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.$line$$line$Jafnframt tekur bæjarráð undir það sjónarmið sem fram kemur um nauðsyn þess að sett sé heildstæð samgöngustefna fyrir sveitarfélagið.

  • 1011405 – Frístundabíllinn,samstarf, framlenging

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá framlengingu til áramóta á því samstarfi sem verið hefur.

  • 1106196 – Strætó - Álftanes

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram tillaga um að Hafnarfjarðarbær styðji tillögu SSH um að auka tímabundið þjónustu við sveitarfélagið Álftanes.

   Bæjarráð samþykkir framlagða tillögur með 3 atkvæðum gegn 2.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokkins bóka eftirfarandi:$line$Hafnarfjarðarbær á í verulegum fjárhagslegum erfiðleikum. Rúmlega fjögurra milljarða króna lán hefur verið í vanskilum mánuðum saman og enn er óvissa um niðurstöðu endurfjármögnunar þess. Bærinn hefur þurft að grípa til ýmissa sársaukafullra sparnaðaraðgerða undanfarna mánuði og misseri. Þær aðgerðir felast m.a. í uppsögnum á starfsfólki bæjarins, niðurskurði, hagræðingu og hækkunum á þjónustugjöldum. Verulegur niðurskurður á framlögum til Vinnuskólans hefur leitt til þess að hópur hafnfirskra ungmenna gengur nú um atvinnulaus. Fyrir fáeinum dögum var ákveðið að hækka matargjöld í grunn- og leikskólum bæjarins. Mörgum styrkbeiðnum til fjölbreyttra samfélagslegra verkefna (meðal annars til Rauða Krossins, SÁÁ og Félags einstæðra foreldra) hefur verið hafnað vegna fjárskorts. Svona mætti lengi telja. Í ljósi þessa telja undirrituð, það vera beina móðgun við hafnfirska útsvarsgreiðendur að meirihlutinn leggi til að Hafnfirðingar greiði fyrir þjónustu í öðrum sveitarfélögum. Hafnarfjarðarbær á fullt í fangi með að greiða eigin reikninga og því leggjumst við gegn því að orðið verði við erindi um aukna þátttöku í kostnaði til Strætó bs til að bæta megi samgöngur í Álftanesi. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi:$line$Þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ríkir full samstaða meðal þeirra um að tryggja samfellu í þjónustu í almenningssamgöngum á svæðinu, hvert sem sveitarfélagið er. Þátttaka í byggðasamlagi felur í sér skyldur engu síður en réttindi. Það eru mikilvægir hagsmunir íbúa á öllu svæðinu, að þjónusta byggðasamlaganna standist lágmarkskröfur. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dæmir sig sjálf og undirstrikar með skýrum hætti mismunandi pólitíska sýn. $line$

  • 1107101 – SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

   Lagt fram erindi SSH sent í tölvupósti 5. júlí sl. varðandi viljayfirlýsingu við ríkið varðandi almenningssamgöngur á svæðinu.

   Bæjarráð samþykkir að veita SSH umboð til undirrita “Viljayfirlýsingu ríkis og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna” og annast samningaviðræður á grundvelli hennar.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 22. 6. sl. vegna erindis FH til byggignarnefndar Kaplakrika varðandi ástand frjálsíþróttahússins.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá verkfræðilega úttekt á ástandi hússins. $line$$line$

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Lagðar fram umsagnir sem verið hafa til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðsluráði.

   Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að sameina rekstur heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva í eina einingu í hverjum skóla, undir stjórn skrifstofu æskulýðsmála og fjölskylduþjónustu. Tekið er undir mikilvægi þess að samhliða verði unnið að faglegri stefnumótun í málefnum frístundastarfs eins og fram kemur í umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.$line$Bæjarráð þakkar öllum þeim sem gáfu umsagnir um greinargerð starfshóps um fyrirkomulag heilsdagsskóla í Hafnarfirði og leggur áherslu á að þær séu hafðar til hliðsjónar í áframhaldandi vinnu vegna sameiningar félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla og tilfærslu heilsdagsskólans frá fræðslusviði til skrifstofu æskulýðsmála.$line$Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu að hrinda sameiningunni í framkvæmd og leggur áherslu á mikilvægi þess að innleiðingin verði í góðu samstarfi og sátt við starfsfólk, foreldra og nemendur. $line$ $line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:$line$Bæjarráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna þar sem mjög brýnt er að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur um starfsemi heilsdagsskóla og frístundaheimila í bænum undanfarin ár. Æskilegt hefði verið að fagleg og rekstrarleg úttekt á kostum og göllum sameiningarinnar hefði legið fyrir áður en til afgreiðslu kom. Einnig er bagalegt hve seint tillagan liggur fyrir þar sem aðeins eru fáeinar vikur þar til skólastarf hefst og því takmarkað svigrúm fyrir starfsfólk og aðra hagsmunaaðila til að aðlagast breytingunum. Nauðsynlegt er að endurmeta ákvörðunina að ári.

  • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram drög að útboðsskilmálum.

   Bæjarráð samþykkir að lóðirnar verði auglýstar á grundvelli fyrirliggjandi skilmála með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

  • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

   Gerð grein fyrir breytingum á rekstri Sundhallarinnar.$line$Lögð fram bókun fjölskylduráðs frá því í gær 6. júlí.

   Bæjarráð tekur undir bókun fjölskylduráðs en forsenda þess er frekari útfærsla á hagræðingu í rekstri málaflokksins til að mæta breytingunum.

  • 1107032 – Bæjarráð, sumarleyfi

   Farið yfir fundaráætlun bæjarráðs til hausts.

   Bæjarráð gerir ráð fyrir næsta fundi 11. ágúst en verður þó kallað saman fyrr ef þörf krefur.

  Umsóknir

  • 1107020 – Hrauntunga 24, umsókn um lóðarstækkun

   Lagt fram erindi Guðbjargar Kristínar Eiríksdóttur og Dirk Lubker dgas. 21. júní 2011 þar sem óskað er eftir stækkun ofangreindrar lóðar þannig að aflagður göngustígur milli húsanna 24 og 26 verði hluti af lóð þeirra.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að endurgerð deiliskipulagsins á þessu svæði stendur yfir og felur skipulags- og byggingarsvið úrvinnslu erindisins í samræmi við það.

  • 1106239 – Hvammabraut 2, lóð fyrir dreifistöð

   Lagt fram erindi HS. Veitna dags. 27.6.2011 varðandi lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til úrvinnslu á skipulags- og byggingarsviði þar sem viðkomandi lóð er ekki til.

  Styrkir

  • 1107019 – Hraunbúar, styrkbeiðni

   Lagt fram erindi Hraunbúa dags. 28. júní 2011, sent í tölvupósti 29.júní, þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar á Alheimsmót skáta.

   Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 143.000 sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga, bókhaldslið 21-815.

  Fundargerðir

  • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 27.6.2011

   Lagt fram til kynningar.

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 24.6. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1106006F – Menningar- og ferðamálanefnd - 164

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.6. sl.

   Lagt fram.

  • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

   Eftirtaldar fundargerðir lagðar fram til kynningar í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar:$line$Fræðsluráð frá 4. júlí sl. $line$Skipulags- og byggingarráð frá 5. júlí sl. $line$Fjölskylduráð frá 6. júlí sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt