Bæjarráð

25. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3296

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Gerð grein fyrir stöðu málsins. $line$Fjármálastjóri og Guðmundur Hjaltason frá Saga fjárfestingarbanka mættur til fundarins og fóru yfir málið.

      Til kynningar.

    • 1108166 – Jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

      Lagt fram bréf, dags. 15. ágúst 2011, frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna 3 fulltrúa sem gangi frá áætluninni og vísar málinu að öðru leyti til framkvæmdar hjá bæjarstjóra.

    • 1108155 – Evrópsk lýðræðisvika 10.-16.okt. 2011

      Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. ágúst 2011, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er á leit við sveitarfélagið að það kynni evrópska lýðræðisviku dagana 10.-16. október nk. Þemað í ár er mannréttindi á sveitarstjórnarstigi.

      Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdar hjá bæjarstjóra.

    • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

      Tekið fyrir að nýju. $line$$line$Lögð fram fundargerð frá 8. ágúst sl. með tilboðum í eftirfarandi lóðir í Hafnarfirði:$line$Hamarsbraut 16, Skógarás 1 og Skógarás 3.$line$$line$Lagðar fram umsagnir fjármálastjóra og skipulags- og byggingarsviðs.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Ólöfu Ragnarsdóttur og Þresti Valdimarssyni lóðinni Hamarsbraut 16 í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.”$line$$line$Bæjarráð hafnar tilboðum í lóðirnar Skógarás 1 og 3.

    • 0812160 – Álverið í Straumsvík.

      Tekin fyrir að nýju áskorun um að efna til nýrra kosninga vegna stækkunar álversins í ljósi sameiginlegrar yfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto Alcan.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Kynning á skýrslu og yfirlýsingu Hafnarfjarðbæjar og Rio Tinto Alcan verður fyrir bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa fyrir upphaf bæjarstjórnarfundar þann 31. ágúst nk. $line$$line$Umfjöllun og afgreiðslu málsins er vísar til bæjarstjórnar.

    • 1106056 – Kjarasamningar 2011

      Starfsmannastjóri mætti til fundarins og fór yfir nýja kjarasamninga vegna starfsmanna sveitarfélagsins.

      Kynning.

    • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

      Lögð fram svohljóðandi samþykkt fræðsluráðs frá 22. ágúst sl.:$line$”Fræðsluráð samþykkir með öllum atkvæðum að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga.$line$Á næsta fundi ráðsins verði lögð fram gögn um það hvernig núverandi niðurgreiðslukerfi kemur út miðað við það kerfi sem áður var.”

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga.”$line$

    • 1108245 – Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks

      Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá Valdimar Svavarssyni og Rósu Guðbjartsdóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokks í bæjarráði.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir eftirfarandi:$line$1. Að lagður verði fram útreikningur á því hvaða áhrif breyttar forsendur í endurfjármögnun lána munu hafa á afkomu og veltufé bæjarins á næstu árum auk þess hvernig skuldaþol bæjarins breytist miðað við þessar forsendur. $line$2. Kostnaðargreiningu vegna nýs samnings við leikskólakennara og hvaða áhrif þeir samningar hafa á áætlanir bæjarins.$line$3. Að greint verði ítarlega frá stöðu endurfjármögnunnar bæjarins og lögð fram þau gögn sem liggja fyrir.$line$4. Að fá sundurliðun á þeim 14 milljörðum sem til stendur að endurfjármagna.$line$

      Lagt fram.$line$Gerð var munnlega grein fyrir svörum en fyrirspurninni verður formlega svarað á næsta fundi.

    • 1108246 – Framkvæmd samnings SSH um samstarf vegna þjónustu við fatlað fólk

      Lagt fram erindi SSH dags. 19. ágúst 2011 varðandi tillögu stjórnar SSH til aðildarsveitarfélaga að samstarfssamningi um þjónustu fatlaðra um samþykkt sveitarfélaganna á verklagsreglum mats- og inntökuteymis.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlögð drög að verklagsreglum mats- og inntökuteymis og yfirlit yfir verklag sem byggja á samningi aðildarsveitarfélaga SSH frá 12. nóvember 2010 um þjónustu við fatlað fólk.”

    • 1108262 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2011

      Lagður fram tölvupóstur, dags. 24. ágúst sl., frá jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar vegna árlegs landsfundar jafnréttisnefnd sveitarfélaganna sem haldinn verður dagana 9. og 10. september nk. í Kópavogi ásamt dagskrá fundarins.

      Lagt fram.

    • 1103239 – Árshlutauppgjör 2011

      Kynnt drög að rekstrarniðurstöðu janúar-júní 2011.$line$Aukafundur verður vegna málsins mánudaginn 29. ágúst nk. kl. 16:30.

      Kynning.

    Fundargerðir

    • 1108006F – Menningar- og ferðamálanefnd - 165

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17. ágúst sl.

      Lagt fram.

    • 1108004F – Hafnarstjórn - 1396

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. ágúst sl.

      Lagt fram.

Ábendingagátt