Bæjarráð

8. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3298

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson varamaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0812160 – Álverið í Straumsvík.

      Tekið fyrir að nýju en á fundi bæjarstjórnar 31. ágúst sl. var málinu vísaði aftur til bæjarráðs.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Bæjarráð vísar málinu aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    • 1108014 – Fjárhagsáætlun 2012-2014, skil

      Lagt fram svarbréf innanríkisráðuneytisins dags. 22. ágúst 20911 þar sem staðfest eru skil á þriggja ára áætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar 2012-2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1108245 – Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram svör við framkominni fyrirspurn.

      Lagt fram.

    • 10103513 – Staðardagskrá 21, endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju en á fundi bæjarráðs 11.5. sl. var lögmanni bæjarins falið að gera drög að umsögn.$line$Lögð fram umbeðin umsögn.

      Bæjarráð gerir umsögnina að sinni og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1011202 – Strætó bs, fjárhagsáætlun og rekstur 2011

      Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Strætó bs fyrir tímabilið janúar – júní 2011.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1109042 – Sorpa bs, árshlutareikningur janúar-júní 2011

      Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Sorpu bs. fyrir tímabilið janúar – júní 2011 sem samþykktur var á stjórnarfundi 29. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Farið yfir stöðuna og lagt fram minnisblað s. framkvæmdastjóra LSH Hafnarfirði dags. 14. júní varðandi málið.

      Umræða.$line$$line$$line$

    • 1109008 – Lengd viðvera fatlaðra framhaldsskólanema

      Lögð fram afgreiðsla fjölskylduráðs frá fundi ráðsins 7. september sl.$line$Gert er ráð fyrir að þjónustan verði staðsett í Gamla bókasafninu. Fjárheimild liggur fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

      Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju erindi FH til byggingarnefndar Kaplakrika varðandi ástand frjálsíþróttahússins.$line$Á fundi bæjarráðs 7.7. sl. var óskað eftir verkfræðilegri úttekt á ástandi hússins.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti á fundinn ásamt Bjarna Jóni Pálssyn frá Eflu verkfræðistofu og kynntu úttektina.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna aðalstjórn FH skýrsluna.

    • 1109045 – Menningar- og ferðamál, kynning

      Menningar- og ferðamálafulltrúi mætti á fundinn.

      Kynning.

    • 1109066 – SSH framtíðarhópur, sorphirða

      Lagðar fram tillögur og lokaskýrsla verkefnishóps SSH um sorphirðu frá 21. júní sl. varðandi sameiginlega sýn á framtíð flokkunar sorps og sorphirðumála.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu framtíðarhópsins og þeirra verkefnahópa sem þegar hafa skilað af sér sbr. næstu 4 mál hér á eftir. $line$$line$Lagt fram fundarboð framtíðarhópsins og stjórnar SSH þar sem boðað er til morgunverðarfundar 23. september nk. kl. 08:30 varðandi þessi mál.

      Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Lagðar fram tillögur og lokaskýrsla verkefnahóps SSH um félagslegt húsnæði.

      Bæjarráð vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Lagðar fram tillögur og lokaskýrsla verkefnahóps SSH um ferðaþjónustu fatlaðra.

      Bæjarráð vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.

    • 1109072 – SSH framtíðarhópur, stoðkerfi

      Lögð fram áfangaskýrsla verkefnahóps SSH um stoðkerfi dagsett 23. ágúst 2011.

      Lagt fram.

    • 1109076 – SSH framtíðarhópur, barnavernd

      Lagðar fram tillögur og lokaskýrsla verkefnahóps SSH um barnavernd.

      Bæjaráð vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði og barnaverndarnefnd.

    Umsóknir

    • 1105246 – Stekkjarhvammur 74, lóðarstækkun

      Arnar Þór Þorláksson Baxter, Harpa Þórsdóttir og Ingibjörg Brynjólfsdóttir sækja með bréfi dagsettu 8.6.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 74 við Stekkjarhvamm, sjá meðfl. gögn, sem nemur lóðarspildu sem þau hafa haft í fóstur.$line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.6.2011, tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.”

    Fundargerðir

    • 1102232 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2011

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 162. fundi 20.6 og 163. fundi 29.8.sl.

      Lagt fram.

    • 1101010 – Samtök sveitarf. höfuðborgarsv., fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 15. ágúst sl.

      Lagt fram.

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 29.8.2011

      Lagt fram.

    • 1108017F – Menningar- og ferðamálanefnd - 166

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.8. sl.

      Lagt fram.

    • 1109003F – Hafnarstjórn - 1397

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.9. sl.

      lagt fram.

Ábendingagátt