Bæjarráð

22. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3299

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1104262 – Sveitarstjórnalög

   Alþingi samþykkti ný sveitarstjórnarlög þann 17.9. sl.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra oog forsetanefnd að fara yfir lögin og undbúa þær breytingar sem þarf að gera á samþykktum.$line$$line$Borist hefur bréf innanríkisráðuneytis dags. 16. september 2011 þar sem tilkynnt er að ráðneytið hefur staðfest þær breytingar sem gerðar voru í júní sl.á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

  • 1109200 – Knattspyrnufélagið Haukar leiðrétting á rekstrarstyrk 2011

   Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 14. september 2011 varðandi endurskoðun á rekstrarstyrk.$line$Íþróttafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn eftirlitsnefndar með fjármálum íþrótta- og tómstundafélaga með erindinu.$line$$line$Jafnframt er óskar eftir áætlun frá Knattspyrnufélaginu Haukum um viðbröð við fyrirliggjandi rekstrarvanda.

  • 1109172 – Hellubraut 9, samkomulag vegna lóðar

   Lögmaður bæjarins gerði grein fyrir samkomulagi vegna ofangreindrar lóðar en breyting varð á lóðinni vegna nýs deiliskipulags.

   Til kynningar.

  • 11023019 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2011

   Tekið fyrir að nýju erindi Lagaþings vegna greiðslu orlofsins. Lögmaður bæjarins, Anna Jörgensdóttir, mættir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu.

  • 1104346 – Hjallabraut 55, br. á deiliskipulagi

   Kynnt niðurstaða varðandi lóðarstækkun fyrir skóla Hjallastefnunar/Bak-Hjalla ehf sbr. afgreiðsla bæjarráðs 26.5.sl. Lögmaður bæjarins gerði grein fyrir niðurstöðunni.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta ganga frá eignarskiptasamning vegna skólabyggingarinnar.

  • 1104347 – Endurfjármögnun lána

   Gerð grein fyrir stöðunni.$line$Fjármálastjóri og Guðmundur Hjaltason fóru yfir málið.

   Kynning.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins vísar til bókunar sinnar á bæjarstjórnarfundi 14. september sl.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vísar einnig til bókunar sinnar á bæjarstjórnarfundi 14.september sl.

  • 1109299 – SSH framtíðarhópur, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

   Lögð fram skýrsla verkefnahóps SSH um samstarf við gerð og framkvæmda skipulags höfuðborgarsvæðisins

   Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og byggingarráði.

  • 1109300 – SSH framtíðarhópur, íþróttamannvirki

   Lög fram áfangaskýrsla verkefnahóps SSH um íþróttamannvirki.

   Bæjarráð vísar málinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.

  Styrkir

  • 1109223 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

   Lagt fram eindi Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði sent í tölvupósti 15. september 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna jólaúthlutunar nefndarinnar.

   Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 kr. sem takist af fjárveitingu bæjarráðs til styrkveitinga, bókhaldslið 21-815.

  Fundargerðir

  • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð Strætó bs frá 26. ágúst sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. september sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1109010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 167

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.9.sl.

  • 1109005F – Hafnarstjórn - 1398

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20.9. sl.

Ábendingagátt