Bæjarráð

1. desember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3305

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 10071033 – Vörðustígur 5, ljósastaur og stígur

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð bendir á að vinna við skipulag svæðisins er að hefjast og þetta mál verði leyst í þeirri vinnu. Jafnframt er málinu vísað til bæjarstjóra.

    • 1001196 – Reykjanesfólkvangur, stjórnskipulag

      Lagt fram erindi stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 15. nóvember 2011 varðandi framtíð fólkvangsins.$line$Sverrir Bollason og Helena Mjöll Jóhannsdóttir fulltrúar stjórnar fólkvangsins mættu á fundinn og fóru yfir málið.

      Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frekari skoðunar.

    • 1111016 – SSH, breytingar á samþykktum

      Lagt fram eindi SSH varðandi tilnefningu í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfél. á höfuðborgarsvæðinu.

      Bæjarráð vísar kosningu 5 fulltrúa til bæjarstjórnar.

    • 1111127 – Erindisbréf ráða

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram drög að erindisbréfum ráða. $line$Einnig lögð fram drög að reglum um samninga.$line$

      Bæjarráð vísar erindisbréfunum og samningareglunum til bæjarstjórnar.

    • 0907115 – Húsdýrahald, samþykkt,

      Tekin fyrir að nýju samþykkt um hús- og gæludýrahald. $line$Lögmaður bæjarins mætti á fundinn og gerði grein fyrir samþykktinni.

      Bæjarráð vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir viðræðum við lánveitendur bæjarins. $line$Auk þess mættu á fundinn Guðmundur Hjaltason frá MP banka og Kristján Þorbergsson frá Landslögum.

      Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      Lögð fram drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans árin 2012-2015.$line$Lögð fram afgreiðsla fræðsluráðs á áætlun vegna fræðslumála og tillaga að gjaldskrám.$line$Einnig afgreiðsla fjölskylduráðs vegna áætlunar fjölskylduþjónustu og gjaldskrám hennar.

      Bæjarráð vísar drögum af fjárhagsáætlun 2012 -2015 ásamt fyrirliggjandi tillögum á gjaldskrám til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1110227 – SSH-framtíðarhópur um menntamál og sérfræðiþekkingu

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram afgreiðsla fræðsluráðs á tillögunum.

      Lagt fram.

    • 1109299 – SSH framtíðarhópur, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarráðs.

      Lagt fram.

    • 1111384 – Samband orkusveitarfélaga,

      Lagðar fram samþykktir og tilkynning um stjórn SO, Samband orkusveitarfélaga.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerast stofnfélagi í Sambandi orkusveitarfélaga og staðfestir jafnframt að Gunnar Axel Axelsson verði fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins.”

    • 0705196 – Sólvangur

      Lagt fram bréf fjármálaráðuneytis dags. 25. nóvember 2011 varðandi eignarhlut bæjarinsins í hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Bréfið er svar við erindi Hafnarfjarðarbæjar frá 9. maí sl.

      Lagt fram.

    • 1112004 – Fyrirspurn í bæjarráði1. desember 2012

      Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$Á fundi bæjarráðs 17. mars sl. var úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli ne. 45/2011, Alcan á Íslandi hf gegn Vatnsveitu Hafnarfjarðar kynntur og ræddur. $line$Óskað er eftir upplýsingum um hver staða málsins sé nú, og hvort og hvenær endurgreiðsla til Alcan hófst. $line$ $line$ $line$Ráðningar hjá Hafnarfjarðarbæ$line$ $line$Óskað er eftir upplýsingum um ráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 2011.$line$- Hve margar og hvaða ráðningar hafa átt sér stað á árinu? $line$- A) Nýráðningar í fullt starf eða hlutastarf?$line$- B) Enduráðningar?$line$- C) Hvaða ný störf hafa verið sett á laggirnar?$line$- D) Upplýsingar um fjölda og eðli tímabundinna ráðninga?$line$

      Lagt fram.

    Styrkir

    • 1111234 – Lífsmynd ehf, þáttaröð um Reykjanesskaga, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Lífsmyndar ehf dags. 17. nóvember 2011 um styrk vegna gerðar sjónvarpsþátta um Reykjanesskaga.

      Bæjaráð vísar málinu til bæjarstjóra.

    • 1111165 – Stígamót, fjárbeiðni fyrir árið 2012

      Lagt fram erindi Stígamóta varðand styrk vegna ársins 2012 sem vísað var til bæjarráðs úr fjölskylduráði 16. nóvember sl.

      Bæjaráð vísar málin til skoðunar við styrkúthlutanir ársins 2012.

    • 1111346 – Neytendasamtökin, styrkbeiðni vegna ársins 2012

      Lagt fram erindi Neytendasamtakanna dags. 24. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir styrk vegna ársins 2012.

      Bæjaráð vísar málin til skoðunar við styrkúthlutanir ársins 2012.

    Fundargerðir

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð frá Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3.11.2011

      Lagt fram til kynningar.

    • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð Strætó bs frá 28. október sl., 11. nóvember og 25. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1102232 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2011

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26. september og 24. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1111018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 171

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22. nóvmeber sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1111023F – Menningar- og ferðamálanefnd - 172

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. nóvember sl.

Ábendingagátt