Bæjarráð

15. desember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3306

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Fulltrúar Öldungaráðs mættu á fundinn.$line$Farið yfir þau atriði í fjárhagsáætlun sem lúta að málefnum eldri borgara, ekki er um neinar breytingar frá fyrra ári að ræða. $line$Formaður öldungaráðs fór yfir helstu áherslu atriði í starfi ráðsins.

      Bæjarráð þakkar öldungarráðinu komuna og góð samskipti.

    • 1112029 – Sorpa bs, rekstraráætlun 2012

      Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs send 28. nóvember sl.

      Lagt fram.

    • 1111268 – Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2012

      Lögð fram tillag fræðsluráðs að reglum og niðurgreiðslu vegna barna hjá dagforeldrum sem ráðið vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 12. 12. sl.

      Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá til bæjarstjórnar. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar fulltrúa sinna í fræðsluráði.

    • 1112004 – Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn í bæjarráði 1. desember 2011

      Lagt fram svar við öðrum hluta fyrirspurnarinnar varðandi ráðningar.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum um vatnsgjald.$line$Starfsmannastjóri mætti á fundinn gerði grein fyrir svörum varðandi ráðningar.

      Lögð fram eftirfarandi svör við fyrirspurn varðandi ráðningar:$line$$line$Óskað er eftir upplýsingum um ráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ á árinu 2011.$line$ -Hve margar og hvaða ráðningar hafa átt sér stað á árinu?$line$Starfsmenn sem ráðnir hafa verið á þessu ári eru 329$line$$line$a) Nýráðningar í fullt starf eða hlutastarf?$line$Starfsmenn í hlutastörfum og tímavinnustarfsmenn eru 225 $line$Starfsmenn í 100% starfshlutfalli eru 104$line$ $line$b) Enduráðningar?$line$Starfsmenn sem voru enduráðnir eru 44$line$ $line$c) Hvaða ný störf hafa verið sett á laggirnar? $line$Starfsmenn sem ráðnir voru vegna málefna fatlaðra eru 128 starfsmenn = Nýráðningar $line$$line$d) Upplýsingar um fjölda og eðli tímabundinna ráðningar? $line$ Óljóst hvað margir hafa verið ráðnir timabundinni ráðningu $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir nánari upplýsingum varðandi D liðinn.

    • 1105500 – SSH framtíðarhópur safnamál

      Tekið fyrir að nýju.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1109076 – SSH framtíðarhópur, barnavernd

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn fjölskydluráðs.

      Bæjarráð gerir umsögn fjölskylduráðs að sinni.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn fjölskyldurráðs.

      Bæjrráð gerir umsögn fjölskylduráðs að sinni.

    • 1109067 – SSH framtíðarhópur, félagslegt húsnæði

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn fjölskylduráðs.

      Bæjarráð gerir umsögn fjölskylduráðs að sinni.

    • 1109300 – SSH framtíðarhópur, íþróttamannvirki

      Tekið fyrir að nýju.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1111015 – SSH framtíðarhópur, málefni innflytjenda

      Tekið fyrir að nýju.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1109066 – SSH framtíðarhópur, sorphirða

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Bæjarráð gerir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs að sinni.

    • 1109072 – SSH framtíðarhópur, stoðkerfi

      Tekið fyrir að nýju.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1109299 – SSH framtíðarhópur, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      Tekið fyrir að nýju.$line$Umsögn skipulags- g byggingarráðs liggur fyrir.

      Bæjarráð gerir umsögn skipulags- og byggingarráðs að sinni.

    • 1110227 – SSH-framtíðarhópur um menntamál og sérfræðiþekkingu

      Tekið fyrir að nýju.$line$Afgreiðsla fræðsluráðs liggur fyrir.

      Bæjarráð gerir umsögn fræðsluráðs að sinni.

    • 1111379 – Einhella 6, afsal

      Pétur Þórarinsson f.h. Haghúsa ehf óskar eftir því að afsala sér lóðinni Einhellu 6.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarmála og fjármálastjóra.

      Bæjarráð staðfestir ofangreint afsal fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn: $line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinnar Einhella 6.“

    • 1112116 – Kaplakriki tónleikar, tækifærisleyfi

      Lagt fram erindi Valdimars Geir Halldórssonar f.h. útvarpsstöðvarinnar Xins 977 varðandi framlengingu á tónleikum í Kaplakrika þriðjudaginn 20. desember nk. til kl. 01:00

      Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um leyfið og felur lögmanni bæjarins að bregðast við umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1110031 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar skylmingadeild, samningur

      Lagður fram samningur um leigu á tímum í Kaplakrika fyrir skylmingadeild FH.

      Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

    • 1106059 – Fatlaðir, málefni, eignarhald og leiga fasteigna

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri gerði grein fyrir samningum við fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs um húsnæði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks.

      Bæjarráð samþykkir að ganga til samning um kaup á húsnæði vegna yfirtöku á málefnum fatlaðs fólks á grundvelli fyrirliggjandi gagna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012 í bæjarstjórn. $line$$line$Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl varðandi kaupin þar á meðal lánasamninga.

    • 1112124 – Öldrunarsamtökin Höfn fulltrúaráð

      Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðsfundar samtakanna sem haldinn var 8. desember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    Umsóknir

    • 1110068 – Klukkuvellir 20-26, lóðarumsókn

      Tekin fyrir að nýju umsókn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um ofangreinda lóð. $line$Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

      Bæjarráð leggur til við bæajrstjórn:$line$“Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins lóðunum Klukkuvellir 20-26.“

    Fundargerðir

    • 1101014 – Sorpa bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 28.11.og 12.12. 2011

      Lagt fram til kynningar.

    • 1111027F – Menningar- og ferðamálanefnd - 173

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1112008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 174

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 7. desember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1112011F – Hafnarstjórn - 1401

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13.12. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt