Bæjarráð

12. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3307

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1112144 – 32nd International Hanseatic Days in Lüneburg 28.6-1.7.2012

      Lagt fram boðsbréf vegna Hansadaga í Lüneburg dagana 28. júní til 1. júlí 2012.

      Bæjarráð þakkar gott boð en ekki verður um þáttöku að ræða.

    • 1201152 – Sarah Obama Children Foundation, opnun skóla

      Lagt fram boðsbréf Sarah Obama Children Foundation dags. 22. desember 2011 í tilefni opnunar skóla tveggja góðgerðarsamtaka í Kenya.

      Bæjarráð þakkar gott boð og óskar þeim velfarnaðar en getur ekki þáð boðið.

    • 1111122 – Hvaleyrarvatn, lóðarleigusamningur

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar eftirfarandi erindi til bæjarráðs, en bendir jafnframt á að erindið krefst breytingar á deiliskipulagi:$line$$line$Hreiðar Sigurjónsson f.h. St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, leitar eftir staðfestingu á landamerkjum og lóðarleigusamningi eða samningi um afnot lands í kringum skátaskálann við Hvaleyrarvatn, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þann 5. október 1965.$line$$line$Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála gerði grein fyrir málinu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta St. Georgsgildi í Hafnarfirði lóð við Hvaleyrarvatn í samræmi við fyrirliggjandi samning um afnot og önnur gögn.”

    • 1003350 – Gjáhella 1, stjórnsýslukæra

      Tekin fyrir að nýju stjórnsýslukæra og úrskurður vegna afsals á ofangreindri lóð.$line$Lögmaður stjórnsýslu fór yfir stöðu málsins.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 1110154 – Selhella 1, afsal lóðar

      Lagt fram erindi Smáragarða ehf dags. 11.10. 2011 þar sem þeir óska eftir að skila ofangreindri lóð sem úthlutað var 2006.

      Bæjarráð synjar erindinu.

    • 1006132 – Koparhella 1, lóð

      Lagt fram nauðasamningsfrumvarp vegna lóðarinnar. Lögmaður stjórnsýslu gerði grein fyrir nauðasamningnum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi frumvarp með þeim fyrirvara að lögveðskröfur verði greiddar að fullu.

    • 1001168 – Magni ehf, verðbætur

      Lögð fram drög að samkomulag við Verktaka Magna vegna verðbóta á gatnagerðarframkvæmda við Velli 7.$line$Lögmaður stjórnsýslu og fjármálastjór fóru yfir málið.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 11023019 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2011

      Tekin fyrir að nýju krafa orlofsnefndarinnar um greiðslu.

      Bæjarráð gengur að kröfu orlofsnefndarinnar en ítrekar bókun sína frá 26.8. 2010.$line$Bæjaráð telur að lögin um orlof húsnæðra nr. 53/1972 séu úrelt og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, nútíma jafnréttissjónarmið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar. $line$Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ofangreindu sjónarmiði á framfæri m.a. við Alþingi og Samband ísl. sveitarfélaga.$line$

    • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

      Lögð fram drög að jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2012-2014 og niðurstaða jafnréttiskönnunar sem gerð var meðal starfsmanna í nóvember sl.$line$Einnig lögð fram jafnréttisskýrsla fræðsluþjónustu 2011.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs, fræðsluráðs, skipulags- og byggingarráðs og umhverfis-og framkvæmdaráðs. $line$Einnig frá fjölskylduþjónustu, fræðsluþjónsutu, skipulags- og byggingarmálum og umhverfi- og framkvæmdum jafnframt sem ítrekað er að þessir aðilar skili jafréttisskýrslu fyrir 2011 og starfsáætlun fyrir 2012.

    • 1111173 – Heiðursborgari Hafnarfjarðarbæjar

      Tekið fyrir að nýju erindi MBB lögmannsstofu.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur aðeins einu sinni útnefnt heiðursborgara, árið 1968. Bæjarráð er sammála um að taka ekki upp það fyrirkomulag að útnefna einstakling sem heiðursborgara í sveitarfélaginu.

    • 1110031 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar skylmingadeild, samningur

      Tekinn fyrir að nýju samningur um leigu á tímum.$line$Íþrótta- og tómstundarfulltrúi gerði grein fyrir samningnum.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

    • 1105500 – SSH framtíðarhópur safnamál

      Tekið fyrir að nýju.

      1. Bæjarráð Hafnarfjarðar hvetur til þess að skoðaður verði möguleiki þess að Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes sameinist um rekstur héraðsskjalasafns. $line$$line$2. Bæjarráð telur að nú þegar sé þó nokkur sérhæfing meðal bókasafna. Hvatt er til þess að yfirmönnum safnanna sjálfra verði falið að skoða frekari sérhæfingar. $line$$line$3. Bæjarráð tekur undir tillögu að sameiginlegu bókasafnskorti á höfuðborgarsvæðinu en telur þó vandasamt að sameinast um menningarkort þar sem misjafnt sé hvort greiddur er aðgangseyrir að söfnum.$line$ $line$4. Bæjarráð tekur undir að skoðaðir verði $line$frekari samstarfsmöguleikar á milli safna á höfuðborgarsvæðinu en telur þó að hér þurfi að virkja yfirmenn safnanna sjálfra til að skoða slíkt.$line$

    • 1109300 – SSH framtíðarhópur, íþróttamannvirki

      Tekið fyrir að nýju.$line$Íþrótta- og tómstundufulltrúi fór yfir vinnu hópsins.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið fram og hvetur til þess að áfram verði kannaðir möguleikar á auknu samstarfi og samræmingu þar sem það á við. $line$Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að leitast verði við að hrinda þeim tillögum er lúta að samstarfi um sérhæfð íþróttamannvirki í framkvæmd og beinir því til bæjarstjóra að beita sér fyrir því.

    • 1111015 – SSH framtíðarhópur, málefni innflytjenda

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar tekur undir að mikilvægt sé að samræma upplýsingagjöf fyrir innflytjendur. Að öðru leyti telur bæjarráð að tillögur hópsins þarfnist frekari skoðunar. $line$ $line$

    • 1109072 – SSH framtíðarhópur, stoðkerfi

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar telur mikla möguleika fólgna í frekara samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi ýmsa stoðþjónustu, sbr. skýrslu og tillögur verkefnahópsins. $line$Bæjarráð leggur þó áherslu á að sveitarfélög á svæðinu skipti með sér verkum í þessu sambandi, á grundvelli styrkleika og veikleika á hverjum stað, í stað þess að koma öllum þessum verkefnum fyrir í einu sveitarfélagi.

    • 1107101 – SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram minnisblað frá fundi viðræðunefndar SSH og fulltrúa Vegagerðarinnar, innanríkisráðneytisin og fjármálaráðuneytisins vegna undirbúning samnings um eflingu almenningssamgangna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      Farið yfir fyrirhugaða vinnu við gerð þriggja ára áætlunar.$line$Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga.$line$$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnfjarðar samþykkir að gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 16.02. 2011 fá 3% staðgreiðsluafslátt.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar

    Umsóknir

    • 1106239 – Hvammabraut 2, lóð fyrir dreifistöð

      Tekin fyrir að nýju umsókn HS veitna um lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut á móts við Jófríðastaðarveg. Skipulagsbreyting var auglýst 27. desember sl.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veit HS veitum lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut í samræmi við fyrirliggjandi gjögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

      Lagt fram tilboð sem barst vegna lóða sem auglýstar voru fyrir lögaðila í nóvember sl. Eitt tilboð barst í fjölbýlishúsalóðina sem auglýst var.$line$$line$Rósa Guðbjartsdótir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

      Bæjarráð synjar fram komnu tilboði.

    Fundargerðir

    • 1112021F – Hafnarstjórn - 1402

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.1. 2012.

      Lagt fram.

Ábendingagátt