Bæjarráð

26. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3308

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1201305 – Sorpa bs, Rekstraráætlun 2013-2017

      Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs fyrir árin 2013 – 2017.$line$Framkvæmdastjóri Sorpu bs Björn Hafsteinn Hálldórsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir áætluninni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram jafnréttisskýrslur frá stjórnsýslu og umhverfi og framkvæmdum.$line$Einnig umsögn fræðsluráðs um jafnréttisstefnuna en engar efnislegar athugasemdir eru gerðar og umsögn fjölskylduráðs sem tekur undir efnisatriði hennar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu.”$line$

    • 1112124 – Öldrunarsamtökin Höfn fulltrúaráð

      Lagt fram erindi Valgerðar Sigurðardóttur dags. 8. janúar 2012 þar sem hún segir af sér sem 1 af fulltrúum Hafnarfjarðbæjari í fulltrúaráð Hafnar vegna flutnings úr bænum. .

      Tillaga að afgreiðslu:$line$Kosningu vísað til bæjarstjórnar.

    • 1201517 – Skíðasvæðið í Skálafelli, erindi KR

      Lagt fram erindi stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 20. janúar 2012 þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum íþróttafélagsins KR varðandi opnun skíðasvæðisins í Skálafelli.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið að því gefnu að þær fjárhagslegu forsendur sem kynntar eru í erindinu gangi eftir.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      Tekin fyrir að nýju vinna við 3ja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2013-2015.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðunni.

      Til kynningar.

    • 1001168 – Magni ehf, verðbætur

      Tekið fyrir að nýju samkomulag um greiðslu verðbóta.$line$Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs liggur fyrir sem staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag með 3 atkvæðum. Fullrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Umsóknir

    • 1201503 – Álfaskeið 59, umsókn um lóðarstækkun

      Lögð fram umsókn Smára Kristinssonar kt. 240352-4869 send í tölvupósti 23. janúar 2012 þar sem óskað er eftir stækkun við ofangreinda lóð í samræmi við hefðbundna notkun hennar.$line$Lögð fram umsögn afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita lóðastækkun við ofangreinda lóð í samræmi við umsögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”$line$$line$Bæjarráð synjar erindinu hvað flaggstöngina varðar.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9.og. 20.1.2012.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1102232 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2011

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðieftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 21.11. og 15.12. 2011.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1101013 – Strætó bs, fundargerðir 2011

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 16.12 2011.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 175

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.1. sl.$line$Menningar- og ferðamálafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir m.a. fyrirhuguðum styrkveitingum nefndarinnar og ferðþjónustu í Krýsuvík.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201004F – Hafnarstjórn - 1403

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24.1.

      Lagt fram tuil kynningar.

    • 1112022F – Stjórn Hafnarborgar - 316

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 29.12.2011.

Ábendingagátt