Bæjarráð

8. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3312

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1202472 – Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

      Lögð fram til kynningar skv. ósk kjörnefndar Lánasjóðsins auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga en aðalfundur hans verður haldinn í tengslum landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202284 – Samband ísl sveitarfélaga XXVI. landsþing 2012

      Lögð fram dagskrá XXVI. landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 23. mars nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202523 – HS Veitur hf, aðalfundur 15.3.2012

      Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna aðalfundar HS veitna sem haldinn verður 15. mars nk.

      Bæjarráð samþykkir að Eyjólfur Sæmundsson verði fulltrúi bæjarins til stjórnarkjörs.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      Lögð fram drög að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013-2015.

      Bæjarráð vísar fyrirliggajndi drögum að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjastjórn.$line$$line$Kynning á áætluninni verður kl. 13:00 fyrir bæjarstjórnarfundinn.

    • 1202363 – Hesthús álagning fasteignaskatts

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram bókun stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga frá 24. 2. sl.

      Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    • 1202335 – Bandalag háskólamanna, kjaramál

      Tekið fyrir að nýju erindi BHM varðandi kjaramál félagsmanna.$line$Sviðsstjóri fór yfir málið.

      Til kynningar.

    • 1202078 – STH, kjaramál

      Tekið fyrir að nýju erindi STH varðandi kjaramál félagsmanna.$line$Sviðsstjóri fór yfir málið.

      Til kynningar.

    • 1202403 – Sjálfstæðisflokkur fyrirspurn 23.2.2012

      Lögð fram svör við fyrirspurn varðandi Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðar.

      Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:$line$”Undanfarið hafa sumir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fjallað um mál Eftirlaunasjóðsins af miklu ábyrgðar- og þekkingarleysi. Steininn tók úr í grein eftir bæjarfulltrúa flokksins í Fjarðarpóstinum í dag. Þar kemur fram ótrúlegt þekkingarleysi á eðli og starfsemi lífeyrissjóða og svo alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum til áratuga, að ekki verður undir því setið. Ég hef óskað eftir því að málefni ESH verði sett á dagskrá bæjarstjórnarfundar þann 14. Mars n.k.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug að fjallað hafi verið um Eftirlaunasjóðinn af ábyrgðar- og þekkingarleysi. Í nýlegri úttektarskýrslu um lífeyrissjóði, sem birt er á www.ll.is, koma fram alvarlegar athugasemdir um starfshætti sjóðsins og bent er á slæma stöðu hans. Einnig gerði Fjármálaeftirlitið alvarlegar athugasemdir sl. sumar við ýmislegt í rekstri sjóðsins, auk þess sem endurskoðendur Hafnarfjarðarbæjar hafa ítrekað gert álíka athugasemdir í gegnum árin. Umfjöllun af hálfu bæjarfulltrúa hefur tekið mið af upplýsingum sem komið hafa fram í fyrrgreindum gögnum og þau segja allt sem segja þarf um stöðu sjóðsins. Samfylkingin í Hafnarfirði getur ekki vikið sér undan ábyrgð á því hvernig staða sjóðsins er. Því er fagnað að málefni Eftirlaunasjóðsins verði tekin til sérstakrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.”$line$$line$Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun:$line$”Ég ítreka að í umfjöllun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, m.a. í þessari bókun, kemur fram mikill þekkingarskortur á eðli lífeyrisskuldbindinga og tilurð þeirra. Auk þess koma fram alvarlegar ásakanir á hendur stjórnum ESH til áratuga. Jafnframt koma fram alvarlegar ásakanir á hendur endurskoðendum undanfarinna ára. Undir því verður ekki setið. Varðandi athugasemdir FME er vísað til gagnsæisskýrslu FME frá 6. Mars sl. Bæjarfulltrúar bera ríka ábyrgð, meðal annars á því sem þeir segja og skrifa. Það nær jafnvel til bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.” $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins legggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Síðari bókunin er hreinn útúrsnúningur og ber skýran vott um afneitun þeirra sem borið hafa ábyrgð á stjórnun Hafnarfjarðarbæjar og Eftirlaunasjóðsins undanfarin ár.”

    • 1202366 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá 2012

      Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 20. febrúar 2012 og gjaldskrá fyrir slökkviliðið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.”

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Kynnt drög að samningi um afnot af húsnæði fyrir frumkvöðlasetrið Kveikjuna. Um er að ræða samstarfssamning Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Nýsköpunarsjóðs.$line$Um er að ræða breyttan samning þar sem starfsemin flytur af Strandgötu 11 á Srandgötu 31.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning.

    • 1203097 – Launakönnun 2012

      Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa gerð launakönnunar í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

    Styrkir

    • 1201181 – Styrkir bæjarráðs 2012

      Lagðar fram styrkbeiðnir til bæjarráðs en umsóknarfrestur fyrir fyrri hluta úthlutunar rann út 23. febrúar sl.$line$Farið yfir umsóknirnar með hliðsjón af reglum bæajrráðs um styrkveitingar.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi afgreiðslu styrkja:$line$Neytendasamtökin, rekstrarstyrkur. Ekki unnt að verða við erindinu.$line$Stígamót, rekstrarstyrkur. Ekki unnt að verða við erindinu.$line$SAMAN hópurinn vegna forvarnarstarfs 150.000 kr.$line$Tónlistarskólinn vegna fræðsluferðar. Ekki er unnt að verða við erindinu.$line$Flensborgarskólinn vegna námsferðar nemenda, 149.500 kr. $line$Fjörukráin vegna Víkingahátíðar, 400.000 kr. $line$Steinunn Guðnadóttir vegna fræðsluferðar. Ekki er unnt að verða við erindinu.$line$Pétur Óskarsson vegna sjónvarpsþáttagerðar, 250.000 kr.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 24.2.2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202025F – Menningar- og ferðamálanefnd - 178

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203001F – Hafnarstjórn - 1406

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6.3. sl.

Ábendingagátt