Bæjarráð

22. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3313

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1203190 – Hellubraut 7 erfðafestulóð

      Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Gunnars Hjaltalín til Héraðsdóm Reykjaness sent í tölvupósti 16. mars sl. varðandi eignarétt á ofangreindri lóð.$line$Lögmaður stjórnsýslu fór yfir málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203102 – Lánasjóður sveitarfélaga ohf, aðalfundur 2012

      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 23. mars 2012 kl. 16:00.$line$Vakin er athygli á að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn en framkvæmdastjóri svitarfélagsins hefur umboð til að fara með atkvæði á fundinum nema annað sé ákveðið í sveitarstjórn.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203066 – Sveitarstjórnarstigið, nefnd um eflingu

      Lagt fram erindi innanríkisráðuneytis dags. 2. mars sl. þar sem þökkuð er þátttaka sveitarfélaga í ráðstefnunni og starfi nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.Jafnframt fylgir vinnuskjal og tillögur nefndarinnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekin fyrir að nýju tillag um óháða úttekt.$line$

      Bæjarráð samþykkir að láta uppfæra mat á fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar og stofnana með tilliti til getu bæjarins til að standa við fjárhaglegar skuldbindingar sínar, sem framkvæmd var á árinu 2011 og lagt var fyrir bæjarráð 9. mars 2011. Líkt og í áður framkvæmdri greiningu skal tekið tillit til þróunar helstu stærða í rekstri bæjarsjóðs og annarra breytinga sem orðið hafa á þeim forsendum sem lágu til grundvallar fyrra mati.$line$ $line$

    • 1112145 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögmaður stjórnsýslu fór yfir lagaákvæði varðandi aðgang að gögnum sjóðsins. $line$$line$Lögð fram eftirfarandi samþykkt stjórnar Eftirlaunasjóðsins frá 21.3.2012 og var$line$Formanni stjórnar falið að kynna samþykktina fyrir bæjarráði.$line$$line$Í ljósi umræðu í fjölmiðlum, í bæjarráði og í bæjarstjórn um ábyrgð stjórnarmanna á lífeyrisskuldbindingum vegna ESH, samþykkir stjórnin að kalla eftir mati tryggingastærðfræðings á því hver tilurð skuldbindingarinnar er, skipt eftir tímabilum frá stofnun sjóðsins og hve stóran hluta hennar má rekja til þeirrar staðreyndar að iðgjöld standa ekki undir réttindum og hve stóran hluta til ákvarðana sjóðsstjórnar á hverjum tíma ? á einstökum tímabilum og skipt eftir stofnunum. Stjórninni er ljóst, að hér getur ekki orðið um nákvæma útreikninga að ræða, en telur mikilvægt að dregin verði upp heildarmynd af skuldbindingunum. $line$$line$$line$

      Lagt fram til kynningar.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi: $line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að gerð verði úttekt á störfum Eftirlaunasjóðsins, til viðbótar við skýrslu um lífeyrissjóði , úttekt Fjármálaeftirlitsins og ítrekaðar athugasemdir endurskoðenda. Mikilvægt er að í úttektinni verði samanburður við aðra lífeyrissjóði í þessu skyni líkt og í lífeyrissjóðaskýrlunni (sem finna má á vefnum www.ll.is) en þar kemur fram að Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar tapaði hlutfallslega næst mestu allra lífeyrissjóða landsins á tímabilinu 2006-2009. Jafnframt er mikilvægt að fá álit á því hver og hverjir bera meginábyrgð á því verklagi og öðru í rekstri sjóðsins sem gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við af fyrrgreindum aðilum í ljósi þess að Hafnarfjarðarbær ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG bóka eftirfarandi:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna þeirri ákvörðun stjórnar ESH að láta taka saman skýrslu um þróun skuldbindinga bæjarsjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga sjóðfélaga í ESH, þar sem fram komi hver stór hluti skuldbindingarinnar er til kominn vegna þess að iðgjöld duga ekki fyrir réttindum og hve stór hluti er til kominn vegna ákvarðana stjórnarinnar. Slík samantekt er mikilvæg til að slá á þá óábyrgu umræðu sem sumir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir að undanförnu og endurspeglast meðal annars í þeirri fráleitu fullyrðingu að ESH hafi tapað næst mestu allra lífeyrissjóða landsins á tímabilinu 2006-2009.

    • 1203101 – Sorpa bs, Ársreikningur 2011

      Lagður fram til kynningar ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2011 en stjórn byggðasamlagsins samþykkti reikninginn á fundi sínum 24. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202101 – Viðbragðsáætlun Hafnarfjarðar

      Kynnt minnisblað vegna eldgosa og hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu.

      Lagt fram til kynningar.

    Styrkir

    • 1203189 – Dansíþróttasamband Íslands - DSÍ, styrkur

      Lagt fram ódagsett erindi Dansíþróttasambands Íslands sent í tölvupósti 14. 3. sl. þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu á íþróttasal vegna Íslandsmeistaramóts í dansi sem haldið var á Ásvöllum.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Fundargerðir

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 9.3.2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 2. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 179

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt