Bæjarráð

23. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3315

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson varamaður
 • Kristinn Andersen varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1107101 – SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

   Lagt fram erindi SSH varðandi samning við ríkið um eflingu almenningssamgangna á höfuborgarsvæðinu.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við ríkið um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem val við aðra ferðakosti. Mikilvægt er þó að almenningssamgöngur séu reknar með sem sjálfbærustum hætti og hlutdeild þeirra í samgöngum ráðist fyrst og fremst af vali notenda eftir þjónustu og hagkvæmni. Áhyggjuefni er að mikilvægum samgöngubótum verður slegið á frest og þrengt verður að almennri umferð til þess að auka hlut almenningsvagnafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur veldur vonbrigðum að einungis eitt fyrirtæki á sviði almenningssamgangna virðist njóta þeirrar fyrirgreiðslu sem hér er stefnt að, en fjölda annarra aðila sem bjóða margskonar akstursþjónustu ekki gefinn kostur á að taka þátt í þessu verkefni.”

  • 1204070 – Öldrunarmiðstöðin Höfn, samkomulag

   Lagt fram samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samkomulag.

  • 1202155 – Lóðaverð, endurskoðun 2012

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram tillögur um lóðaverð í samræmi við kynningu á síðasta fundi bæjarráðs.$line$Einnig lögð fram tillaga að breytingu á “Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði.”

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að verð íbúðahúsalóða verði sem hér segir:$line$Einbýlishúsalóð 10.531.620 kr. 220m2 hús$line$Raðhúsalóð 8.616.780 kr. 180m2 hús$line$Parhúsalóð 9.574.200 kr. 200m2 hús$line$Fjölbýli 4-8 íbúðir 3.789.788 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 950m2$line$Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri 3.191.400 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 1.200m2$line$Verðið er lágmarksverð miðað við ofangreindar stærðir og uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu.”$line$$line$Byggingarvísitala aprílmánaðar 2012 er 113,4.$line$$line$Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að “Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði” breytist sem hér segir.$line$Grunnur gatnagerðargjalds. 4. gr. $line$Við greinina bætist ný málsgrein.$line$”Af atvinnuhúsnæði greiðist að lágmarki 75% af byggingarmagni samkvæmt nýtingarhlutfalli í deiliskipulagi.”$line$$line$Almenn lækkunarheimild. 5. gr.$line$3. liður breytist sem hér segist:$line$”Af millilofti sem liggur milli hæðaskila eða hæðaskila og þakflatar í atvinnuhúsnæði í óskiptu eignarhaldi, skal greiða 10% af fermetragjaldi.”

  • 1201546 – Lausar lóðir og verð árið 2012

   Lögð fram tillaga um úthlutun lóðanna Furuás 8-10, Furuás 23-25-27, Skógarás 1 og Skógarás 3 í samræmi við tilboð í lóðirnar 6. febrúar sl.$line$Lagt fram erindi Ketils Ketilssonar þar sem hann tilkynnir að hann falli frá tilboði sínu í lóðina Arnarhraun 50.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Lautarsmára efh kt. 681294-2289 lóðunum Furuás 8-10 og lóðunum Furuás 23-25-27,$line$Jóni R. Arilíusarsyni kt. 220268-3149 lóðinni Skógarás 1 og Evu Lísu Reynisdóttur kt. 300580-5729 lóðinni Skógarás 3. $line$Um úthlutanirnar gilda skilmálar útboðsins og nánari skilmálar skipulags- og byggingarfulltrúa.”

  • 1204018 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2011

   Lagður fram ársreikningur 2011 fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og fyrirtæki hans.

   Bæjarráð vísar ársreikningi 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

  • 1204158 – Suðurlindir ohf, Ársreikningar 2009 og 2010

   Lagðir fram til kynningar ársreikningar Suðurlinda ohf. fyrir árin 2009 og 2010.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1204209 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársreikningur 2011

   Lagður fram til kynningar ársreikingur heilbrígðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis árið 2011.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1204087 – Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

   Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 2. apríl 2012 varðandi innheimtu hlutdeildar sveitarfélagsins vegna tímabundinnar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sbr. samkomulag þar að lútandi frá 5. október 2011

   Lagt fram til kynningar.

  • 1202335 – Bandalag háskólamanna, kjaramál

   Tekið fyrir að nýju erindi BHMR varðandi kjaramál félagsmanna.´$line$Sviðsstjóri stjórnsýslu fór yfir málið.

   Til kynningar.

  • 1202078 – STH, kjaramál

   Tekið fyrir að nýju erindi STH varðandi kjaramál félagsmanna.$line$Sviðsstjóri stjórnsýslu fór yfir málið.

   Til kynningar.

  • 1204277 – Háigrandi hf, aðalfundur 2012

   Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Háagranda hf.$line$Einnig lagðir fram ársreikningar félagsins 2010 og 2011.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1204313 – Sjálfstæðisflokkurinn,frumvarp um stjórnun fiskveiða, fyrirspurn 23.4.2012

   Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:$line$1) Hafa áhrif fyrirliggjandi frumvarpa á Alþingi um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald verið skoðuð með tilliti til hagsmuna Hafnarfjarðarbæjar?$line$$line$2) Hafa bæjaryfirvöld mótað skoðun á þessum frumvörpum og gefið álit sitt eins og ýmis önnur bæjarfélög og hagsmunaaðilar hafa gert? $line$

   Lagt fram.

  Umsóknir

  • 1204171 – Álfhella 7, fyrirspurn um lóð

   Lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa á eindi Ingólfs Arnar Steingrímssonar sem gert hefur fyrirspurn um stækkun við lóðina Álfhellu 9, greiðslufyrirkomulag og gatnagerðargjöld í tengslum við það.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.

  • 1204107 – Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Flatahraun 29, fasteignagjöld

   Lagt fram erindi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar dags. 4. apríl 2012 þar sem óskað er eftir styrk vegna niðurfellingar fasteignaskatts áranna 2009-2011.

   Bæjaráð getur ekki orðið við erindinu.

  • 1111082 – Arnarhraun 50-Fífuvellir 4, makaskipti á lóðum

   Lagt fram tilboð Byggðavals efh, kt. 580609-0820, sent í tölvupósti 16. apríl sl. í lóðina Arnarhraun 50

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

  Fundargerðir

  • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 30.3.sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs frá 19.3., 12. og 16.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt