Bæjarráð

3. maí 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3316

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1204431 – Afskriftir 2011

      Fjármálastjóri gerði grein fyrir afskriftum á kröfum ársins 2011. Kröfurnar eru samtals 15.223.057 kr.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftalista.

    • 1204432 – Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, kostnaðaráhrif

      Lagður fram tölvupóstur Sambands ísl. sveitarfélaga frá 26. apríl 2012 varðandi tillögu að framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem er til umfjöllunar á Alþingi. Sambandði mælist til þess að sveitarfélögin komi á framfæri hvaða kostnaðaráhrif þau telji að verða af áætluninni.

      Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.

    • 1204413 – Haukar að Ásvöllum, girðing og umhverfisbætur

      Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 23.apríl 2012 varðandi kostnaðarþátttöku í framkvæmdum við nýja girðingu og umhverfisbætur við knattspyrnuvöll félagsins.

      Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

    • 1202325 – Reykjanesfólkvangur, skotveiðar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 18. apríl 2012. Einnig umfjöllun stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 14. mars sl.

      Bæjarráð beinir því til stjórnar Reykjanesfólkvangs að settar verði reglur varðandi skotveiði í fólkvangnum. Jafnframt er vakin athygli á umsögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

    • 1204313 – Sjálfstæðisflokkurinn,frumvarp um stjórnun fiskveiða, fyrirspurn 23.4.2012

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirliggjandi frumvörp um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald verði skoðuð með tilliti til hagsmuna Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar framkominni tillögu til bæjarstjórnar.

    • 1204324 – Sorpa bs, stefnumótun vegna Metan hf

      Lagt fram erindi stjórnar Sorpu bs. dags. 18. apríl 2012 þar sem kynnt er niðurstaða í stefnumótunar vinnu stjórnarinnar vegna Metan hf.$line$Framkvæmdastjóri Sorpu Björn H. Halldórsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202155 – Lóðaverð, endurskoðun 2012

      Tekið fyrir að nýju.$line$

      Til umræðu.

    • 1109299 – SSH framtíðarhópur, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      Lögð fram tillaga, dags. 29.3.2012, að samkomulagi um svæðisskipulag í samræmi við lagaákvæði þar að lútandi

      Bæjarráð felur skipulags- og bygginarráði að gera umsögn um málið til bæjarstjórnar.

    Umsóknir

    • 1204416 – Álfaskeið 96, geitahald

      Lagt fram erindi Jóhanns David Barðasonar dags. 23. apríl 2012 varðandi leyfi til að halda tvær geitur í garði sínum.

      Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

    Styrkir

    • 1204292 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2012

      Lagt fram erindi orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði vegna framlags til orlofsdvala húsmæðra sumarið 2012 að upphæð kr. 2.543.411.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1204015F – Hafnarstjórn - 1407

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27. 4. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1204010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 181

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18. apríl sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt