Bæjarráð

16. maí 2012 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3317

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1201556 – Atvinnuátök

   Gerð grein fyrir viðbótarkostnaði vegna atvinnuátaksverkefnanna Vinnandi vegur og Sumarátaksstörf árið 2012.

   Lagt fram.

  • 1205040 – HS Orku hf vegna umræðna um rammaáætlun

   Lagt fram ódagsett minnisblað HS Orku hf vegna umræðna um rammaáætlun mótttekið 12. maí 2012.

   Lagt fram.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráð varðandi tilboð í lokun frjálsíþróttahúss FH.$line$Lið 4a í 101. fundargerð byggingarnefndarinnar er vísað til bæjarráðs.

   Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lið 4a í fundargerð 101 þar sem félagið ætlar sjálft að fjármagna framkvæmdina en ítrekar að öðru leyti bókun sína frá fundi þann 23. febrúar sl.

  • 1204022 – Reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn fjármálastjóra 4 stærstu sveitarfélaganna.

   Bæjarráð gerir umsögn fjármálastjóranna að sinni.

  • 1205158 – Aðstaða fyrir Ísafold, hvalaskoðunarbát

   Teknar til umfjöllunar hugmyndir um aðstöðu fyrir skemmtibáta eins og hvalaskoðunarbáta við Norðurbakka. Málið var til umfjöllunar í hafnarstjórn 14. maí sl.

   Bæjarráð samþykkir að veita heimild fyrir aðstöðunni til reynslu í 1 ár. Gjaldtaka verði samkvæmt gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar. $line$Jafnframt beinir bæjarráð því til hafnarsstjórnar að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir varðandi öryggis- og umferðarmála.

  • 1202078 – STH, kjaramál

   Tekið fyrir að nýju.$line$Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að endurskoða launakjör þess hóps starfsmanna sem tók á sig skerðingu á launum með ákvörðun bæjarstjórnar þann 7. janúar 2009. Við endurskoðunina skal tekið tillit til þátta eins og almennrar launaþróunar, niðurstöðu starfsmats, breytinga á störfum og jafnræðis og innra samræmis milli starfsmanna og einstakra starfahópa.

  • 1202335 – Bandalag háskólamanna, kjaramál

   Tekið fyrir að nýju.$line$Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að endurskoða launakjör þess hóps starfsmanna sem tók á sig skerðingu á launum með ákvörðun bæjarstjórnar þann 7. janúar 2009. Við endurskoðunina skal tekið tillit til þátta eins og almennrar launaþróunar, niðurstöðu starfsmats, breytinga á störfum og jafnræðis og innra samræmis milli starfsmanna og einstakra starfahópa.

  • 1111082 – Arnarhraun 50-Fífuvellir 4, makaskipti á lóðum

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lagt fram tilboð í lóðina Arnarhraun 50.

   Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að leita eftir samningum við bjóðanda. $line$Bæjarráð bendir þó á að ekki liggur fyrir heimild til að breyta skipulagi í þá veru sem tilboðið felur í sér.

  Umsóknir

  • 1204171 – Álfhella 7, fyrirspurn um lóð

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn um vilyrði fyrir ofangreindri lóð.$line$Gerð grein fyrir viðræðum við fyrirspyrjanda.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

  Styrkir

  • 1205018 – Góði hirðirinn, Reykjavíkurvegur 45, fasteignaskattur

   Lagt fram erindi Góða hirðisins dags. 28. mars 2012 þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2010 og 2011. $line$Jafnframt er gerð grein fyrir að nýr eigandi, Ísland Kristin þjóð, er skráður fyrir fasteigninni Reykjavíkurvegur 45 og sækir um styrk vegna fasteignaskatts 2012.

   Bæjarráð synjar erindindu þar sem það samræmist ekki reglum bæjarráðs um styrkveitingar til niðurgreiðslu fasteignaskatts. $line$$line$

  • 1204292 – Orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði, styrkbeiðni 2012

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð gengur að kröfu orlofsnefndarinnar en ítrekar bókun sína frá 26.8. 2010.$line$Bæjaráð telur að lögin um orlof húsmæðra nr. 53/1972 séu úrelt og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, nútíma jafnréttissjónarmið og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar. $line$Bæjarráð skorar á Alþingi og Samband ísl. sveitarfélaga að beita sér fyrir því lögin verði feld út gildi.$line$

  • 1205180 – Smáir risar, heimildarmynd, styrkbeiðni

   Lagt fram erindi Eyrúnar Óskar Jónsdóttur, dags. í maí 2012, varðandi styrk vegna myndatöku á Evrópumeistarmóti fatlaðar í frjálsum íþróttum til myndatöku.

   Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 sem takist af fjárheimild bæjarráðs til styrkveitinga.

  Fundargerðir

  • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 3 apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 27. apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1205010F – Hafnarstjórn - 1408

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. maí sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1205005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 182

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8. maí sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt