Bæjarráð

14. júní 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3319

Mætt til fundar

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Rúnar Árnason varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1204319 – Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur

   Lögð fram afgeiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. maí sl. varðandi innanbæjarakstur en kostnaðaraukningu vegna breytinga á leiðakerfi er vísað til bæjarráðs.$line$Forstöðumaður umhverfis- og hönnunardeildar mætti á fundinn og gerði grein fyrir málið.

   Bæjarráð samþykkir málið með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja bættar almenningssamgöngur í Hafnarfirði en ítreka vonbrigði sín með að samstarfi við Frístundabílinn hafi verið hætt í stað þess að gefa verkefninu lengri tíma til að sanna sig. Á sama tíma er nú gengið til samninga við Strætó um umtalsvert dýrari kost við að auka innanbæjarakstur.”

  • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

   Lagt fram erindi SSH dags. 6. júní varðandi tillögur vinnuhóps SSH um sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á akstri vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

   Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.

  • 1206119 – SSH framtíðarhópur, tónlist og listmenntun

   Lagt fram erindi SSH dags. 6. júní 2011 varðandi tillögur verkefnahóps 5, tónlistarskólar. Einnig lögð fram lokaskýrsla hópsins.

   Lagt fram.

  • 0703261 – Námsleyfi og styrkir

   Lögð fram tillaga að úthlutun mannauðsteymis að námsleyfum/styrkjum fyrir haustönn 2012.$line$Starfsmannastjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir tillögunni.

   Bæjarráð staðfestir tillöguna.

  • 1205366 – Starfsnefndir ráða, reglur

   Lögð fram tillaga forsetanefndar að reglum fyrir starfsnefndir ráða/bæjarstjórnar.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætir á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir reglurnar og felur bæjarstjóra að færa fjárheimild starfsnefnda 2012,sem er á bókhaldslyklinum 21-003, yfir á bókhaldslykil viðkomandi ráðs þannig að fjárheimildin skiptist jafnt milli ráðanna fimm. $line$$line$

  • 1206124 – Bæjarráðsfundir

   Farið fyrir fundaáætlun bæjarráðs í sumar og fleira því tengt.$line$Bæjarráð fær umboð bæjarstjórnar frá 28. júní nk.

   Bæjarráð samþykkir að næstu fundir ráðsins verði 5. og 26. júlí. Bæjarstjórn kemur saman þann 29. ágúst að loknu sumarleyfi.

  • 1111235 – Varðveisla skjala, starfshópur

   Kynnt áfangaskýrsla innanhússstarfshóps varðandi varðveislu skjala.

   Til kynningar.

  • 1205312 – Víðivellir, skógardeild

   Lögð fram afgeiðsla fræðsluráðs frá 11.6. sl. varðandi ofangreint mál en fjármögnun verkefnisins er vísað til bæjarráðs.$line$Sviðsstjóri fræðsluþjónustu mætir á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir málið með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar málinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.$line$$line$

  • 1205226 – Viðhald fasteigna

   Lögð fram tillaga varðandi aukafjárveitingu til viðhalds fasteigna frá bæjarstjórnarfundi 6.6. sl.sem vísað var til bæjarráðs.

   Bæjarráð vísar tillögunni til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.

  • 0911239 – Hafnarfjarðarkaupstaður, lóðarleigusamningar

   Lögð fram drög að lóðarleigusamningi fyrir Hjallabraut 53, ný lóð fyrir þjónustuhús við tjaldsvæðið.$line$Einnig lagt fram samrunaskjal lóðanna Ölduslóð 38 landnr. 123080 og Ölduslóð 38B landnr. 123081 í eina lóð Ölduslóð 38 landnr. 123080. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

   Bæjarráð staðfestir fyrirligjandi lóðaleigusamninga.

  • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

   Lagt fram yfirlit yfir lóðarleigusamninga HS veitna til staðafestingar en fyrirtækið hefur óskað eftir að gerðir verði lóðarleigusamningar fyrir þessar lóðir.

   Bæjarráð staðestir fyrirliggjandi lóðarleigusamninga.

  Umsóknir

  • 0804086 – Langeyrarvegur 15, staðfesting á lóðarmörkum og nýr lóðarleigusamningur

   Magnús B Magnússon sækir með ódagsettu erindi um staðfestingu bæjarins á lóðarstærð á lóðinni nr. 15 við Langeyrarveg, í samræmi við kaup föðurs hans á 50% hlut í Krosseyrarvegi 16. Einnig sækir Magnús, þann 25.5.2012, um lóðarstækkun í samræmi við nýtingu lóðarinnar.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir að úthluta Magnúsi B. Magnússyni viðbót við lóðina Langeyrarveg 15 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfylltrúa.”

  Styrkir

  • 1206062 – Aflið, styrkbeiðni 2012

   Lagt fram erindi Aflsins,samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis á Norðurlandi dags. 26. apríl 2012, móttekið 6. júní sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs samtakannna árið 2012.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  • 1203100 – Viðbótarframlag í Afreksmannasjóð IBH, vegna Ólympíukandidata London 2012

   Lagt fram erindi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar dags. 5. júní 2012 þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi í Afreksmannasjóð ÍBH vegna Ólympíufara 2012.

   Bæjarráð samþykkir að veita þeim sem unnið hafa sér þátttökurétt styrk að upphæð 500.000 kr.

  Fundargerðir

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

   Lagðar fram fundargerðir stjórna skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. apríl og 21. maí sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 30. maí sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt