Bæjarráð

9. ágúst 2012 kl. 08:45

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3324

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

   Tekið fyrir að nýju. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

   Þarf að taka upp aftur þar sem ekki var búið að staðfesta aðalskiplagið.

   Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Norðurbæ.

  • 1206124 – Bæjarráðsfundir

   Tekin fyrir að nýju drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og jafnframt að þær taki gildi frá 1. október nk.

  Umsóknir

  • 1207274 – Fyrirspurn um áfangaskiptingu gatnagerðargjalda, hesthúsalóð

   Lögð fram fyrirspurn Darra Gunnarssonar send í netpósti 26.7.2012 varðandi lóðarverð á hesthúsalóðum.

   Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.

  • 1011004 – Gasfélagið ehf., framlenging lóðarleigusamnings

   Lögð fram endurnýjuð umsókn Gasfélagsins ehf send í netpósti 3.8.2012 um framlengingu á lóðarleigusamningi. $line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við erindið en deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi.

   Gunnar Axel Axelsson vakti athygli á vanhæfi sínu sem bæjarráð samþykkti og vék hann síðan af fundi. $line$$line$Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að framlengja lóðarleigusamning Gasfélagsins ehf um 25 ár eða til ársins 2036.

Ábendingagátt