Bæjarráð

23. ágúst 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3325

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður
 1. Almenn erindi

  • 1207274 – Fyrirspurn um áfangaskiptingu gatnagerðargjalda, hesthúsalóð

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð tekur neikvætt í fyrirspurn þar sem ekki er heimild fyrir skiptingu gatnagerðargjalds skv. núgildandi skilmálum. $line$$line$Jafnframt óskar bæjarráð eftir því við skipulags- og byggingarráð að ráðið yfirfari skipulags- og byggingarskilmála ásamt gjaldskrá vegna hesthúsalóða.

  • 1206352 – Húsmæðraorlof, fundarboð

   Lagt fram minnisblað frá fundi þann 13. ágúst sl. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi lög um húsmæðraorlof.

  • 1208246 – Akureyri, 150 ára afmæli

   Lagt fram erindi Akureyrarbæjar dags. 15. ágúst 2012 vegna 150 ára afmælis Akureyrar. Fulltrúa Hafnarfjarðar er boðið til hátíðardagskrár þann 1. september sl.

   Bæjarstjóri verður fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar við hátíðarhöldin.

  • 1207057 – Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

   Lagt fram svarbréf innanríkisráðuneytisins dags. 9. ágúst sl. við beiðni um frest á skilum til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga v.tíu ára áætlunar. $line$Frestur er veittur til 15. nóvember nk.

   Fjármálastjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir málinu.

  • 1207251 – Reglur um götusölu og útimarkaði

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram umbeðnar umsagnir.

   Bæjarráð staðfestir reglur um götusölu og útimarkaði fyrir sitt leyti með þeirri breytingu að tilvísun í umhverfis- og framkvæmdasvið í 2., 3., 4., 5., 7. og 8. gr. breytist í skipulags- og byggingarsvið. Reglunum með áorðnum breytingum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 0704184 – Áslandsskóli, húsnæðismál

   Lögð fram til kynningar tilboð í færanlegar kennslustofur sbr. samþykkt bæjarráðs frá 26. júlí sl.

   Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði þann 22. ágúst sl. vegna málsins. Bæjarráðsmenn meirihlutans vísa jafnframt til bókunar Samfylkingar og VG í umhverfis- og framkvæmdaráði þann 22. ágúst sl.

  • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

   Lagður fram lánasamningur vegna lóðarskila.$line$Lagður fram endurnýjaður samningur við Arion banka vegna bankalínu.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir málin.

   Bæjarráð vísar lánasamningi vegna lóðarskila og endurnýjuðum samningi við Arion banka vegna bankalínu til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 1208293 – Reikningsskila- og upplýsinganefnd, nýtt álit um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun.

   Álitið lagt fram.

   Fjármálastjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir nýju áliti um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun frá reikningsskila- og upplýsinganefnd.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir vék af fundi 9:30. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók sæti á fundinum.

  • 1108166 – Jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

   Lögð fram beiðni frá Jafnréttisstofu, dags. 27. júlí 2012, um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála.

   Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til frekari afgreiðslu.

  Fundargerðir

  • 1208004F – Menningar- og ferðamálanefnd - 185

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.8. sl.

Ábendingagátt