Bæjarráð

6. september 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3326

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1209020 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2012

   Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2012 sem haldinn verður á Akranesi 14. september nk.

   Lagt fram.

  • 1208524 – Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

   Lagt fram erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 29. ágúst 2012 með tillögu sem stjórn sjóðsins samþykkti varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna lífeyrisgreiðslna.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddan lífeyrir Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar verði 66%.”

  • 1209021 – Strætó bs, nemendakort

   Lögð fram áskorun Stúdentaráðs Háskóla Íslands dags. 24. ágúst 2012 varðandi nemakort Strætó.

   Lagt fram.

  • 1207168 – Nýsköpun í opinberum rekstri

   Lagt fram erindi fjármálaráðuneytis dags. 16. ágúst 2012 þar sem óskar er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

   Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.

  • 1202335 – Bandalag háskólamanna, kjaramál

   Lögð fram tillaga um kjaramál félaga innan BHM sem fengu launaskerðingu 2009. Staðgengill sviðsstjóra (starfsmannastjóri) gerði grein yrir tillögunni.

   Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fella að hluta úr gildi launalækkun starfsmanna sem ákveðin var í bæjarstjórn þann 7. janúar 2009 og framkvæmd var með breytingum á umsaminni fastri yfirvinnu. $line$Ákvörðunin tekur ekki til eftirfarandi:$line$ Starfsmanna með umsamda 50 yfirvinnutíma eða fleiri;$line$ Starfsmanna sem hafa tekið við nýju starfi eða skipt um stéttarfélag á tímabilinu nema að breyting á yfirvinnu sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum;$line$$line$Umsamin föst yfirvinna getur ekki orðið meiri en 50 tímar hjá þeim sem breytingin tekur til. Við gildistöku ákvörðunar bæjarráðs getur heildarlaunahækkun (grunnlaun ásamt fastri yfirvinnu) einstakra starfsmanna á tímabilinu frá mars 2007 ekki orðið meiri en 30% nema að breytingin sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum Tryggt skal að starfsmenn sem ráðnir hafa verið eftir 7. janúar 2009 njóti sambærilegra kjara vegna sömu eða sambærilegra starfa og þeir starfsmenn sem ákvörðun bæjarráðs tekur til. Ákvörðunin tekur gildi 1. október 2012.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem tillagan er birt í fyrsta sinn á þessum fundi og hafa ekki haft svigrúm til að kynna sér hana til hlítar.

  • 1202078 – STH, kjaramál

   Lögð fram tillaga um kjaramál félaga innan STH sem fengu launaskerðingu 2009. Staðgengill sviðsstjóra (starfsmannastjóri) gerði grein yrir tillögunni.$line$

   Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella að hluta úr gildi launalækkun starfsmanna sem ákveðin var í bæjarstjórn þann 7. janúar 2009 og framkvæmd var með breytingum á umsaminni fastri yfirvinnu. $line$Ákvörðunin tekur ekki til eftirfarandi:$line$ Starfsmanna með umsamda 50 yfirvinnutíma eða fleiri;$line$ Starfsmanna sem hafa tekið við nýju starfi eða skipt um stéttarfélag á tímabilinu nema að breyting á yfirvinnu sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum;$line$$line$Umsamin föst yfirvinna getur ekki orðið meiri en 50 tímar hjá þeim sem breytingin tekur til. Við gildistöku ákvörðunar bæjarráðs getur heildarlaunahækkun (grunnlaun ásamt fastri yfirvinnu) einstakra starfsmanna á tímabilinu frá mars 2007 ekki orðið meiri en 30% nema að breytingin sé nauðsynleg til að tryggja jafnræði og innra samræmi í heildarlaunum milli starfsmanna í sömu eða sambærilegum störfum Tryggt skal að starfsmenn sem ráðnir hafa verið eftir 7. janúar 2009 njóti sambærilegra kjara vegna sömu eða sambærilegra starfa og þeir starfsmenn sem ákvörðun bæjarráðs tekur til. Ákvörðunin tekur gildi 1. október 2012.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem tillagan er birt í fyrsta sinn á þessum fundi og hafa ekki haft svigrúm til að kynna sér hana til hlítar.

  • 1104376 – Lánshæfi, samningur um greiningu og mat

   Kynnt skýrsla Reitunar ehf um lánshæfi bæjarsjóðs.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1207055 – Árshlutauppgjör 2012

   Fjármálastjóri mætti á fundinn og lagði fram árshlutauppgjör bæjarsjóðs og stofnana hans janúar -júní 2012.$line$Uppgjörið er almennt í takt við samþykkta fjárhagsáætlun.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.

   Lagður fram viðauki III við fjárhagsáætlun ársins 2012.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi Viðauka III við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.”

  • 1112095 – Endurfjármögnun lána, upplýsingalög, úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál

   Lagt fram svar við fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi bæjarráðs þann 23. ágúst sl.$line$Kristján Þorbergsson lögmaður bæjarins í málinu mætti til fundarins og fór yfir aðdraganda málsins.

   Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja því enn ósvarað afhverju ekki var upplýst um atburðaráðs og framgang málsins, sem átti sér stað á milli bæjarráðsfunda í júlí, á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn. Á þeim fundi var úrskurður frá 5. júlí lagður fram en ekki sagt frá því að fyrr í mánuðinum hafi reynt hafi verið að fá réttaráhrifum úrskurðarins frestað. Og leyndin yfir málinu öllu virðist enn halda áfram því bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að heyra það í fyrsta sinn í dag að önnur kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi borist vegna þessa máls í júní síðastliðnum og að niðurstöðu sé að vænta innan tíðar. Sú kæra snýr að samningnum sjálfum en sú fyrri fjallaði um að fá skilmálaskjal samningsins afhent.”

  • 1208539 – Sorpa bs, árshlutareikningur janúar-júní 2012

   Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Sorpu bs. janúar – júní 2012.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

   Lagður fram undirritaður samningur um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

   Lagt fram til kynningar.

  • 0702055 – Hjúkrunarheimili á Völlum

   Gerð grein fyrir vinnu starfshóp bæjarráðs sem skipaður var um framhald málsins.$line$$line$Gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:$line$ ?Í ljósi málsatvika, fyrirliggjandi úrskurðar kærunefndar útboðsmála nr. 29/2010 og álitsgerðar um lagalega stöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna forvals um hjúkrunarheimili á Völlum 7, leggur starfshópurinn til að fallið verði frá því forvalsferli sem hófst með fundi starfshóps 9. febrúar 2010?$line$$line$

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu starfshópsins.

  • 1209029 – Kattavinafélag Íslands, fyrirspurn um samstarfssamning

   Lögð fram fyrirspurn Kattavinafélags Íslands dags. 29. ágúst 2012 varðandi samstarfssamning um óskilaketti.

   Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   Lögð fram ofangreind stefnumótun ásamt erindi menningar- og ferðamálafulltrúar f.h. nefndarinnar þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumótunina.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn fyrir 1. október.

  Umsóknir

  • 1209013 – Dalshraun 9b, lóðarumsókn fyrir dreifistöð

   Lögð fram umsókn HS veitna hf dags. 31.8.2012 um lóð fyrir dreifistöð við Dalshraun 9b.

   Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá skipulags- og bygginga.

  Fundargerðir

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð frá Stjórn Skíðavæða höfuðborgarsvæðisins

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

   Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 27. 8. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1208008F – Hafnarstjórn - 1411

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21. 8. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1208019F – Hafnarstjórn - 1412

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. 9. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1208011F – Stjórn Hafnarborgar - 317

   Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 24. 5. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1208012F – Stjórn Hafnarborgar - 318

   Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 21.8.sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt