Bæjarráð

4. október 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3328

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1206124 – Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl

      Farið yfir reglur og framkvæmd birtingar fylgiskjala með fundargerðum.

      Kynning.

    • 1209499 – Málstefna sveitarfélaga, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn innanríkisráðuneytis dags. 21. september 2012 varðandi mótun málstefnu skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      Kynnt drög að viðauka við fyrirliggjandi samkomulag Hafnarfjarðarbæjar við Landsnet frá 25. ágúst 2009. Málið tengist máli nr. 0702055: Aðalskipulag Hafnarfjarðar raflínur og tengivirki.$line$$line$

      Bæjarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagðan viðauka við samkomulag Landsnets hf og Hafnarfjarðarbæjar um flutningskerfi raforku frá 25. ágúst 2009.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins í bæjarstjórn.

    • 1201546 – Lausar lóðir og verð árið 2012

      Lögð fram tillaga um auglýsingu á lausum lóðum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í lausar lóðir í grónum hverfum.

    • 1210001 – Ráð og nefndir, málsmeðferð og verklagsreglur

      Tekið til umfjöllunar.$line$Lögð fram bókun fjölskylduráð frá 3.október sl.

      Bæjarráð felur forsetanefnd að yfirfara reglurnar.

    • 1209363 – Sjálfstæðisflokkur, fyrirspurn í bæjarráði 20.9., kjaramál

      Lögð fram svör við framkominni fyrirspurn.$line$Starfsmannastjóri mætti á fundinn og fór yfir svörin.

      Lagt fram.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Kynnt drög að umsögn bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í drögum að nýrri stefnu að unnið sé að málefnum ferðaþjónustunnar í nánu og virku samráði við ferðaþjónustufyrirtækin í bænum og jafnframt að hlutverk bæjaryfirvalda eigi fyrst og fremst að felast í því að tryggja þeim góð starfsskilyrði og því að byggja upp nauðsynlega innviði svo greinin geti þróast með eðlilegum og sjálfbærum hætti. $line$$line$Hvað form stefnunnar og framsetningu snertir er mikilvægt að það styðji vel við framkvæmd hennar og auki þannig líkur á að úr einstökum stefnuviðmiðum rætist. Í fyrirliggjandi drögum mætti skerpa frekar á þessari hlið, til dæmis með því að tiltaka einstök verkefni/skref undir hverjum efniskafla (eða sem sjálfstæðum hluta), skilgreina markmið þeirra, í hverjum framkvæmd þeirra á að felast, ábyrgðaraðila, samtarfsaðila, tímabil, áætlaðan kostnað og hvernig mæla skuli árangur í hverju verkefni fyrir sig (mælikvarða).

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

      Tekin fyrir að nýju drög að erindisbréfi.$line$Tilnefningar í starfshópinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum.$line$$line$Tilnefningar í hópinn eru.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá bæjarráði$line$Gunnar Axel Axelsson frá fjölskylduráði$line$Helga Ingólfsdóttir frá umhverfis- og framkvæmdaráð

    • 1209536 – Útleiga og sala húsnæðis, álit nr. 1/2012

      Lagt fram til kynningar útgefið álit Samkeppnisstofnunar nr. 1/2012, “Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera.”

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210055 – Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

      Lagt fram erindi Isavia dags. 1. október 2012 þar sem tilkynnt er að haldin verði flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli 6. október nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210056 – Gjaldskrár 2012

      Lögð fram tillaga að leiðréttingu á gjaldskrá vegna frístundaheimila.

      Í ljós hefur komið að ekki reyndist unnt að framkvæma samþykkt bæjarstjórnar frá 19. 12, 2011 um gjaldskrá frístundaheimilanna vegna ársins 2012. Á fyrri hluta árs 2012 var stuðst við þá gjaldskrá sem í gildi var síðla árs 2011. Í ljósi þessa vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gjaldskrá frístundaheimila á árinu 2012 verði gjaldskrá sú sem í gildi var fyrir árið 2011.” $line$

    Umsóknir

    • 1209232 – Garðavegur 15,umsókn um Lóðastækkun

      Lögð fram umsókn Sævars Þórs Guðmundssonar dags. 13. 9.2012 þar sem óskað er eftir lóðastækkun. $line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til bæjarráðs á fundi 20. september sl.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Sævari Þór Guðmundssyni lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og bygginarfulltrúa.”

    • 1208453 – Helluhraun 16-18, fyrirspurn

      Lögð fram umsókn Eikar fasteignafélags hf, dags. 12.9.2012, um stækkun á lóðunum Helluhraun 16 og 18.$line$Erindin var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarráðs 18. september sl. sem tók jákvætt í erindið. $line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarmála.

      Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa nánari útfærslu þess.

    Styrkir

    • 1201181 – Styrkir bæjarráðs 2012

      Umsóknarfrestur seinni úthlutunar rann út 1. október sl.$line$Gerð grein fyrir fjölda umsókna.$line$Úthlutun skal lokið fyrir 1. desember nk.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.9.2012.$line$Vakin er athygli á bókunum í dagskrárliðum 1 og 3.$line$Kynnt skýrsla um rekstur og stjórnsýslu skíðasvæða sem getið er um í 1. lið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 24. september og 1. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1209024F – Hafnarstjórn - 1414

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 187

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt