Bæjarráð

18. október 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3329

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 0905063 – Krýsuvík, landamerkjamál

      Lögð fram niðurstaða hæstaréttar varðandi vesturmörk Krýsuvíkur en Hafnarfjarðarbær var sýknaður af kröfum ýmissa aðila vegna deilna um landamerki.$line$Jónas Þór Guðmundsson lögmaður bæjarins í málinu mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðuna.

      Lagt fram il kynningar.$line$

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      Tekinn fyrir að nýju viðauki við fyrirliggjandi samkomulag en bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins og vísaði því aftur til bæjarráðs á fundi sínum þann 10.10. sl.$line$Fulltrúar Landsnets mættu á fundinn.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka með áorðnum breytingu til bæjarstjórnar með fyrirvara um samþykki Landsnets.

    • 1108166 – Jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

      Lögð fram skýrsla jafnréttisfullrúa um stöðu og þróun jafnréttismál hjá Hafnarfjarðarbæ dags. í október 2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202078 – STH, kjaramál

      Lögð fram ályktun félagsfundar Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, STH, frá 8. október sl.$line$Starfsmannastjóri og fulltrúar STH mættu á fundinn.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fyrirhugaðan fund STH.

    • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

      Tekið fyrir að nýju.$line$Sviðsstjóri fjölskylduþjónustu og verkefnisstjóri í málefnum fatlaðara mættu á fundinn og fóru yfir minnisblaðu um málið.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.

    • 1210069 – Framhaldsskólar skólanefndir, kosning

      Lagt fram erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 26. september 2012 þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefndir Iðnskólans í Hafnarfirði og Flensborgarskóla. $line$Hafnarfjarðarbær tilnefnir 2 fulltrúa í hvora skólanefnd og jafnmarga til vara.

      Kosningu fulltrúa vísað til bæjarstjórnar.

    • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

      Lagt fram erindi Sóknar lögmannsstofu f.h. Sólvalla ses dags. 10. október 2012 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna lykta fyrra forvalsferlis.

      Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

    • 1206354 – Hringhella 3, breyting á MHL.02

      Lagt fram erindi Furu ehf dags. 28. september 2012 varðandi gatnagerðargjöld vegna nýbyggingar á lóðinni.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 10021070 – Vinnumiðlun, Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar

      Kynnt breyting á staðsetningu Atvinnumiðstöðvar innan stjórnsýslunnar.

      Til kynningar.

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarstjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

      Farið yfir almennar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2013.$line$Jafnframt yfir þá málaflokka sem falla undir bæjarráð.$line$Einnig var farið yfir helstu dagsetningar varðandi afgreiðslu áætlunarinnar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að óskar eftir frest til að skila gögnum vegna 10 ára aðlögunaráætlunar til eftirlitsnefndar með fjármálu sveitarfélaga samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar. $line$

    • 1210335 – Heilbrigiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2013

      Lögð fram fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir árið 2012.$line$Um er að ræða gjaldskrár vegna heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlits og vegna hundahalds.$line$Jafnframt ný gjaldskrá fyrir húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði í samræmi við samþykkt þar að lútandi sem staðfest var 2. júlí sl.

      Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar en vísar eftirfarandi tillögu til bæjarsjrónar.$line$$line$”Bæjarstjórn samþykkir tillgögur heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að breytingum á gjaldskrám eftirlitsins.”

    • 1210285 – Sorpa bs, rekstraráætlun 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

      Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs 2013 ásamt fimm ára rekstraráætlun 2013-2017.

      Bæjarráð vísar rekstraráætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar.

    • 1210359 – SSH aðalfundur 2012

      Minnt á aðalfund SSH sem haldinn verður 26.10. nk.

      Til kynningar.

    • 1208419 – Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

      Lagðar fram leiðréttingar á kjörskrá.$line$Sjö einstaklingar hafa látist frá því að kjörskrárstofn var lagður fram, 1 öðlast ríksiborgararétt með lögheimili í Hafnarfirði, 1 einstaklingur flutt eftir 8 ára búsetu erlendir og 3 einstaklingar breytt um heimilisfang.

      Bæjarráð staðfestir ofangreindar breytingar.

    • 1206270 – Fjárlaganefnd, fundur sveitarstjórna 2012

      Lagt fram minnisblað frá fundi með fjárlaganefnd 15. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    Umsóknir

    Fundargerðir

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, 174. fundur 1.10.2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 15.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210010F – Hafnarstjórn - 1415

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 9.10.sl.

      Lagt fram til kynninar.

    • 1210013F – Hafnarstjórn - 1416

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt