Bæjarráð

1. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3333

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1111082 – Arnarhraun 50-Fífuvellir 4, makaskipti á lóðum

      Lagður fram tölvupóstur Jóns Óskars Agnarssonar f.h. Byggðavals ehf dags. 22. október 2012 þar sem fram kemur að hann fellur frá tilboði sínu í lóðina Arnarhraun 50.

      Bæjarráð staðfestir erindið.

    • 1205311 – Álfaskeið 100 sala félagslegrar eignar

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$Bæjarráð samþykkir að söluandvirði eignarinnar Áflaskeiði 100, 0103, verði nýtt til kaupa á annarri eign til nota innan félagslega kerfisins.

      Bæjarráð samþykkir að söluandvirðið verði nýtt í kaup á nýrri íbúð.

    • 1206354 – Hringhella 3, breyting á MHL.02

      Tekið fyrir að nýju erindi Furu ehf frá 28. september sl. varðandi gatnagerðargjöld.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23. október sl.

      Bæjarráð samþykkir erindið þar sem heildarnýtingarhlutfall á lóðinni er aðeins 0,037 en er leyfilegt 0,5 og erindið fellur þar af leiðandi undir 75% lágmarksregluna í 4. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld.

    • 1210621 – Sorpa bs, förgun lífræns úrgangs

      Lagður tölvupóstur SSH frá 21. október sl. varðandi kynningu á mismunandi leiðum og lausnum til förgunar lífræns úrgangs.

      Lagt fram.

    • 1210486 – Slökkvistarfsemi og sjúkraflutningar, kostnaður

      Lögð fram til kynningar skýrsla KPMG varðandi skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í samrekstri SHS.$line$Jón Viðar Matthíasson og Birgir Finnsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins mættu á fundinn og fóru yfir skýrsluna.

      Til kynningar.

    • 1210620 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, fjárhagsáætlun 2013

      Lagt fram erindi SSH varðandi áætlun um kostnað vegna vinnu við endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram drög að umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um hana á fundi sínum þann 5. september sl.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn.

    • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

      Kynntur samningur við Íslandsbanka um bankaviðskipti.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210477 – Starfsmenn leikskóla, kjaramál

      Lagðar fram áskoranir starfsfólks leikskóla bæjarins varðandi leiðréttingar á kjörum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svari erindinu.$line$$line$Bæjarráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brýnt að leita leiða til að leiðrétta kjör allra þeirra starfsmanna bæjarins sem hafa orðið fyrir skerðingu á liðnum árum, rétt eins og gert var hjá ákveðnum hópi einstaklinga, einkum innan stjórnsýslunnar, fyrir skömmu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis í þessum efnum milli starfsfólks sem lagt hefur mikið á sig í hagræðingaraðgerðum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.”$line$$line$Bæjarráðfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:$line$”Meirihlutinn telur eðlilegt að bæjarstjóra sé falið að svara erindinu efnislega.$line$Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málflutningi sínum krafist þess að hart sé gengið fram í niðurskurði í bæjarfélaginu og er sú bókun sem hér er lögð fram því í algjörri þversögn við þá almennu afstöðu þeirra.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir bókar:$line$”Óskað er eftir skriflegum upplýsingum um hvar Sjálfstæðismenn hafa gengið hart fram í óskum um niðurskurð. Ennfremur skal á það bent að hagræðing og niðurskurður þarf ekki eingöngu að beinast að kjörum starfsfólks, Sjálfstæðismenn hafa einkum lagt fram tillögur um t.d. betri nýtingu á húsnæði bæjarins sem illa hefur verið tekið í hingað til.”

    • 1202078 – STH, kjaramál

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri gerir grein fyrir félagsfundi STH þann 25.10. sl. sem bæjarráð fól henni að mæta á.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi STH.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar lið 9 hér á undan.

    • 1210430 – Félag grunnskólakennara erindi

      Lagt fram erindi stjórnar Félags grunnskólakennara í Hafnarfirði f.h. félagsins varðandi hádegishlé félagsmanna.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

    • 1207057 – Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

      Lagt fram svarbréf innanríkisráðuneytis dags. 29. október 2012 þar sem veittur er viðbótarfrestur til að skila áætlun um fjárhagsleg viðmið.

      Lagt fram til kynningar.

    Styrkir

    • 1210444 – Neytendasamtökin, styrkbeiðni 2013

      Lagt fram erindi Neytendasamtakanna dags. 19. október 2012 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2013.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1210235 – Skráning reiðleiða - kortasjá, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Landssambands hestamannafélaga dags. 3.10.2012 þar sem óskað er eftir styrk næstu fjögur árin vegna skráningar reiðleiða og reksturs kortasjár þar að lútandi.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

    • 1201181 – Styrkir bæjarráðs 2012

      Farið yfir styrkbeiðnir sem bárust vegna seinni úthlutunar bæjarráðs. Umsóknarfrestur rann út 1. október sl.$line$

      Farið yfir yfirlitið.

    • 1210636 – Hrafnista og sjómannadagsráð, afmæli

      Lögð fram styrkbeiðni vegna afmælis Hrafnistu og sjómannadagsráðs.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 29.10. 2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. 9. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 188

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt