Bæjarráð

15. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3334

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurðbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurðbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 0703261 – Námsleyfi og styrkir

      Lögð fram tillaga mannauðsteymis Hafnarfjarðarbæjar um námsleyfi.$line$Starfsmannastjóri gerði grein fyrir tillögunni.

      Bæjarráð samþykkir tillögu mannauðsteymis með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar.

    • 1210001 – Ráð og nefndir, málsmeðferð og verklagsreglur

      Kynnt niðurstaða forsetanefndar varðandi reglur er lúta að valdframsali bæjarstjórnar og erindisbréfum ráða og nefnda en bæjarráð fól nefndinni að yfirfara reglurnar á fundi þann 4. 10. sl.$line$Einnig lagt fram minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi málið.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012, viðauki IV

      Lagður fram viðauki IV við fjárhagsáætlun ársins 2012.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðaukanum.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka IV við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2012.”

    • 1207055 – Árshlutauppgjör 2012

      Fjármálastjóri kynnti rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs janúar – september 2012.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1211138 – Jólatré frá Frederiksberg

      Lagt fram erindi bæjarstjórnar Frederiksberg dags. 8. nóvember 2012 þar sem tilkynnt er að Frederiksberg mun sem endranær senda Hafnarfjarðbæ jólatré. Jafnframt er bæjarbúum óskað gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

      Bæjarráð þakkar gjöfina og felur bæjarstjóra að svara bréfinu og flytja Frederiksberg árnaðaróskir.

    • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

      Lögð fram til kynningar jafnréttisáætlun umhverfis og framkvæmda frá nóvember 2012.

      Lagt fram.

    • 1211149 – Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

      Lagður fram tölvupóstur Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 13. nóvember 2012 þar sem vakin er athygli á því að 18. nóvember nk. er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208254 – Reykjanes, jarðvangur

      Tekin til umfjöllunar aðkoma Hafnarfjarðarbæjar að jarðvangi í Reykjanesfólkvangi sbr. bókun menningar- og ferðamálanefndar 2.10. og 29.10. sl.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga. $line$

    • 1210285 – Sorpa bs, rekstraráætlun 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

      Lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2013-2017 sem stjórn Sorpu samþykkti 29. október sl.$line$

      Lagt fram.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekið fyrir að núju.

      Bæjarráð gerir ekki efnislegar athugasemdir en bendir á að í endurskoðun á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar verði þessum málefnum komið tryggilega fyrir.

    • 1201556 – Atvinnuátaksverkefni

      Gerð grein fyrir viðræðum velferðarráðuneytis, Vinnumálastofnunar og sveiarfélaga varðandi vinnumarkaðsúrræði fyrir þann hóp sem að öllu óbreyttu mun missa bótarétt á næstu mánuðum.

      Kynning.

    Styrkir

    • 1211013 – Ferðanefnd FEBH, styrkbeiðni 2013

      Lagt fram erindi ferðanefndar FEBH dags. 31.10.2012 þar sem sótt er um styrk vegna helgarferðar í apríl eða maí 2013.

      Bæjarráð bendir á að umsóknarfrestur er liðinn og bendir umsækjanda á að skv. reglum bæjarráðs verður næst auglýst fyrir 15. febrúar á næsta ári.

    • 1211049 – Landsbyggðin lifi, styrkbeiðni

      Lögð fram umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi dags. 2. 11. 2012.

      Bæjarráð bendir á að umsóknarfrestur er liðinn og bendir umsækjanda á að skv. reglum bæjarráðs verður næst auglýst fyrir 15. febrúar á næsta ári.

    • 1210235 – Skráning reiðleiða - kortasjá, styrkbeiðni

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarráðs frá fundi 13.11.

      Bæajráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1201181 – Styrkir bæjarráðs 2012

      Áður framlagðar styrkbeiðnir teknar til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnir samkvæmt fyrirliggjandi vinnuskjali.

    Fundargerðir

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 5. og 26. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210032F – Menningar- og ferðamálanefnd - 189

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt