Bæjarráð

10. janúar 2013 kl. 11:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3340

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • 1210013 – Göngu og hjólastígar í samvinnu við Vegagerðinar

   Lagt fram til kynningar samkomulag við Vegagerðina varðndi göngu- og hjólastíga í Hafnarfirði.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda Sigurður Páll Harðarson og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður mættu á fundinn og fóru yfir samkomulagið.

   Til kynningar.

  • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

   Lagður fram til kynningar samningur um sorphirði vegna stofnana bæjarins sbr. útboð þar að lútandi.$line$Samningagerð vegna heimilissorps frestast vegna fyrirliggjandi kæru.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda Sigurður Páll harðarson og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

   Til kynningar.

  • 1204413 – Ásvellir

   Lagður fram undirritaður samningur vegna eignarhalds á Ásvöllum.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1211332 – Ráðning æðstu stjórnenda skv. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 90. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðkaupstaðar

   Gerð grein fyrir að auglýst hefur verið eftir sviðsstjóra stjórnsýslu sbr. ákvörðun bæjarráðs frá 29.11.2012.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1211298 – Vinna og virkni - Liðstyrkur

   Lagður fram til kynningar undirrtaður samningur við velferðarráðuneytið varðandi átakið.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301076 – Upplýsingalög nr. 140/2012

   Lögð fram til kynningar ný upplýsingalög nr. 140/2012 sem tóku gildi þann 1. janúar sl.$line$Stefnt er að því að halda kynningarfund fyrir ráðsmenn og starfsmenn.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301188 – Velferðarráðuneytið, viðræður

   Gerð grein fyrir fundi 3. janúar sl. með velferðarráðherra og lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra þar sem óskað er eftir viðræðum um nokkur mál sem tengjast Hafnarfirði.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1212219 – Lóðarverð og greiðslukjör

   Lagt fram erindi Meistarafélags iðnarmanna í Hafnarfirði varðandi lóðaverð og greiðslukjör.

   Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

  • 1211292 – SSH framtíðarhópur, byggðasamlög, eigendastefna

   Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umbeðin umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.12.2012.

   Bæjarráð gerir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs að sinni.

  • 1101215 – Straumur við Straumsvík, leigusamningur

   Tekin fyrir að nýju beiðni menningar- og ferðamálanefndar frá 27.11.2012 um að auglýst verði eftir leigjanda að Straumi.

   Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um starfsemi á staðnum.

  • 1301186 – Áslandshverfi - skólamál

   Tekin til umræðu skólamál hverfisins og gerð grein fyrir viðræðum við eigendur skólahúsnæðis í hverfinu til þessa.

   Bæjarráð samþykkir að farið verði í könnunarviðræður við eigendur Áslandsskóla um hugsanlegar leiðir til að ljúka uppbyggingu á skólamannvirkjum á lóðinni. Formaður fræðsluráðs og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs annist viðræðurnar.

  Umsóknir

  • 1212280 – Arnarhraun 50, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Björns Sigurðssonar dags. 28. desember 2012 um lóðina Arnarhraun 50.

   Bæjarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

  Fundargerðir

Ábendingagátt