Bæjarráð

24. janúar 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3341

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1301556 – Sorpa bs., ákvörðun Samkeppniseftirlitsins v. markaðsráðandi stöðu.

      Ingi B. Poulsen, lögmaður stjórnar Sorpu bs., mætti til fundarins.

    • 1301303 – Hverfisgata 52b, niðurfelling fasteignagjalda

      Lagt fram erindi Óla Arnar Eiríkssonar dags. 10.1.2013, sent í tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir að fasteignagjöld á ofangreinda fasteign verði felld niður þar sem húsið sé friðað.

      Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

    • 1301344 – Sævangur 26, umsókn um lóðarstækkun

      Lögð fram umsókn Pálma Þórs Mássonar og Nínu Bjargar Magnúsdóttur, dags. 9. apríl 2012, um lóðarstækkun lóðarinnar nr. 26 við Sævang ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 15. janúar 2013.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðarstækkun lóðarinnar við Sævang 26, alls 152 fm, samkv. nánari skilmálum skipulags- og byggingasviðs sbr. deiliskipulag Norðurbæjar 26.sept. 2012.”

    • 1301440 – Reykjanesfólkvangur, skipan stjórnar og fjárhagur

      Lagt fram bréf dags. 15.jan. sl. frá stjórn Reykjanesfólkvangs um hlutverk fólkvangsins og framtíðarþróun hans.

      Bæjarráð leggur áherslu á að verið sé að endurskoða málið í heild sinni innan SSH.

    • 1301417 – Tartu, vinabæjarheimsókn

      Lagt fram boðsbréf frá vinabænum Tartu dagana 18-21 júlí 2013.

    • 1106177 – Hämeenlinna vinabæjarmót 2013

      Lagt fram boðsbréf frá Hämeenlinna vegna fundar dagana 23.-25. maí 2013.

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um kostnað Hafnarfjarðarbæjar við vinabæjarmót, samskipti og undirbúningsvinnu því samhliða frá 1. janúar 2009. Einnig fyrirhugaðan kostnað við vinabæjarsamskipti á árinu 2013.

    • 1301590 – SHS, slökkvistöð við Skarhólabraut, lántaka

      Lagt fram bréf, dags. 18. janúar 2013, frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. þar sem þess er óskað að bæjarráð veiti heimild til lántöku vegna framkvæmda að Skarhólabraut, allt að 254 milljónir króna.

      Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar veitir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs heimild til lántöku vegna framkvæmda að Skarhólabraut, allt að 254 milljónir króna”.

    • 1301563 – SHS, gjaldskrá.

      Lagt fram bréf, dags. 18. janúar 2013, frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á gjaldskrá slökkviliðsins.

      Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.”

    • 1301616 – Aðalfundur Suðurlinda ohf.

      Lagt fram bréf, dags. 23. janúar 2013, frá stjórnarformanni Suðurlinda ohf. þar sem þess er óskað að fram fari umræða um tilgang og framtíð félagsins í bæjarráðum aðildarsveitarfélaga fyrir aðalfund. Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð veiti þeim sem fara eiga með atkvæðisrétt á aðalfundi skriflegt umboð til þess í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins.

      Bæjarráð veitir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur umboð til að fara með atkvæðisrétt bæjarins á aðalfundi félagsins þann 11. febrúar næstkomandi.

    • 1211332 – Ráðning æðstu stjórnenda skv. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 90. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðkaupstaðar

      Lagður fram listi yfir umsækjendur í stöðu sviðsstjóra Stjórnsýslu en umsóknarfrestur rann út 23. janúar sl.

    • 1212040 – Framkvæmdir í Kaplakrika, aðalstjórn FH óskar e. viðræðum.

      Lagt fram bréf, dags. 19. nóvember 2012, frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar þar sem aðalstjórn félagsins óskar eftir viðræðum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar um lúkningu framkvæmda í Kaplakrika.

      Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 7. janúar 2013.

    • 1004363 – Suðurlindir ohf, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð Suðurlinda ohf., frá 14.jan. sl.

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.nóv. sl.,176.fundur.

Ábendingagátt