Bæjarráð

7. febrúar 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3342

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1301719 – Félag grunnskólakennara, kjaraviðræður

      Lagt fram dreifibréf Félags grunnskólakennara dags. 23. janúar 2013 varðandi stöðuna í kjaraviðræðum félagsin og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1212081 – Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar - tillaga úr bæjarstjórn

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram umsögn ÍBH og íþrótta- og tómstundanefndar.

      Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá forsetanefnd og bæjarstjóra.

    • 1106177 – Hämeenlinna vinabæjarmót 2013

      Tekið fyrir að nýju.$line$Þema fundarins er: “How to combine services for different age groups ?”$line$Lagðar fram umbeðnar upplýsingar.$line$Einnig lagt fram erindi Norræna félagsins varðandi styrkveitingu til þátttöku í mótinu.

      Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að senda 3 fulltrúa á vinabæjarmótið auk þátttöku í ungmennastarfinu. $line$$line$Afgreiðslu erindis Norræna félagsins frestað á milli funda.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    • 1301303 – Hverfisgata 52b, niðurfelling fasteignagjalda

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindi umsækjenda um niðurfellingu fasteignagjalda á grundvelli aldursákvæða í lögum um menningarminjar (nr.80/2012). Hafnarfjarðarbær hefur ekki samþykkt að veita skuli slíkan afslátt og ekki er gert ráð fyrir viðmiðum eða reglum um slíkan afslátt í gjaldskrá fyrir afslátt fasteignagjalda fyrir árið 2013.

    • 1301635 – Sólvangur, ályktun

      Lögð fram ályktun frá fundi aðstandenda heimilisfólks á Sólvangi sem haldinn var 23. janúar sl. varðandi framtíð Sólvangs.

      Lagt fram.$line$Bæjarráð vísar ályktuninni til fjölskylduráðs.

    • 1302059 – Atvinnu- og nýsköpunarhelgin

      Lagt fram erindi Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlseturs, dags. 29. janúar sl. varðandi atvinnu- og nýsköðunarhelgi. Óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjörð og Garðabæ um framkvæmdina.

      Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

    • 1302031 – Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, kæra, Haukar

      Lagt fram erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál dags. 31. janúar 2013 vegna kæru Guðna Gíslasonar um synjun aðgangs að gögnum. Frestur til að skila nánari rökstuðningi er til 11. febrúar nk.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

    • 1206026 – Skuld við Depfa-bank, beiðni um gögn, úrskurður

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsinga mál í máli nr. A-469/2013 frá 31. janúar sl.

      Lagt fram.

    • 1302039 – Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál

      Lagt fram til kynningar frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum, Nýtt ákvæði sem snýr að rafrænum íbúakosningum og rafrænni kjörskrá. Frestur til að skila athugasemdum er til 18. febrúar nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302040 – Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis, 204. mál

      Lagt fram til kynningar frumvarp til sveitarstjórnarlaga – fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og íbúalýðræði. Frestur til að skila athugasemdum er til 21. febrúar nk.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 14.1. og 4.2.sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301015F – Hafnarstjórn - 1421

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301024F – Hafnarstjórn - 1422

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 1. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1212012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 193

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.12. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 194

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt