Bæjarráð

21. febrúar 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3343

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1001193 – Innkaupareglur, endurskoðun

      Lögð fram drög að enduskoðuðum innkaupareglum. Innkaupastjóri og lögmaður skipulags- og byggingarmála gerðu grein fyrir reglunum.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum til umsagnar í fjölskylduráði, fræðsluráði, skipulags- og byggingarráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

      Lögð fram eftirfandi tillaga starfshóps bæjarráðs skv. samþykkt bæjarráðs 20. september 2012.$line$$line$Með tilvísun í meðfylgjandi áætlun dagsettri 20.02.2013 leggur starfshópurinn til að bjóða út byggingu hjúkrunarheimils við Hádegisskarð í Hafnarfirði.$line$Útboð mannvirkja (bygging og lóð) verði með hefðbundnum hætti þ.e. hönnun boðin út sér og í framhaldi af því mannvirkin sjálf. Kappkostað verði að byggingin uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til nútíma hjúkrunarheimila í dag. Ennfremur að tekið verði tilliti til kostnaðarsjónarmiða bæði er varðar bygginguna sjálfa og rekstur innan hennar m.t.t. þeirrar þjónustu sem íbúum hjúkrunarheimilisins verður veitt.$line$ $line$Skipuð verði verkefnastjórn sem sjái um ofangreind útboð og eftirfylgni með þeim. $line$Horft verði m.a. til samnings um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Hafnarfjarðarkaupstaði sem undirritaður var 3. maí 2010. Í þeim samningi kemur fram að um sé að ræða hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa, við hönnun skal hinsvegar líka taka tillit til hugsanlegar stækkunar hjúkrunarheimilisins í framtíðinni og þeirrar stoðþjónustu sem tengst gæti starfsemi þess í byrjun eða í náinni framtíð.$line$Samkvæmt fyrrgreindum samningi um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Hafnarfjarðarkaupstaði sem undirritaður var 3. maí 2010, skal Hafnarfjarðarbær gera sérstakan samning við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilisins. Hafnarfjarðarbæ er heimilt að fela þriðja aðila að veita þjónustu á grundvelli þess samnings, enda liggi fyrir staðfesting velferðarráðuneytisins, en ábyrgð sveitarfélagsins á samningsskyldum við ráðuneytið verður ekki framseld. Leggur starfshópurinn til að verkefnastjórn verði falið að undirbúa rekstur heimilisins og gera tillögu þar að lútandi til bæjarráðs. Skal verkefnastjórnin meðal annars skoða hvort grundvöllur sé til samstarfs við aðra framkvæmdaraðila sambærilegrar þjónustu, svo sem önnur sveitarfélög. $line$

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu starfshópsins og felur bæjarstjóra að leita tilnefninga í verkefnastjórn um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Hádegisskarðs sbr. fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og undirbúa störf verkefnastjórnar. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fram komna tillögu starfshóps, um að stofnuð verði verkefnastjórn sem undirbúi útboðsferli vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis, en gert er ráð fyrir að eftirfarandi atriði liggi jafnframt fyrir hið fyrsta:$line$$line$1) Staðið verði við fyrri samþykktir skýrslu starfshóps frá 2006, og ítrekun starfshóps fjölskylduráðs frá 2012, um áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sólvangssvæðisins, þar sem verði framtíð miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Samið verði við ríkisvaldið um að þetta gangi eftir.$line$$line$2) Gerð verði kostnaðargreining og lagðar verði fram rekstrarlegar forsendur fjárfestinga og stoðþjónustu sem munu tengjast nýju hjúkrunarheimili.$line$$line$3) Gerð verði kostnaðar- og fjárfestingaráætlun vegna nauðsynlegra vegtenginga og stofnbrautar á svæðinu við hjúkrunarheimilið.$line$$line$4) Fyrir liggi áætlanir um hvernig bæjarfélagið muni fjármagna hlut sinn í uppbyggingu og rekstri framangreindra atriða.”$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Fyrir liggur skýr stefnumörkun bæjarfélagsins um framtíðaruppbyggingu á sviði öldrunarmála og hefur um hana ríkt þverpólitísk samstaða og sátt. Var sú stefnumörkun yfirfarin af starfshópi fjölskylduráðs sem skilaði samantekt sinni í júní 2012. Í henni kemur fram að gert sé ráð fyrir að í tengslum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis verði sú aðstaða sem til staðar er á Sólvangi, með tengingu við starfsemi heilsugæslunnar sem er í samtengdu húsnæði og nærliggjandi þjónustuíbúðum aldraðra, nýtt til uppbyggingar á miðstöð öldrunarþjónustu, s.s. á sviði dagvistunar, hvíldarinnlagna, endurhæfingar, sameiginlegri stjórnstöð heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og síðast en ekki síst upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða.”

    • 1301033 – Lausar lóðir og verð 2013

      Lögð fram fundargerð opnunar tilboða í lausar lóðir í eldri hverfum. Tilboð barst í parhúsalóðina Kvistavellir 63-65.

      Bæjarráð synjar framkomnu tilboði.

    • 1302219 – Samband ísl sveitarfélaga XXVII. landsþing 2013

      Lagt fram fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna XXVII, landsþings sambandsins sem haldið verður 15. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík.

      Lagt fram til kynningar.$line$$line$Aðalfulltrúar Hafnarfjarðar verða:$line$Gunnar Axel Axelsson $line$Sigríður Björk Jónsdóttir$line$Eyjólfur Sæmundsson$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen

    • 1212079 – Ræstingu í grunnskólum - uppsögn samninga.

      Lögð fram afgreiðsla fræðsluráðs 18. febrúar 2013 á tillögu varðandi uppsögn á fyrirliggjandi samningum um ræstingu.

      Bæjarráð tekur undir afgreiðslu fræðsluráðs með 3 atkvæðum, enda liggur fyrir greining sem sýnir að núverandi fyrirkomulag ræstingar í skólum bæjarins sé hagkvæmara en það sem felst í tillögum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar fulltrúa flokksins í fræðsluráði.

    • 1302263 – Fjármögnun fyrirhugaðra framkvæmda

      Farið yfir fjármögnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

      Til kynningar.

    • 1302234 – Afskriftir 2012

      Lagt fram yfirlit yfir óinnheimtanlegar kröfur ársins 2012, samtal 15.936.732 kr.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að afskriftum.

    • 1302238 – Motus ehf, vanskilainnheimta

      Fjármálastjóri kynnti samstarf við Motus ehf varðandi vanskilainnheimtu.Ekki er um breytingar á núverandi innheimtuferli að ræða.

      Kynning.

    • 1302233 – Ársreikningar bæjarsjóðs 2012

      Fjármálastjóri kynnti drög að ársteikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar árið 2012.$line$Jafnframt kynnt bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem fram kemur að nefndin óskar ekki eftir frekari upplýsingum varðandi áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná þeim viðmiðum sem sveitarstjórnarlög setja um fjárhagsleg viðmið.

      Til kynningar.

    • 1301440 – Reykjanesfólkvangur, skipan stjórnar og fjárhagur

      Lagt fram erindi bæjarráðs Grindavíkur dags. 8. febrúar sl. varðandi samþykkt bæjarráðsins um drög að stjórnunaráætlun fólkvangsins.

      Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

    • 1302237 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs, ársreikningur 2012

      Lagður fram til kynningar ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og dótturfélög SHS fasteignir og Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302094 – Búfjárhald og velferð dýra, frumvörp til umsagna

      Lagður fram tölvupóstur heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 7. febrúar sl. varðandi umsögn um ofangreind frumvörp.

      Bæjarráð tekur undir umsögn heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    • 1208049 – Dalsás 2-6, kaup á byggingarrétti

      Lagt fram erindi Íslandsbanka v/Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar sent í tölvupósti 19. febrúar sl. vegna takamarkana á veðsetningu ofangreindrar lóðsr sbr. 6. grein lóðarleigusamnings.

      Bæjarráð samþykkir að aflétta kvöð sem takmarka veðsetningu í 6. gr. lóðarleigusamnings vegna Dalsás 2-6.

    • 1302275 – Félag eldri borgara, ályktun

      Lögð fram ályktun stjórnar Félags eldri borgara í Hafnarfirði frá 11. febrúar 2013 varaðndi byggingu hjúkrunarheimilis á Völlum.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara félaginu. $line$

    Styrkir

    • 1302067 – Norræna félagið í Hafnarfirði, styrkbeiðni

      Tekin fyrir að nýju umsókn Norræna félagsin í Hafnarfirði um styrk vegan vinabæjarmóts sem frestað var á síðasta fundi. Fjallað var um erindið samhliða mál nr. 1106177 Hämeenlinna vinabæjarmót 2013.

      Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 250.000 kr. sem takist af fjárveitingu til vinabæjarsamstarfs.

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11. febrúar ls.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 4. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301024F – Hafnarstjórn - 1422

      Lögð fram fudnarerð hafnarstjórnar frá 1. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 195

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt