Bæjarráð

18. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3348

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1304013 – Aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram samþykkt stjórnar Skíðasambands Íslands frá 25.2. 2013 varðandi aðstöðu skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu.

      Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

    • 1304137 – Skíðasvæðin, ársreikningur 2012 og rekstraryfirlit janúar-mars 2013

      Lagður fram til kynningar ársteikningur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301440 – Reykjanesfólkvangur, skipan stjórnar og fjárhagur

      Tekið fyrir að nýju erindi stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 15. janúar sl. varðandi hlutverk og framtíðarþróun fólkvangsins.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

      Til kynningar.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Tekið fyrir að nýju.

      Í vinnslu.

    • 1004116 – Vellir 5, Vellir 6, Ásland 3 og Skipalón, götukassar

      Lögð fram afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs á ofangreindu máli þar sem endurskoðaðri áætlun um steyptar stéttir á Völlum 6 og í Áslandi 3 er vísað til bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka I við fjárhagsáætlun bæjarstjóðs 2013.“

    • 1304232 – Sorpa bs og Strætó bs, eigendastefna

      Lögð fram tillaga að eigendastefnu Sorpu og Strætó bs.$line$Páll Guðjónsson mætti á fundinn og fórr yfir málið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögur að eigendastefnum Sorpu og Strætó bs.“

    • 1302233 – Ársreikningar bæjarsjóðs 2012

      Þórey S. Þórðardóttir lögmaður Eftirlaunasjóðsins mætti á fundinn og fór yfir lífeyrirskuldbindingu vegna Byrs.$line$Einnig mættu fjármálastjóri og Haraldur Eggertsson fulltrúi í stjórn Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um ferli lífeyrisskuldbindinga Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar vegna starfsmanna Byrs. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:$line$“Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það tjón sem Hafnarfjarðarbær verður fyrir með því að rúmlega 1,2 milljarða króna krafa ESH á hendur Byr sparisjóði muni flokkast með almennum kröfum. Það veldur vonbrigðum að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar til að tryggja hagsmuni bæjarsjóðs í þessu máli þegar enn var ráðrúm til þess. Brýnt er að leita enn allra leiða til þess að lágmarka tjón Hafnarfjarðarbæjar.“$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri bóka:$line$ „Bæjarráðfulltrúar meirihlutans lýsa yfir vonbrigðum sínum með framgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og tilraunir þeirra til þess að gera svo mikilvægt hagsmunamál bæjarbúa í Hafnarfirði það að pólitísku þrætumáli. $line$ Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans harma þá stöðu sem upp er komin, þar sem útlit er fyrir að háar fjárhæðir falli á bæjarsjóð og rekja má beint til þess hvernig staðið var að einkavæðingu bankakerfisins og breytinga á lögum um sparisjóði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð fyrir á sínum tíma.“$line$

    Umsóknir

    • 1304189 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarsókn, lóðaúthlutun

      Lögð fram tillaga um úthlutun lóðarinnar Kirkjuvellir 1 til kirkjubyggingar fyrir Ástjarnarsókn, en sóknin hefur haft vilyrði fyrir lóðinni.$line$$line$Geir Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála og leggur til við bæjarstjórn:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Ástjárnarsókn lóðinni Kirkjuvellir 1 til byggingar kirkju í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.“

    Fundargerðir

Ábendingagátt