Bæjarráð

2. maí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3350

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson formaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson varamaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

   Lögð fram drög að samningi við Landsnet um nýtingu lands undir Suðvesturlínu.$line$Sviðstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir drögin.

   Bæjarráð frestar agreiðslu málsins og felur sviðsstjóra skipulags- og byggingarmála að afla frekari upplýsinga.

  • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

   Lagt fram erindi svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins sent í tölvupósti 23. apríl 2013 varðandi heimild til að auglýsa breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.$line$Sviðsstjór skipulags- og byggingarmála fór yfir málið.

   Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

  • 1203097 – Launakönnun 2012

   Kynnt launakönnun sem MMR gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ sbr. samþykkt bæjarráðs 8.3. 2012.$line$Anna Jörgensdóttir starfsmannastjóri, Haraldur Eggertsson frá starfsmannahaldi, Ólafur Gylfason og Birkir Örn Grétarsson frá MMR mættu á fundinn og fóru yfir könnunina.

   Samkvæmt niðurstöðum greiningar á launum starfsmanna mælist ekki kynbundinn munur á davinnulaunum hjá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarráð lýsir hinsvegar yfir vonbrigðum með að enn skuli mælast kynbundinn munur á heildarlaunum starfsmanna og felur bæjarstjóra að undirbúa stofnun framkvæmdahóps til að greina ástæður þess að enn mælist slíkur munur og koma með tillögur að úrbótum. Við skipan hópsins verði lögð áhersla á samstarf við stéttarfélög bæjarstarfsmanna og þátttöku starfsmanna. Jafnframt verði sett af stað vinna við innleiðingu jafnlaunastaðals hjá Hafnarfjarðarbæ.

  • 1303389 – Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

   Tekin fyrir að nýju samningur um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins.$line$Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Til kynningar.

  • 1302233 – Ársreikningar bæjarsjóðs 2012

   Fjármálastjóri gerð grein fyrir stöðunni. Endanlega niðurstaða varaðndi lífeyrisskuldbindingu liggur ekki fyrir.

   Til upplýsinga.

  • 1304346 – Bæjarbíó

   Lögð tillaga menningar- og ferðamálanefndar frá fundi 22.4.2013 varðandi nýtingu á Bæjarbíó.$line$Jafnframt lagt fram erindi Kvikmyndasafns Íslands dags. 24. apríl 2013 varðandi rekstur bíósins.

   Bæjarráð tekur með 2 atkvæðum undir bókun menningar- og ferðamálanefndar og felur bæjarstjóra að undirbúa samning við Gaflaraleikhúsið um umsjón og rekstur Bæjarbíós, auk samninga við Leikfélag Hafnarfjarðar og Kvikmyndasafn Íslands um afnot af húsnæðinu til sýningarhalds. Óskar bæjarráð eftir því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins. $line$Bæjarráð leggur áherslu á að við útfærslu nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu verði eftir fremsta megni tekið tillit til þarfa Kvikmyndasafnsins vegna sýningarhalds þess í húsinu og hugað verði að því að vernda það sem enn telst upprunalegt og hefur sérstakt varðveislugildi. Þá leggur bæjarráð áherslu á að sett verði fram raunhæf áætlun til næstu þriggja ára um endurbætur og breytingar á húsnæðinu sem miða að því að stuðla að fjölbreittri menningarstarfsemi í Bæjarbíó.$line$$line$Bæjaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til bókunar fulltrúa flokksins í menningar- og ferðamálanefnd. $line$$line$Eyjólfur Sæmundsson fulltrúi Samfylkingar situr einnig hjá.

  • 1304525 – Umhverfi og framkvæmdir, sviðsstjóri

   Sviðsstjóri gerði grein fyrir að sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda mun láta af störfum þar sem hann hefur verið ráðinn til starfa á Akranesi.$line$

   Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir skipi starfshóp sem haldi utan um ráðningarferlið.$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir$line$Árni Stefán Jónsson$line$Helga Ingólfsdóttir

  • 1304141 – Öldrunarþjónusta, viljayfirlýsing

   Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing velferðarráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu heildrænnar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði.

   Lagt fram.

  • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

   Lögð fram drög að viljayfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og Áss styrktarfélags varðandi uppbyggingu í búsetumálum fatlaðar en fjölskylduráð vísaði viljayfirlýsingunni til bæjarráðs á fundi sínum 30. apríl 2013.$line$Sviðsstjóri fjölskylduþjónsutu mætti á fundinn og fór yfir málið.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

  • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

   Lögð fram fundargerð Sorpu bs. frá 19.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1203108 – Fagrakinn 5- tjón

   Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og gerði bæjarráði grein fyrir málinu.

   Til kynningar.

  Fundargerðir

  • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

   Lagðar fram fundargerðir frá 18.mars og 22.apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1304026F – Hafnarstjórn - 1426

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.4.sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1304021F – Menningar- og ferðamálanefnd - 201

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.4. sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt