Bæjarráð

30. maí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3352

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1203417 – Norðurbakki 7-9, breyting

      Tekin fyrir afgreiðsla skipulags- og byggignarráðs varðandi nýja skilmála fyrir ofangreinda lóð.$line$Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð staðfestir breyta skilmála eins og þeir liggja fyrir í afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      Tekin fyrir að nýju drög að samningi við Landsnet um landnýtingu vegna suðurvesturlínu.$line$Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum við Landsnet.

      Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við Landsnet hf. í samræmi við drög að samningi sem lögð voru fram 2. maí sl. Bæjarráð leggur áherslu á að heimild verði í samningnum til að hækka verðið, ef matsnefnd eignarnámsbóta kemst að því að svo eigi að gera í þeim málum sem til þeirrar nefndar verður skotið vegna þeirra framkvæmda sem hér um ræðir. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. $line$Bæjarráð leggur áherslu á að í samningi verði kveðið á um frágang lands komi til þess að landið falli aftur til bæjarins.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1, undirbúningur

      Lagðar fram fundargerðir 3., 4. og 5. fundar verkefnisstjórnar. $line$Einnig lögð fram útboðsgögn varðandi hönnun hjúkrunarheimilisins. Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun júní og opnun verður í tvennu lagi í lok júli.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda og forstöðumaður Fasteignafélags mættu á fundinn og fóru yfir útboðsskilmálana.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsskilmála með örfáum ábendingum og heimilar auglýsingu þess.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilnefna nýjan fulltrúa, Bergþór Jóhannsson, í verkefnisstjórnina i stað Helgu Ingólfsdóttur. $line$$line$Jafnframt leggja þeir fram eftirfarandi bókun:$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að sem flest atriði á þessu stigi séu skýr og svör við spurningum varðandi rekstur og framkvæmd liggi fyrir um leið og málinu er haldið áfram.$line$ $line$Því er óskað eftir upplýsingafundi um byggingu hjúkrunarheimilis við fyrsta tækifæri með bæjarfulltrúum, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda og öðrum aðilum sem svarað geta spurningum um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis. Markmiðið er að fara yfir stöðu málsins og alla rekstrar- og framkvæmdaþætti til lengri og skemmri tíma jafnframt því sem útboð fer í ferli.”$line$

    • 1212213 – Staðarmörk sveitarfélaga, óbyggðanefnd

      Lagt fram erindi Óbyggðanefndar dags 23. maí 2013 varðandi sveitarfélagsmörk á Suðvesturlandi.$line$Guðmundur Benediktsson lögmaður og Ólafur Helgi Árnason lögmaður skipulags- og byggingarmála mættu á fundinn og fóru yfir stöðu málsins$line$.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar staðfestir að Guðmundur Benediktsson lögmaður annast hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélagsins vegna máls nr. S-1/2011 þar til afgreiðslu Óbyggðanefndar varðandi sveitarfélagsmörk á Suðvesturlandi er lokið.

    • 1203108 – Fagrakinn 5- tjón

      Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir málið ásamt Halldóri Ingólfssyni tæknifræðingi frá umhverfi og framkvæmdum.

      Til upplýsinga.

    • 1305351 – Fredriksberg, vinarbæjarmót 2015

      Lagt fram boðsbréf Frederiksberg kommune þar sem boðað er til vinarbæjarmóts þar árið 2015

      Lagt fram.

    • 1305326 – Eftirlaunasjóður starfsmanna (ESH) og Lífeyrissjóður starfsmanna (LSS), Samningur um sameiningu

      Lagður fram samningur um sameiningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar (ESH) og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) sem samþykktur var á fundi ESH 23. maí sl.

      Lagt fram.

    • 1305347 – Nauðungarsölur án dómsúrskurðar

      Lagt fram erindi Hagsmundasamtaka heimilinna dags. 24.5.2013 varðandi stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar.

      Lagt fram.

    • 1204179 – Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra

      Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis frá 14. maí sl. þar sem synjun bæjarráðs á lóðarskilum er ógild.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir úrskurðinn.

      Lagt fram.

    • 1210486 – Slökkvistarfsemi og sjúkraflutningar, kostnaður

      Lögð fram bókun stjórnar SHS varðandi málefni sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu frá 17. maí sl.$line$Jafnframt fundargerð stjórnarinnar.

      Lagt fram. $line$$line$Bæjarráð tekur undir áhyggjur stjónar slökkviliðsins og áréttar mikilvægi þess að gengið verði frá samningi. $line$

    • 1301590 – SHS, slökkvistöð við Skarhólabraut, lántaka

      Tekið fyrir að nýju erindi erindi stjórnar SHS varðandi lántöku vegna slökkvistöðvar. Bæjarstjórn samþykkti lántökuna á fundi sínum 30. janúar sl.$line$Stjórn SHS hefur ákveðið að taka tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga og ganga þarf frá ábyrgðum vegna þess.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. vegna 245.000.000 kr. lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 21 árs, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er einföld og hlutfallsleg ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. greinar sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum Er lánið tekið til byggingar á nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.$line$$line$Fari svo að Hafnarfjörður selji eignarhlut í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. $line$$line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessar

    • 1305363 – Vistvæn innkaup

      Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 23. maí 2013 þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarkaupstaður tilnefni einn fulltrúa í stýrihóp varðandi vistvæn innkaup. $line$Óskað er eftir að tilnefnd séu bæði karl og kona þannig að ráðuneytið hafi möguleika á að skipa nefndina til samræmis við markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

      Bæjarráð tilnefnir Guðmund Ragnar Ólafsson og Berglindi Guðmundsdóttur til vara.

    • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 3. apríl og 10. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1301054 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð frá stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.5.2013$line$Jafnframt þriggja mánaða uppgjör skíðasvæðanna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1305018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 203

      Fyrri lið fundargerðarinnar er vísað til bæjarráðs.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1305014F – Hafnarstjórn - 1428

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 28. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt