Bæjarráð

13. júní 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3353

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrðun Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn til klukkan 10:30.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrðun Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn til klukkan 10:30.

  1. Almenn erindi

    • 1305131 – Þríhnjúkar, olíuslys

      Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sent í tölvupósti 30. maí sl. varðandi olíuslys við Bláfjallaveg. $line$Jafnframt ósk OR um úttekt á atvikinu og skýrsla framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins.$line$Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Til kynningar.

    • 1306016 – Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013

      Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. maí 2013 varðandi nýsköpunarráðstefnu og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónust og stjórnsýslu 2013.

      Lagt fram.

    • 1305376 – Breiðhella 3,lóð afsal

      Lagt fram erindi Sigurðar S. Gylfasonar dags. 27. maí 2013 þar sem hann óskar eftir að skila inn ofangreindri lóð.

      Bæjarráð synjar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við reglur bæjarins um afsal og umsækjandi er ekki sami aðili og fékk lóðinni úthlutað.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekið fyrir að nýju fyrirspurn Geymslusvæðisins ehf.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingarráðs.

    • 1212181 – Gjáhella 1, lóðaskil stefna

      Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjaness frá 28. maí 2013 í máli E-1584/2012 varðandi skil á ofangreindri lóð. $line$Málinu var vísað frá dómi.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Til kynningar.

    • 1204179 – Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra

      Tekinn fyrir að nýju úrskurður innanríkisráðuneytis varðandi ofangreind lóðaskil.

      Bæjarráð felur lögmanni stjórnsýslu að höfða ógildingarmál vegna úrskurðarins.

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram lokadrög að samningi um landnýtingu vegna suðvesturlínu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum við Landsnet.

    • 1306083 – Óseyrarbraut 2, endurnýjun á lóðarleigusamningi

      Lagt fram erindi S fasteigna ehf og Fáks og fólks ehf dags. 4. júní 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á lóðarleigusamningi vegna ofangreindrar lóðar.$line$Hafnarstjórn samþykkti endurnýjunina fyrir sitt leyti á fundi sínum 11. júní sl.

      Bæjarráð staðfestir nýjan lóðarleigusamning.

    • 1306109 – Reykjanesfólkvangur, samstarfssamningur

      Lagt fram erindi stjórnar SSH sent í tölvupósti 5. júní 2013 varðandi rekstur og stjórnun Reykjanesfólkvangs.$line$Bæjarstjóri fór yfir málið.

      Lagt fram. $line$$line$Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs um stjórninaráætlun fólksvangsins.

    Umsóknir

    • 1210123 – Dalshraun 11, umsókn um stækkun lóðar og fjölgun bílastæða

      Tekin fyrir að nýju umsókn húsfélagsins Dalshrauni 11 um lóðarstækkun og fjölgun bílastæða. Samþykkt hefur verið deiliskipulagsbreyting sem felur í sér lóðarstækkun um 846 m2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta húsfélaginu Dalshrauni 11 viðbótarlóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    Styrkir

    Fundargerðir

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundrgerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. 6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1306006F – Hafnarstjórn - 1429

      Lögð fram til kynningar fundargerð hafnarstjórnar frá 11. 6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1306005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 204

      Lögð fram til kynningar fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt